Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 ✝ Jóhanna H.Cortes fæddist við Kárastíg í Reykjavík 11. ágúst 1921. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 5. nóvember 2014. Foreldrar Jó- hönnu voru Lárus Hansson, f. 16.12. 1891, d. 14.3. 1958, innheimtumaður Reykjavíkurbæjar, og k.h., Jónína Gunnlaugsdóttir, f. 30.11. 1885, d. 12.1. 1943, hús- móðir. Bræður Jóhönnu voru Aðalsteinn, f. 27.2. 1920, d. 14.3. 1974, búfræðingur og sjómaður; Gunnlaugur, f. 10.3. 1923, fyrrv. skrifstofustjóri; Róbert, f. 1.11. 1924, d. 6.11. 2006, sjómaður. Hálfsystir Jó- hönnu, samfeðra, var Ástríð- ur, f. 22.2. 1909, d. 30.5. 1996, húsmóðir í Bandaríkjunum. Jóhanna giftist 11.6. 1946 Óskari T. Cortes, f. 21.1. 1918, d. 22.2. 1965, fiðluleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann var sonur Emanuels R.H. Cortes, yfirprentara hjá Gutenberg, og k.h., Bjargar Zoëga, húsmóður. Dætur Jó- hönnu og Óskars eru: 1) Jón- ína Kolbrún, f. 16.10. 1947, tækniteiknari. Hún var gift greiðslukona; Halldór, fram- kvæmdastjóri. Jóhanna ólst upp í Reykja- vík. Hún var í Austurbæj- arskóla, stundaði nám við Ingimarsskóla við Lindargötu, húsmæðraskólann á Laug- arvatni og við Leikskóla Lár- usar Pálssonar í þrjú ár. Þá sótti hún söngtíma hjá Sigurði Birkis. Eftir að Jóhanna varð ekkja stundaði hún nám í fóta- aðgerðafræði og lauk prófum í þeirri grein. Jóhanna lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1941- 46, m.a. í leikritunum Gift og ógift, Pétri Gauti og í óp- erunni Í álögum. Jóhanna söng með Dómkirkjukórnum um skeið. Eftir að Jóhanna giftist fyrri manni sínum fluttu þau til Stokkhólms þar sem þau voru búsett í tvö ár. Hún stundaði síðan alfarið heimilisstörf fram til 1965. Þá hóf hún að starfa við fótaað- gerðir fram til ársins 1991, m.a. á vegum kvenfélaga Bú- staðakirkju og Langholts- kirkju. Jóhanna og Þorvaldur ferðuðust mikið um hálendi Ís- lands, þegar ferðalög um há- lendið voru enn fátíð, en einn- ig víða um heim, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og á eigin vegum. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. nóvember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Viggó Snorra Pálssyni en þau skildu. Synir þeirra eru Óskar Torfi, f. 2.6. 1969, kerfisfræðingur, k.h. var Hrönn Snorradóttir, og Páll Snorri, f. 11.5. 1975, við- skiptafræðingur, k.h. er Rie Miura. 2) Björg, f. 16.7. 1952, hjúkrunarfræðingur, gift Andrési Sigvaldasyni lækni. Dætur þeirra eru Jó- hanna, f. 4.2. 1975, sálfræð- ingur, og Brynja, f. 19.6. 1977, myndlistarmaður og þýðandi. Langömmubörn Jóhönnu eru; Ísabella María, Viggó Snorri, Aron, Andrés Illugi, Karen og Steingrímur. Seinni maður Jóhönnu var Þorvaldur Steingrímsson, f. 7.2. 1918, d. 27.12. 2009, fiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hann var sonur Stein- gríms Matthíassonar, læknis á Akureyri, og k.h. Kristínar Thoroddsen, húsmóður. Fyrri eiginkona Þorvaldar var Ingi- björg Halldórsdóttir, f. 5.3. 1919, d. 8.1. 