Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 24
Hópurinn saman kom- inn á gólfæfingu í vik- unni og er búinn að stilla sér glæsilega upp. H ópfimleikar voru í sviðsljósinu á Evrópumótinu sem haldið var í Laugardalshöll um miðjan síðasta mánuð. Íslenska kvennaliðið sem hefur verið sigursælt síðustu ár náði þar silfrinu en Svíar sigruðu naumlega. Athygli vakti að ekkert íslenskt karlalið var mætt til leiks en blandað lið tók þátt. Nú verður breyting á þessu en Bjarni Gíslason er einn fjögurra þjálfara nýs karlaliðs í hópfimleikum sem stefnir hátt. „Eftir Evrópumótið nálg- uðust nokkrir strákar mig og spurðu hvað ég ætlaði að gera,“ segir Bjarni, sem hætti með kvennaliðið eftir keppnina. Hann varð var við mjög mikinn áhuga. „Þessi orka sem ég er búinn að vera að eyða síðustu ár í svona stór verkefni er ennþá til staðar, mig langaði bara til að breyta til. Ég talaði við fleiri stráka og spurði hvernig þeim litist á að við reyndum að starta einhverju og það var aldeilis áhugi fyrir því,“ segir Bjarni en í liðinu eru meðal annars strákar sem voru hættir en vildu byrja aftur til að taka þátt í þessu verkefni. Liðið æfir í Gerplu og er að megni til skip- að fimleikamönnum úr félaginu. Hann segir að nokkrir strákar úr Ármanni séu búnir að nálgast hann og einn sé byrjaður. Markmiðið er að safna saman bestu strákum landsins í einu liði. Stefna á Norðurlanda- og Evrópumót Þarna er ekki tjaldað til einnar nætur. Stefn- an er tekin á Norðurlandamótið 2015 og Evr- ópumótið 2016. Bjarni hefur sjálfur víðtæka reynslu bæði af keppnum á stórmótum og þjálfun en hann hefur raðað að sér titlum með kvennaliðinu. Þegar blaðamaður ræddi við hann í vikunni var liðið aðeins búið að æfa í viku. Æft er fimm sinnum í viku í þrjá klukkutíma í senn. Æfingarnar eru annars lend lið vita af því að þeir væru á leiðinni og ætli sér stóra hluti. „Fyrir mér er þetta tveggja ára pró- gramm. Við ætlum að reyna að fá sem flesta af þessum strákum til að fara á Evrópumótið 2016. Fyrst þarf áhuginn að koma og svo þurfa þeir að finna að þeim sé að fara fram. Það eru ótrúlegir hlutir búnir að gerast á einni viku.“ Á fyrstu æfingunni voru 16 strák- ar. „Það hafa aldrei mætt svona margir. Núna eru þeir orðnir 20 talsins,“ segir Bjarni en þeir hafa þó ekki enn allir mætt í einu. „Þetta eru þeir sem eru búnir að segjast fara alla leið inn í verkefnið.“ Fimleikafólk getur jafnan stundað hópfim- leika lengur en áhaldafimleika en í síðasta landsliði kvenna voru tvær af stelpunum 27 ára gamlar. Strákarnir í hópnum eru á breiðu aldursbili, 16 ára til 36 ára. „Sá elsti Guðjón Kristinn Ólafsson er úr frjálsum íþróttum, fór þaðan inn í fullorðinsfimleika og byrjaði fyrir tveimur árum að æfa. Hann gerði núna á æf- ingu í fyrsta skipti þrefalt heljarstökk með hálfri skrúfu sem er mjög erfitt stökk.“ Margir koma hinsvegar úr áhaldafim- leikum. „Í áhaldafimleikum ert þú að vinna sem einstaklingur að markmiði og í keppnum er öll ábyrgðin hjá þér. Í hópíþróttinni eru allir að stefna að sama markmiðinu og þá má enginn slaka á, því það á til að smita út frá sér. Ef þú gefur ekki allt þitt þá er hópurinn að tapa á því.“ Hann segir þurfa að vinna í þessu hugarfari strax og krakkarnir skipti yf- ir í hópfimleika. „Núna er orðið meira um það að krakkar velji hópfimleika um leið og þeir eru búnir að fara í gegnum ákveðið grunnstig. Það er þróunin í Gerplu,“ segir Bjarni. „Það er ennþá ekki nógu sterkur grunnur og ekki til nógu mörg unglingaklúbblið hjá strákunum. Það er líka markmiðið með að starta þessu núna og að hafa þetta stórt að eftir þessi tvö ár fari að koma upp fjórða og þriðja flokks lið hjá strákunum. Það myndi mér þykja mjög vænt um.