Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Undanfarin ár hafa Skagfirskarskemmtisögur í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar, vinnu- félaga Víkverja, komið Víkverja í rétta gírinn og þær eru orðnar ómissandi í aðdraganda jóla. x x x Í vikunni kom út 4. bindi þessaraskemmtisagna og Víkverji hló svo mikið við lesturinn að hann varð að gera hlé á lestrinum til að trufla ekki frekar nærstadda. Með leyfi höf- undar birtir hann hér sýnishorn úr bókinni máli sínu til stuðnings. x x x Nokkrar sögur eru af Árna áBrúnastöðum. Í einni þeirra er greint frá viðbrögðum Árna þegar hann kom úr jarðarför bróður síns á Siglufirði: „Jæja, þá erum við allir dánir, bræðurnir, nema ég og Gulla systir.“ x x x Í Kaupfélagi Skagfirðinga geristýmislegt skondið. „Þegar Hilmar Sverrisson tónlistarmaður vann á vélaverkstæði KS um árið kom hann til Valgarðs Jónssonar og var að leita að logsuðugleraugum. Valli getur stundum verið utan við sig og líkt og hjá fleirum koma orðin kannski ekki alltaf rétt hjá honum. Svaraði hann Himma: „Síðast þegar ég sá þau voru þau horfin!““ x x x Sagt er frá fjölskylduferð AlfreðsGuðmundssonar, íþróttakennara á Króknum, í Ásbyrgi fyrir margt löngu. „Eftir að hafa komið sér vel fyrir með tjaldvagninn settust þau niður hjónin og slökuðu á. Eftir skamma stund sagði Alli við Helgu, þegar hann sá bekkjarsystur sína úr Íþróttakennaraskólanum skammt undan: „Heyrðu, Helga. Ég ætla að kíkja aðeins uppá konuna þarna!““ x x x Nokkrar sögur eru af Dúdda áSkörðugili og ein um hollenska stúlku á Varmalæk. „Dúdda þótti hún eitthvað einkennilega máli farin og í lok heimsóknar á Varmalæk spurði hann Svein bónda: „Hvernig er það með hollensku stelpuna? Er hún dönsk?““ víkverji@mbl.is Víkverji Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóhannesarguðspjall 8:12) Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum ert þú svo þrjóskur að það gengur út í öfgar. Margt kann að breytast með tímanum og takmarkið getur allt í einu orðið annað en var. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að slaka á í frítíma þínum og varastu umfram allt að taka vinnuna með þér heim. Ef þú veist ekki hvorum hópnum ein- hver tilheyrir skaltu halda þig í fjarlægð þar til þú veist meira. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn í dag, þessi vika, þessi mánuður og þetta ár. Ergelsi út í gamla vini er liðið hjá og þú getur einbeitt þér að því sem stendur þér næst. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Veldu þér tjáskiptamiðil svo þú getir komið skilaboðum áleiðis til eins stórs hóps og mögulegt er. Tilfinningar þínar til barna þinna eru einnig sérlega hlýjar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert maður fólksins og hefur þann hæfileika að fá aðra til þess að fylgja þér. En þegar gestirnir mæta vandast málið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki vera reiður við vin, ef þú getur. Reyndu í kvöld að umbera maka náins vinar, helst með bros á vör. Mundu að einn góðan veðurdag kannt þú að vera í hans sporum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Galsafengið daður og yfirdrifnar ráðstaf- anir beina athygli umheimsins að þér. Reyndu að sinna sem flestum því þú ert vel í stakk til þess búinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er komið að þér að undirbúa næstu samveru félaganna og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. Samband þitt við fjölskyldu- meðlimi batnar til muna á næstu vikum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er um að gera að taka öllum aðfinnslum vel, sumir hafa ýmislegt til síns máls, aðrir ekki. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig vantar félaga til þess að fram- kvæma það sem þig dreymir um. Leyfðu öllu að hafa sinn gang. Til hvers að vera frjáls ef maður nýtir það ekki? Gakktu fram af öðrum! 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Margir bíða í ofvæni eftir að þú segir skoðun þína á ákveðnu máli. Gamall vinur mun færa þér gleði. Viljirðu ná málum fram þarftu að vera mjög þolinmóður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að finna þér farveg í félags- störfum. En bíddu með fögnuðinn uns málið er í höfn. Samræður um fortíðina geta vakið hlátur og nýjan skilning á hlutunum. Á miðvikudaginn birtust hér íVísnahorni tvær stökur eftir Davíð Hjálmar Haraldsson undir „hurðardrætti“. Hurðardráttur er þríyrðingur eins og braghenda og stuðlasetning hin sama. Á hinn bóg- inn er ekki endarím í hurðardrætti, hvorki ríma allar ljóðlínur saman né tvær þær síðari: Sumarlangt var súld og rok en síðan lygndi. Ylrík sólin einnig brosti. Annan sólskinsdaginn rigndi. Kúk úr búk um borgartorgin bleytan fleytir. Fellur kelling full í drullu. Fót í gjótu snótir brjóta. Þar var líka þessi gamansami hurðardráttur eftir Bjarna Thorarensen: Hljóp að kaupum Halli skyrs frá hallar dyrum, fallega dallinn fullan allan fljótur sötrar grautar jötunn. Eins og nærri má geta er mikið ort um skuldaleiðréttinguna. Þessa stöku setti Pétur Stefánsson á Leir- inn: Greiðslubyrðin grynnkar ört, gleðst nú sérhver kjaftur. Frónbúans er framtíð björt. Framsókn kýs ég aftur. Fía á Sandi segir: Öllum verður endurgreitt alltaf geta draumar ræst. En, ef ég skulda ekki neitt hvað á ég þá að kjósa næst? Og Kristján Gaukur Kristjánsson: Píratanna partý við pára skalt þú ex. Framtíð þar með leggur lið er lýðsins kraftur vex. Ármann Þorgrímsson sagði á Leirnum „ólyginn sagði mér…“ Samtök á Alþingi virðast mjög virk og vandfundnar skuldlausar hallir flestir þar sóttu um fátækrastyrk og fengu að sjálfsögðu allir. Davíð Hjálmar Haraldsson nálg- ast yrkisefnið með sínu lagi: Ríkisstjórnin afbragðs spretti á, ekki veit ég betri fljóð og drengi. Hún er ekki heimskuleg að sjá en hefur étið grænþörunga lengi. Og Höskuldur Búi er á enn öðrum nótum: Nú opna menn auðkennishlið og ætla að strjúka sinn kvið en hýenur glotta hlæja og spotta því gammarnir voru víst við Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn af hurðardrætti, skulda- leiðrétting og hrægammar Í klípu „HENNAR HINSTU ORÐ VORU: ÉG ÞARF ÞIG EKKI TIL AÐ BJARGA MÉR, ÉG ÞARF AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ HLUSTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VANNSTU LEIKINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar byrjar að hitna í kolunum! Í DAG SETTI ÉG HATTA Á FÆTURNA OG SKÓ Á HÖFUÐIÐ VILJANDI? ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ HÚN MYNDI SPYRJA! EF ÉG KEM MEÐ KONUNA MÍNA HINGAÐ, MYNDIR ÞÚ SEGJA HENNI AÐ BÁTURINN MINN SÉ EKKI NÓGU GÓÐUR... ...OG AÐ ÉG ÆTTI AÐ KAUPA NÝJAN BÁT AF ÞÉR? EN VÆRI ÞAÐ EKKI LYGI? HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ SÖLUMAÐUR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.