Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Side 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Side 55
Þarna þarf að lesa um nokkur orðanna í skýringunum neðanmáls í bókinni en þetta er svo lifandi mynd, ekki bara sjónskynjun, heldur hljóð og hreyfing. Svona hafa þessi kvæði orðið til og varðveist, miklar sögur í mjög samþjöppuðu formi. Kvæði geta verið um 50 vísur en það má líkja þeim við leikrit eftir Shakespeare eða grískan harmleik.“ – Þú finnur glögglega fyrir skáldinu? „Svo sannarlega. Hvort sem eitt skáld skapaði upprunalega allt saman eða þetta hefur einhvern veginn þjappast saman og kristallast í meðförum. Við megum ekki halda að einhver snillingur hafi skapað kvæðið og það síðan eingöngu spillst á leið- inni á bókfellið, af því menn hafi smám sam- an gleymt og misskilið, eins og gengur, en líka hafa verið kvæðamenn sem höfðu skýra sýn og svo mikið vald á stíl og öðru að hugsast getur að þeir hafi bætt eitthvað í kvæðunum. Um þetta getum við ekki vitað en ekki er hægt að stilla sig um að velta fyrir sér forsögu kvæðanna í munnlegri geymd áður en þau voru fest á bókfell. “ Fornleg eða ungleg? „Eldri fræðimenn eins og Finnur Jónsson sögðu gjarnan að tiltekin kvæði væru til að mynda frá seinni hluta níundu aldar en menn eru horfnir frá slíkri nákvæmni. Sum- ir segja að ekki þýði að hugsa um aldurinn en mér finnst að hægt sé að segja að kvæð- in séu fornleg eða ungleg. Það reynir maður að ráða af stílnum og andanum í kvæðinu, enginn er ginntur til að trúa því en það má velta þessu fyrir sér. Það skiptir vissulega máli í hvers konar samfélagi kvæðin urðu til. Ef það voru kristnir menn á 12. eða 13. öld sem ortu, þá finnst manni að þetta hljóti að hafa verið eldgömul hefð sem þeir voru að vinna með, og auðvitað skilja á sinn hátt. Eftir sem áður væru kvæðin ekki svona djúp og stórbrotin ef ekki væru þessar djúpu rætur undir þeim.“ Varðandi tímasetninguna, hvenær Eddu- kvæðin urðu til, segir Vésteinn Völuspá vera sérstaklega spennandi. „Ólíkar kenningar eru um það og margir hallast að þeirri skoðun sem Sigurður Nor- dal rökstuddi vel í áhrifamikilli bók sinni, að Völuspá hafi nálægt árinu 1000 fengið nokk- urn veginn þá mynd sem við sjáum í Kon- ungsbók Eddukvæða. Skáldið hafi þá staðið á mótum tveggja heima, vitað af kristni en orðið gagntekinn af þessum heiðnu trúar- hugmyndum sem ungur maður, karl eða kona. Ef við tökum þetta gilt þá má hugsa sér að eitthvað hafi breyst í meðförum manna, til að mynda vísur sem lýsa synd og refsingu og minna á kristnar bókmenntir, þær gætu hafa verið ortar inn í verkið seinna. Aðrir draga þá ályktun að allt kvæð- ið sé ort af kristnum guðfræðingi á 12. öld en ég hallast ekki að þeirri skoðun. Þótt ekki sé hægt að sanna neitt verða menn að velja sér stað til að öðlast persónulegan skilning á kvæðunum, ekki bara fræðimen heldur líka aðrir lesendur sem vilja gera þau að sínum.“ Hinum fornu kvæðum er skipt í Eddu- kvæði og dróttkvæði og Vésteinn segir alls ekki vera einhlíta skiptingu þar á milli. „Eddukvæði hafa löngum verið skilgreind út frá Konungsbók Eddukvæða,“ segir hann. „Síðan eru nokkur önnur kvæði augljóslega skyld kvæðunum í henni, einhver hafa verið tekin inn í Eddukvæðaútgáfur og við höfum líka tekið inn nokkur þeirra. Í fornaldarsög- unum er heilmikið af kveðskap með Eddu- háttum, oft brot úr kvæðum en stundum heilleg kvæði, og eitt af okkar kvæðum er þannig til komið, Hlöðskviða, sem er býsna brotakennd. Það mætti að mínum dómi al- veg gefa út þriðja bindi Eddukvæða með þeim kvæðum. En við Jónas vorum full- gamlir til að leggja í að bæta við nýjum kvæðum,“ segir hann og brosir. Véstein segir síðan að lokum: „Í Eddu- kvæðunum eigum við Íslendingar einstakan fjársjóð. Við eigum hann auðvitað með öðr- um, því að Eddukvæðin eru heims- bókmenntir, en þau standa okkur næst, af því að tungutak þeirra er svo nálægt okkur. Þennan fjársjóð þurfum við að leggja rækt við svo að nýjar kynslóðir geti notið hans og ávaxtað í nýjum listaverkum. Ég vona að út- gáfan okkar geti átt sinn þátt í því, og það veit ég að Jónas vonaði líka.“ Morgunblaðið/Einar Falur Jónas Kristjánsson gaf Eddukvæðin út ásamt Vésteini, gekk frá textanum og samdi skýringar. Morgunblaðið/Frikki Blað úr Konungs- bók Eddukvæða sem sýnir Hym- iskviðu, vísur 4 til 21. Neðanmáls hefur sálma- skáldið Hall- grímur Pétursson ritað: „Fallega fer þier enn Ord- snillinn og Mier skrifftinn Ja Ja“. * … Eddukvæðin eruheimsbókmenntir, enþau standa okkur næst, af því að tungutak þeirra er svo nálægt okkur. 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.