1966, hár- greiðslukona. Börn Þorvaldar og Ingibjargar eru Sigríður, leikkona; Kristín, hár- Jóhanna, amma okkar, átti langa og góða ævi og var lífs- glöð og hraust fram á síðasta dag. Vart er hægt að biðja um meira, en treginn og söknuður- inn við fráfall hennar er samt sem áður mikill. Amma var okkur systrum góður vinur og fyrirmynd enda vönduð kona og viðræðugóð um alla hluti. Lífssýn hennar var aðdáanleg, hún kunni að njóta hversdagsins og beindi athygli að því sem var gott og dýrmætt. Æðruleysi hennar var einstakt og hún var auðmjúk frammi fyr- ir gjöfum lífsins jafnt sem áföll- um, en styrkur hennar kom best í ljós þegar erfiðleikar steðjuðu að. Við barnabörnin vorum alltaf velkomin á heimili ömmu. Hún kenndi okkur margt skemmti- legt, allt frá handavinnu til jógaöndunar og líkamsæfinga. Hún hugsaði vel um heilsuna og mataræðið, var fastagestur í sundlaugunum og hélt góðri heilsu fram eftir öllu. Hún var kúltíveruð og fylgdist vel með en sérstaklega var leikhús henni hugleikið. Hún hafði gaman af að segja frá, hvort sem var áhugaverðum sýningum eða við- tölum sem hún hafði lesið eða heyrt í útvarpinu. Þótt hún hafi hætt að leika á sviði þegar hún stofnaði fjölskyldu var leikkon- an aldrei langt undan. Oft end- ursagði hún heilu bækurnar af mikilli frásagnargleði og innlif- un. Amma var umburðarlynd, hafði trú á náunganum og vildi ekki sjá illt í fólki. Hún var opin fyrir nýjum áhrifum og það gerði hana víðsýna og nútíma- lega í hugsun. Til að mynda fannst henni gaman að heyra hvernig rapparar unnu með ís- lenska tungu og fylgdist vel með tísku. Oft gaukaði hún að okkur flíkum aftan úr fataskáp þegar hún sá að þær væru komnar aft- ur í móð og bar hún gott skyn- bragð á það. Margt af þessum fötum hafði hún saumað sjálf, enda listræn og handlagin. Hún var glæsileg kona alla tíð, fáguð og mjög smart. Heim- ilið var fallegt og vel hlúð að öllu. Hún hugsaði vel um sig og þá sem stóðu henni næst, var framsýn og lagði alla tíð mikið upp úr umhverfisvernd. Hún deildi íþróttaáhuga með Gunn- laugi bróður sínum og fylgdist vel með hand- og fótbolta. Barnabörn og langömmubörn ömmu, bæði hennar eigin og Þorvaldar, seinni manns hennar, sóttu mikið til hennar og var hún vinsæl hjá þeim. Hún fylgd- ist stolt með öllum hópnum. Oft bauð hún börnum og barna- börnum á tónleika, í leikhús og út að borða, hún hafði mikið álit á ungviðinu og fannst sjálfsagt að bjóða með sér níu ára barni að sjá Beðið eftir Godot. Sambandið við Þorvald var farsælt, þau ferðuðust mikið um heiminn og virtust eignast nýja vini hvar sem þau fóru, enda hlý og skemmtileg. Hún annaðist og hlúði að honum af alúð á ævi- kvöldi hans. Hún minntist einn- ig Óskars afa, fyrri manns síns, með meira en mikilli hlýju, enda elskaði hún hann heitt og jafn- aði sig aldrei fyllilega á fráfalli hans. Ömmu okkar er sárt saknað, enda ekki bara frábær amma heldur einnig skemmtilegur fé- lagi og vinkona. Það er ómet- anlegt að hafa fengið að alast upp með hana nálægt sér. Ófu dagar og áratugir langan vef frá vöggu minni. – Sé ég gullþræði glitra í vefnum – mjúk er móðurhöndin. (Jóhann Sigurjónsson) Jóhanna og Brynja Cortes Andrésdætur. Jóhanna föðursystir mín er fallin frá 93 ára að aldri. Tign- arlegri og glæsilegri konu hef ég ekki kynnst, alltaf vel tilhöfð og bar sig vel. Jóhanna var lífs- glöð og fylgdist vel með í þjóð- félaginu og ekki síst með öllum í fjölskyldunni, meira að segja mínum börnum og barnabarni fram á síðasta dag. Í 90 ára afmæli pabba sagði hún við Gunnhildi Unu, þá þriggja ára: „Má ég halda á þér, Gunnhildur Una, því við erum svo miklar frænkur?