Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 38
uðu á ferð sinni um mannslíkam- ann. „Við spyrjum þær: Hey, hvað sástu? Fannstu krabbamein? Sástu eitthvað sem gefur hjartaáfall til kynna? Sástu of mikið natríum?“ Arðbær markaður Nanóeindirnar eru nýjasta G oogle vinnur nú að því að þróa pillu úr nanóflög- um sem getur greint krabbamein, yfirvofandi hjartaáföll og aðra kvilla áður en þeir verða að vandamálum. Hug- myndin er að pillan verði segul- mögnuð og jafnframt að hún verði um 10.000 sinnum minni en breidd hárs á höfði. Pillan mun innihalda mótefni eða prótín sem geta greint tilteknar sameindir innan mannslíkamans, þá sérstaklega þær sem gefa til kynna krabbamein á upphafsstigum eða yfirvofandi hjartaáfall. „Hugmyndin er í grunninn frekar einföld; þú gleypir bara pilluna með nanóflög- unum. Á henni verða svo tiltekin prótín eða mótefni sem geta fundið aðrar sameindir,“ sagði Andrew Conrad, yfirmaður hjá Google í rannsóknardeild X, á ráðstefnu í Kaliforníu í vikunni. „Pillan ferðast um líkama þinn og vegna þess að hún verður segulmögnuð verður alltaf hægt að kalla hana fram á til- tekna staði og spyrja hana hrein- lega hvað hún sá.“ Lausnir sem minna á vísindaskáldskap Google X er að hluta til leynileg deild innan fyrirtækisins þar sem leitast er við að tífalda möguleika tækninnar og finna lausnir sem minna á vísindaskáldskap við vandamálum. Deildin var sett á laggir árið 2010 þegar Google hóf að þróa sjálfakandi bifreiðir. Conrad notaði jafnframt þá myndlíkingu að pillurnar yrðu ekki ólíkar því að senda þúsundir lækna inn á meðal fólksins í stórri borg til að kanna hvað færi fram innra með því. Núverandi ástand væri fremur líkt og að einn læknir yrði sendur í þyrlu til að skima yfir heila borg til að reyna að átta sig á því hvað væri að hrjá fólkið. „Ef þú skoðar á þér úlnliðinn þá sérðu greinilega æðar á yfirborðinu. Aðeins með því að setja segul þar geturðu fangað nanóeindirnar.“ Conrad bætti við að lítið tæki á borð við snjallúr væri hægt að nota til þess að lesa úr þeim upplýsingum sem eindirnar öfl- framtak Google á hinum arðbæra heilsumarkaði, sem getur numið 10% af hagkerfum þróaðra ríkja. Svo dæmi sé tekið fara um 100 milljarðar punda í breska heilbrigð- iskerfið á ári hverju. Framtak Google byggist á þeirri viðleitni að læknisfræði skuli vera forvirk og beita eigi tækninýjungum til þess að greina vísbendingar um heilsuvandamál áður en þau raungerast. Hefð- bundin læknisfræði hef- ur fremur byggst á því að bregðast við til- teknum vandamálum þegar þau eru kom- in fram og sjúkling- urinn hefur séð ástæðu til að bóka tíma hjá lækni vegna einkenna sem hann finnur fyrir. Conrad tók jafnframt sérstaklega fram að Google myndi ekki halda utan um framkvæmdina þegar tæknin færi í almenna notkun. Stór- fyrirtækið myndi því ekki hafa að- gang að þeim upplýsingum sem nanóeindirnar öfluðu. Það yrðu læknar sjúklinga, spítalar og aðrar heilbrgðisstofnanir sem myndu sjá um að hrinda tækninni í fram- kvæmd. Vinnan er ennþá á upphafs- stigum. Google veit ekki ennþá hversu margar nanóeindir þarf til þess að gera kerfið skilvirkt og verður jafnframt að húða pillurnar á tiltekinn hátt svo þær geti bund- ist frumum og greint vandamál. Áform fyrirtækisins á þessu sviði hafa verið gerð opinber í ljósi þess að Google leitar nú samstarfsfélaga til þess að halda framrás tækninnar áfram. Google-pilla greini kvilla ÝMIS VERKEFNI NETRISANS GOOGLE MINNA Á VÍSINDASKÁLDSKAP. NÝJASTA HUGMYNDIN ÞAR Á BÆ ER AÐ HANNA NANÓFLÖGUPILLU SEM GETUR FERÐAST UM MANNSLÍKAMANN OG GREINT KVILLA ÁÐUR EN ÞEIR VERÐA AÐ VANDAMÁLUM. