Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Qupperneq 43
GK Reykjavík 38.900 kr. Töff leðurbuxur frá merkinu Six Ames. GS Skór 21.995 kr. Svartir strigaskór frá New Balance. Vila 8.990 kr. Kolsvartar leggings sem hægt er að para saman við nánast allt. Tískudrottningin og rit- stjóri CR fashion Book Carine Roitfeld klæðist gjarnan svörtu. Fallegur kjóll frá Isabel Mar- ant veturinn 2014/2015. 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 V ík Prjónsdóttir, sem samanstendur af þeim, Brynhildi Páls- dóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sig- urþórsdóttur, hefur síðastliðin 10 ár framleitt vörur úr ís- lenskri ull og með íslenskum framleiðendum og leggur ríka áherslu á gæði vörunnar og framleiðslu. Nú hefur Vík hafið framleiðslu á húfum úr 100% enskri ull og fer framleiðslan fram í lítilli fjölskyldurekinni verk- smiðju í Thüringen í Þýskalandi. „Ég heimsótti litla verksmiðju í Thüringen í Þýska- landi, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1871 og hefur þróast vel með tækninni. Þau eru lengi búin að framleiða svokallaðar sjómannapeysur og húfur og framleiðslan er virkilega vönduð. Þarna kom akkúrat tækifærið til þess að prufa að framleiða er- lendis. Við tókum því þessar húfur sem þau höfðu verið að framleiða lengi og breyttum þeim aðeins og gerðum þær að okkar,“ útskýrir Brynhildur Pálsdóttir. Brynhildur segir að fólk sem býr svona norðanlega eins og á Ís- landi noti ullina allan ársins hring. „Við erum stundum spurðar að því hvort að við sérum að fara að gera sumarvörur en svona ullarhúfa er alveg eins góð þegar þú ert að ferðast um landið á sumrin eins og á veturna. Við þurfum alltaf húfu. Okkur langaði því að leika okkur með hugtakið „Artic Sun Hat“ því þetta er í raun sólhatturinn fyrir norð- urhjara veraldar.“ Hugmyndin kviknaði þegar hönnuðirnir fóru að velta fyrir sér norðrinu og litunum í sólarlaginu. „Við erum í raun að gera vetrarflík að sumarflík. Minna okkur á sólina, hitann og hlýjuna á dimmasta tímanum. Við erum að færa sólina aftur yfir í myrkr- ið,“ bætir Brynhildur við að lokum. Húfurnar fást í verslununum Spark, Mýrinni og Aurum. VINNA MEÐ LITINA Í SÓLARLAGINU Sólhattur fyrir norður- hjara veraldar ARTCTIC SUN HAT ERU NÝJAR, LITRÍKAR HÚFUR FRÁ HÖNNUNARÞRÍEYKINU VÍK PRJÓNSDÓTTUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vík Prjónsdóttur skipa þær Brynhildur Pálsdóttir, Guð- finna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Morgunblaðið/Ernir Húfurnar eru innblásnar af lit- um sólarlagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.