“ Gunnhild- ur Una fór beint í fangið á Jó- hönnu, svona var hún Jóhanna. Á síðustu árum bjuggu Jó- hanna og pabbi á Sléttuveginum þá bæði orðin ein, þau fylgdust vel með hvort öðru enda mjög náin og kærleiksrík systkini. Missir pabba er því mjög mikill. Mig langar að þakka allar góðar minningar um Jóhönnu frænku og geymi þær í hjarta mínu. Við fjölskyldan vottum Jón- ínu Kolbrúnu, Björgu, Andrési, barnabörnum og barnabarna- börnum okkar dýpstu samúð. Minning um yndislega konu mun lifa. Margrét Gunnlaugsdóttir. Mig langar til að skrifa fáein kveðjuorð um hana Jóhönnu föðursystur mína. Leiðir okkar lágu oft saman, en ég var aðeins smástelpa þegar foreldrar mínir og Jóhanna og Óskar tóku íbúð saman á leigu og varði sam- búðin í nokkur ár. Árin liðu og enn á ný lágu leiðir okkar saman er ég, gift, ung konan með tvö börn, flutti í sömu blokk og frænka. Ég hef alltaf litið upp til Jó- hönnu, en hún var glæsileg með eindæmum. Hvort sem það var Jóhanna og Óskar eða Jóhanna og Þorvaldur, þá var alltaf sama reisnin yfir henni og hjartahlýj- an streymdi frá henni. Þetta fundu ömmustelpurnar mínar tvær þegar þær gistu hjá mér í sumar og vildu kalla hana lang- ömmu, og gekkst Jóhanna fús- lega við nafnbótinni enda með hjarta úr gulli. Það varð hefð að skjótast á náttfötunum yfir til Jóhönnu langömmu til að bjóða góða nótt, en búsetu deildum við í þriðja sinn á Sléttuveg- inum. Ég fékk þó þar að njóta nýrra og dýrmætra samvista í alltof skamman tíma. Jónínu, Björgu og fjölskyld- um þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kæra frænka, hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka og vinkona, Erla Gunnlaugsdóttir. „Kardimommubærinn hættu- legur börnum.“ Í frétt sem birt- ist á vef RÚV hinn 13.1. 2013 leggur sænski leikstjórinn Sofia Jupither til að öllum verkum Egners verði útrýmt því hún telur að Kardimommubærinn sé beinlínis hættulegur börnum og ali á hægri öfgum, kvenfyrirlitn- ingu og fordómum. Dæmi það hver fyrir sig hversu hættuleg- ur Kardimommubærinn er börnum en eitt er víst að mínar fyrstu minningar um Jóhönnu frænku eru akkúrat tengdar bænum sem kenndur er við kardimommur. Ég mun aldrei gleyma því þegar við mæðgur komum í heimsókn í Safamýrina til Jóhönnu afasystur minnar. Þá stóð ég við plötuspilarann og hlustaði á þetta skemmtilega leikrit. Í þá daga var ég ekki vön að fara í heimsóknir og fá að hlusta á barnaleikrit og því fékk ég aldrei nóg af því að standa yfir plötunni og hlusta aftur og aftur. Kannski var það Soffía frænka sem kenndi mér með sinni hrumu röddu og stjórnsemi að lífið bjóði ekki upp á nein vettlingatök og að það þýði víst lítið að kalla allt ömmu sína. Jóhanna frænka var hlý og góð kona svo ekki sé minnst á glæsileikann því hún var alltaf svo ótrúlega vel tilhöfð, falleg og létt í lund. Hún hafði ein- hvern veginn allt sem kona get- ur óskað sér, útgeislun, fallegt bros, fylgdist vel með öllu og öllum ásamt því að ná einhvern veginn að spyrjast fyrir um hag allra sem sneru að fjölskyldunni í hvert sinn sem leiðir okkar lágu saman sem mér finnst virkilega góður mannkostur og vert að tileinka sér. Þorvaldur, seinni maður hennar, og frændi minn í föðurætt, var einnig sá allra dásamlegasti. Rólegur og yfirvegaður með seiðandi rödd sem gerði það að verkum að manni fannst maður einhvern veginn vera óhultur í návist hans. „Sæl frænka“ eða „hvað segir hún Krumma litla gott?