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Google sér fyrir sér að spítalar og hjúkrunarfólk muni hafa yfirumsjón með framkvæmd þess að greina upplýsingarnar. Morgunblaðið/Kristinn 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014 Græjur og tækni Samgöngukerfi Lundúna er þekkt fyrir umfang sitt og skilvirkni. Fleiri og fleiri strætisvagnar í borg- inni eru nú búnir hybrid-vélum en til stendur að gera þá að fullu rafknúna. Einn möguleiki sem nú er til skoðunar er að hægt verði að hlaða vagnana þráðlaust á sérstökum snertiflötum við enda- stöðvar þeirra á svipaðan hátt og rafmagns- tannburstar eru hlaðnir. Strætisvagnar hlaðnir þráðlaust Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Aust- urlands laugardaginn 8. nóv- ember. Í ár markar þessi dagur tímamót í menntunar- og nýsköp- unarsögu Austurlands því „Fab Lab Austurland“ – stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til alla skapaða hluti – verður formlega opnuð. Þetta er í annað sinn sem Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum saman og skipuleggja dag sem vekur at- hygli á fjölbreyttum, heillandi og áhugaverðum viðfangsefnum í iðn- aði, tækni og raunvísindum í fjórðungnum. Í tilkynningu segir að Tækni- dagurinn í fyrravor hafi tekist með eindæmum vel en um fimm hundruð manns heimsóttu skólann og óhætt að segja að mörgum hafi komið á óvart hversu spenn- andi starfstækifæri eru í boði fyrir ungt fólk sem ákveður að leggja fyrir sig iðn-, tækni- og/ eða vísindanám. Eitt meginmark- miðið með Tæknidegi fjölskyld- unnar er einmitt að vekja athygli á mikilvægi slíkrar menntunar fyrir samfélagið. Tæknidagurinn á Austurlandi STAFRÆN SMIÐJA MEÐ TÆKJUM OG TÓLUM TIL AÐ BÚA TIL ALLA SKAPAÐA HLUTI SETT Á LAGGIR. Ungir sem aldnir geta kynnt sér margvíslegar tækninýjungar fyrir austan. Örbylgjuofninn er staðalbúnaður á mörgum heimilum og hefur verið um hríð. Flestir kannast við notalegt suð í slíkum ofni á meðan vaxandi popppoki tekur á sig mynd á hringskífunni í miðju hans. Þessi merka uppfinning leit hins vegar dagsins ljós fyrir slysni. Árið 1945 var Percy Spencer að vinna að þróun radartækni fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið þegar hann veitti því athygli að súkkulaðistykki í vasa hans hafði bráðnað. Hann hóf þá að gera ýmsar tilraunir, þar á meðal með poppmaís, og eins og Kaninn segir: the rest is history. Af öðrum merkum uppfinningum sem óvart komu fram má nefna hinn stórmerka Post-It-miða. Skapari hans, Spencer Silver, hafði ætlað sér að skapa ofursterkt lím en endaði á að búa til veikt skammtímalím. Í fyrstu taldi hann sig hafa uppgötvað „lausn án vandamáls“. ÓVILJANDI UPPFINNINGAR Fann óvart upp örbylgjuofninn Sjálfkeyrandi bílar eru hluti af framtíðarsýn Google.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.