“ Hann segir það hafa gert „allt fyrir íþrótt- ina“ að halda Evrópumótið hérlendis. Hann segir líka að þetta mót hafi verið miklu flott- ara en mótin sem hann hafi tekið þátt í. „Ég er búinn að keppa sjálfur á tveimur mótum og fara á þrjú mót með keppendur og þetta er langflottasta mótið.“ Auk þess að þjálfa fimleika er Bjarni á öðru ári í BS-námi í íþróttafræði við Háskól- ann í Reykjavík. Hann var í fimleikum í eitt ár sem barn um 10-11 ára. „Ég var einn af þessum krökkum sem voru úti um allt.“ Hann endaði í frjálsum íþróttum og var að lyfta og fór þaðan í Gerplu í fullorð- insfimleika og varð ofurseldur íþróttinni. Hann fór síðan að þjálfa fyrir hálfgerða til- viljun eftir að hafa fótbrotnað og þá varð ekki aftur snúið. Vill að þjálfunin verði ókeypis Bjarni stefnir hátt með nýja karlaliðið og leit- ar nú að styrktaraðilum. „Eins og í sumum íþróttum, aðallega boltaíþróttum, þegar þú ert kominn upp í meistaraflokk og jafnvel fyrr, þarftu ekki að borga til að æfa. Hjá okkur þurfa allir meistaraflokkar og þar með þetta lið að borga fyrir æfingar. Markmiðið hjá okkur er að útiloka þennan kostn- aðarhluta til að skapa ennþá betra æfingaum- hverfi og hvetja til þátttöku.“ Þeir sem vilja sjá meira af liðinu er bent á á Instagram þar sem liðið er skráð undir @gerplamensteam og ennfremur er mynd- band og fleira á fésbókarsíðu Fimleika- sambands Íslands. EVRÓPUMÓTIÐ STÓREFLDI ÁHUGA Á HÓPFIMLEIKUM HÉRLENDIS Nýtt karlalið í hópfimleikum BJARNI GÍSLASON, FYRRVERANDI ÞJÁLFARI ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐSINS Í HÓPFIMLEIKUM, LEIÐIR GLÆNÝTT KARLALIÐ Í HÓPFIMLEIKUM SEM STEFNIR HÁTT. ÍSLENSKT KARLALIÐ TÓK EKKI ÞÁTT Í EM Í LAUGARDALSHÖLLINNI EN ÞETTA LIÐ STEFNIR Á AÐ LÁTA TIL SÍN TAKA Á KOMANDI MÓTUM. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Bjarni Gíslason er sigursæll þjálfari. vegar stökkæfingar og hins vegar blandaðar æfingar af gólfæfingum og stökki. Það eru þrír stökkþjálfarar að þjálfa liðið en auk Bjarna eru það eru Þórarinn Reynir Val- geirsson og Kristinn Guðlaugsson en Yrsa Ív- arsdóttir er dansþjálfari. Til viðbótar er ein af þessum fimm æfingum svokölluð „power tumbling“-stökkæfing en Daninn Daniel Bay Jensen sér um hana. Það er í raun sérstök íþrótt, sem hann stefnir á að innleiða hér- lendis og hefur verið vinsæl í Danmörku. Hugmyndin er síðan að bæta inn ólympískum lyftingum þegar líður á og mun Lárus Páll Pálsson formaður Lyftingasambands Íslands sjá um þjálfunina. Hópfimleikarnir hafa verið sterkastir í Gerplu og þá aðallega hjá stelpunum, karlalið hafa þó keppt nokkrum sinnum á síðustu ár- um en ekki með sama undirbúningi, framtíð- arsýn og liðsstyrk og nú. „Markmiðið okkar núna er að byggja upp flott umhverfi til að æfa í og við erum að leggja mikinn metnað í þennan ramma,“ segir hann en liðið bjó til myndband og setti á YouTube af fyrstu æf- ingunni. Það var á ensku til þess að láta er- 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014 Heilsa og hreyfing Brasilíuhnetur eru mjög næringarríkar og því gott og hollt snarl. Það er samt mikilvægt að borða ekki mikið af þeim því þær eru sérstaklega fituríkar. Þær innihalda mikið af seleníum sem er gott fyrir skjaldkirtilinn. Þá er nóg að borða 3-4 á dag. Brasilíuhnetur eru einar af þess- um hnetum sem eru alls ekki hnetur heldur fræ rétt eins og furuhnetur. Hollt snarl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.