“ sagði hann oftast þegar við hitt- umst. Ég kunni að meta það. Þegar maður eldist þá byrja ömmur manns og afar að taka á sig mun manneskjulegri mynd, þ.e.a.s. þau breytast með ár- unum úr því að vera bara góða amma og góði afi í að vera per- sónur eða manneskjur og maður Jóhanna H. Cortes ✝ ÞórarinnRagnar Ás- geirsson fæddist í Reykjavík 2. des 1953. Hann lést á heimili sínu 3. nóv- ember 2014. Foreldrar hans voru Ásta Hally Nordgulen, fædd 12. september 1936, og Ásgeir Karlsson, fæddur 29. jan. 1932, dáinn 16. október 2012. Systkini Þórarins eru Erla María Ásgeirsdóttir, fædd 23. janúar 1955, maki Jón Ein- arsson, eiga þrjú uppkomin börn, Lúðvík Jóhann Ásgeirs- son, fæddur 31. janúar 1959, maki Guðrún Björg Berndsen, þau eiga þrjú uppkomin börn. Eiginkona Hildur S. Friðriks- riksson, fæddur 1. janúar 1950, maki Björk Georgsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn, Símon Friðriksson, fæddur 16. september 1953, maki Guðrún Hjálmarsdóttir, þau eiga þrjú uppkomin börn, Kristín H. Frið- riksdóttir, fædd 26. september 1962, maki Sigurður Þ. Sigurðs- son, þau eiga tvö börn, Ragn- heiður Friðriksdóttir, fædd 9. apríl 1966, maki Arnar Haukur Ottesen Arnarson, þau eiga tvö börn. Þórarinn fæddist í Reykjavík, bjó lengst af í Vesturbænum, hann gekk í Öldugötuskóla, Breiðagerðisskóla og lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholts- skóla. Þórarinn starfaði við ým- is störf, m.a. hjá Pósti og síma við lagningu á jarðsíma- strengjum, sem vörubílstjóri hjá Aðalbraut hf., sá um sölu á vara- hlutum í þungavinnuvélar hjá Heklu og síðan hjá Ljósbog- anum. Útför Þórarins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, kl. 13. dóttir, fædd 9. nóv- ember 1956. Börn Þórarins og Hildar eru Ásta Þórarins- dóttir, fædd 31. júlí 1976, barnsfaðir hennar Sigurður Geir Geirsson, börn þeirra eru Ásgeir Þór, fæddur 6. okt. 1996, Ragnar Freyr, fæddur 19. sept, 2005 og Brynjar Geir, fæddur 30. sept- ember 2007. Foreldrar Hildar eru Friðrik Friðriksson, fæddur 19. september 1930 og Sigríður Sumarliðadóttir, fædd 21. sept- ember 1931. Seinni eiginmaður Sigríðar var Guðbjörn Eiríkur Eiríksson, fæddur 16. sept- ember 1932, dáinn 14. júlí 2011. Systkini Hildar eru: Ársæll Frið- Elsku hjartans fallegi Tóti minn. Það er með trega og sorg í hjarta sem ég rita þessi orð þar sem þú elsku Tóti minn ert far- inn frá mér svo allt of fljótt. Við áttum eftir að gera svo ótal margt saman, sjá börn og barnabörn okkar vaxa úr grasi, ferðast og upplifa hluti sem okkur langaði til að gera. En því miður þá eru hlutirnir fljót- ir að breytast og við fáum engu ráðið. Þú varst einstaklega hand- laginn og gerðir svo til allt sjálfur, gerðir við bílana okkar, heimilistækin, byggðir húsið okkar frá grunni og svo mætti lengi telja. Þrjóskan þvældist svolítið fyrir þér, ef upp komu vandamál sem erfitt var að leysa þá gastu ekki hætt fyrr en lausnin var fundin enda gekkst þú aldrei frá ókláruðu verki. Síðasta ferðin okkar saman var sigling á Karabíska hafinu þegar þú varðst sextugur. Sú ferð er ógleymanleg í alla staði og verður hún ávallt í minni höfð. Þú hafðir sérstakt dálæti á því að ferðast og þá sérstak- lega til Ameríku og varð þá Flórída oft fyrir valinu. Þar naustu þín vel þegar farið var út að borða og þá sérstaklega á Tony Romas þar sem þú fékkst uppáhaldsrifin þín. Nánustu fjölskyldumeðlimir gáfu veit- ingastaðnum viðurnefnið Tóti Romas þar sem það ætti miklu betur við. Þó að hjörtu okkar slái ekki lengur í takt mun ég ávallt geyma í hjarta mínu fallega brosið þitt og allar þær fallegu minningar sem við áttum sam- an. Horfðu í augun á Jesú þegar þér finnst þú lítils virði, líður illa, ert umkomulaus, horfðu þá í augun á Jesú. Eftir því sem þú horfir lengur og dýpra, munt þú finna að þú ert elskaður af ómótstæðilegri ást. Þú munt finna hve óendanlega dýrmætur þú ert. Elskaður út af lífinu, elskaður af sjálfu lífinu. Elska þig að eilífu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hildur. Elsku pabbi minn, það er erf- itt að trúa því að þú sért farinn og ég geti ekki lengur hringt í þig og heyrt röddina þína. Þú varst alltaf sá sem ég gat leitað til, t.d. að líta á bílinn minn, gæta Ragnars og Brynjars eða skutlast eftir Ásgeiri fyrir mig. Hvað sem ég bað þig um, elsku pabbi minn, þá sagðir þú alltaf „já ég redda því“. Þú varst alltaf til í að hjálpa öllum í kring um þig eftir bestu getu og kunnir margt og varst eins og sagt er þúsundþjala- smiður. Ég hugsa oft um það þegar ég sagði mömmu frá því að ég væri orðin ófrísk og mamma kallaði þá til þín: „Dóttir þín er ófrísk, heyrðir þú það, Tóti?“ Þetta gladdi þitt hjarta mjög mikið. Og sex mánuðum síðar (6. október ’96) kom yndislegi sonur minn og þitt fyrsta afa- barn í heiminn. Fékk hann nafnið Ásgeir Þór sem er í höf- uðið á þér og afa. Þegar Ásgeir byrjaði að drekka úr pela varst þú fljótur að segja „ég skal gefa honum að drekka“ og þegar hann ropaði ekki hjá mér sagðir þú „hann ropar alltaf strax hjá mér“. Alltaf vildir þú taka Ás- geir í fangið þitt og veita hon- um ást og umhyggju. Mér verður hugsað til þess eitt skiptið þegar þú fórst með Ásgeir á leikskólann þegar hann var um þriggja ára gam- all. Þú kvaddir hann og gekkst út, snerir þér við til að vinka honum í gegnum gluggann og sást hann þá hágrátandi. Þú gast ekki í hjarta þínu skilið hann eftir. Þú snerir því við og sóttir drenginn og leyfðir hon- um að eyða deginum með þér. Við Siggi urðum fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu árið 2003 að missa fullburða dreng sem fékk nafnið Sigurður Geir, sem ég veit að þú gætir vel núna elsku pabbi minn. Eigum við Siggi líka þá Ragnar Frey og Brynjar Geir og öll nöfn drengjanna minna munu því tengjast þér allt þeirra líf. Pabbi minn, ég á margar góðar og ánægjulegar minning- ar um þig og ég verð ævinlega þakklát fyrir þær stundir sem við öll fjölskyldan áttum saman í Flórída 2006 og Ocean City 2012. Minningar um þær stund- ir munu ylja mér um hjartaræt- ur. Því miður þurftir þú að kveðja þetta líf alltof fljótt vegna veikinda þinna. Ég kveð þig nú elsku pabbi minn og veit að þú munt vaka yfir okkur. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þín dóttir, Ásta. Elsku pabbi minn, að hugsa sér að þetta sé virkilega raun- verulegt, að þú sért farinn frá okkur. Nú heyrir maður ekki í þér á hverjum degi og spyr hvernig þú hefur það, það er al- veg virkilega sárt. En nú veit ég hvernig þú hefur það, laus við þjáningar þínar og veikindi og kominn á betri stað. Þú munt ávallt vera risastór partur af mínu hjarta og mínum hug. Þú varst alltaf minn æðsti klettur og vildir allt fyrir mig gera. Betri pabba er ekki hægt að hugsa sér, né betri afa. Hann Brimar Darri er ennþá að leita að afa sínum þegar við komum í heimsókn til ömmu því hann sá ekki sólina fyrir þér ekki frekar en þú sást sólina fyrir honum. Ég lofa þér, pabbi, að ég hugsa eins vel um hann og þú hugsaðir um mig. Það er svo margt sem mig Þórarinn Ragnar Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.