Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 2
Eruð þið spenntar fyrir jólasýningunni? Heldur betur. Undirbúningur er hafinn fyrir löngu svo það er kærkomið að fleiri en við séu loks komnir í jólaskap. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? Vá það er svo margt. Hrefnu finnst aðdragandinn bestur. Aðventan, því þá ríkir svo einstök stemning. Fólk er svo opið og brosandi kátt. Hefðirnar eru svo sterkar og gaman að taka upp og skreyta með hlut- um sem fylgja margar dýrmætar minningar. Svo er Hrefna líka fædd í jólamánuðinum þannig að hún er svaka jólastelpa. Hjá Lindu og líka Hrefnu hefur desem- ber verið mikill vinnumánuður en þá fáum við að hitta enda- laust frábæra krakka og fjölskyldur þeirra. Það skemmtileg- asta við jólamánuðinn er að eiga börn og upplifa jólin með þeim. Strákarnir mínir eru miklir jólakarlar og elska jólasvein- ana og smákökurnar hennar ömmu. Linda er líka mikil áramóta- stelpa fædd á nýársdag þannig að það er eintóm gleði framundan. Mega allir krakkar á öllum aldri koma og sjá Skoppu og Skrítlu? Svo sannarlega er allur aldur velkominn. Við fáum mikið af eldri systk- inum og þau skemmta sér ekki síður en þau yngri. En þannig eru ein- mitt jólin. Kærleikur og gleði, og þá skiptir aldur ekki máli. Svo finnst þeim eldri líka svo sérstaklega gaman að sjá öll börnin sem eru að leika í sýningunni. En það eru 25 dansandi, leikandi og syngjandi börn sem skipta með sér hlutverkum í sýningunni. Lofið þið frábærri sýningu í ár? Ó já, við lofum því að senda leikhúsgesti út með jólagleði í hjarta. Þessi sýning sló alveg í gegn í fyrra. Sýndum 39 sýningar fyrir fullu húsi á ein- um og hálfum mánuði. Við höfum þá trú að litlu vinir okkar og vinkonur vilji koma aftur og upplifa leikhústöfrana á aðventunni. Vonandi að það verði ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum. Hvað er svo á döfinni hjá Skoppu og Skrítlu? Við erum nýorðnar 10 ára. Héldum upp á það með pomp og prakt í Húsdýragarðinum sl. sumar. Veglegt og dýrmætt ár að baki. Við von- umst til að Skoppa og Skrítla eigi eftir að lenda í fleiri ævintýrum á komandi ári hérlendis og erlendis. Morgunblaðið/Golli Skemmtileg- asta við jóla- mánuðinn eru börnin Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Svar: Já, ég kveiki á aðventukerti og ein- hvern tímann á aðventunni förum við fjöl- skyldan í leikhús. Ég útbý alltaf nýjan krans fyrir hverja aðventu. Salóme Halldórsdóttir. Svar: Já, ég kveiki á kerti fyrsta í aðventu og er alltaf með sama kransinn og er búinn að vera með hann í mörg, mörg ár. Óskar Gunnar Óskarsson. Svar: Ég er með kerti allt haustið en ég kveiki samt líka alltaf á sérstöku aðventu- kerti. Ég er með krans úr járni sem ég skreyti samt alltaf upp á nýtt. María Birna Þórarinsdóttir. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar: Já, ég kveiki á aðventukerti. Í grunninn er kransinn sá sami, sama grindin, en ég skreyti hann alltaf á nýjan hátt. Í ár er hann rauður og hvítur. Edda María Kjartansdóttir. Morgunblaðið/Þórður SPURNING DAGSINS KVEIKIR ÞÚ Á AÐVENTUKERTI UM HELGINA? Starf dýralæknisins er mun fjölbreyttara en blasir við í fyrstu. Þetta segja dýra- læknarnir Charlotta Oddsdóttir og Guðbjörg Þorvarðardóttir sem sitja í stjórn Dýralæknafélags Ís- lands. 52 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Golli Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir og Jón Lax- dal hafa í áratug stundað myndlistarbúskap í Freyjulundi, gömlu félags- heimili skammt norðan Akureyrar. Þar er hefð fyrir markaði á aðventu þar sem jólakötturinn er í aðalhlutverki. Landið og miðin 12 Baltasar Kormákur er með af- brigðum skarpur og samferða- fólk hans þarf að hafa bein í nefinu. Þetta segir Gunn- laugur stjörnuspek- ingur í stjörnukorti vik- unnar þar sem farið er yfir vitsmuni, grunneðli og tilfinningalíf leikstjór- ans og honum veitt góð ráð inn í framtíðina. Stjörnukortið 44 Leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir heldur mikið upp á sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren og hennar verk. Bókin Á Saltk- ráku er í sérstökum metum hjá leikkonunni sem og sag- an af sjálfri Ronju ræningja- dóttur. Sem krakki las hún sínar uppáhaldsbækur þar til þær duttu í sundur. Bækur 58 Hrefna B. Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir, gjarnan þekktar sem Skoppa og Skrítla, hafa í nógu að snúast þessa dagana en jólasýning Skoppu og Skrítlu hefst í Borgarleikhúsinu nú um helgina. Þær hafa skemmt og glatt börn um allt land og víðar um heim í áratug en í sumar fögnuðu þær 10 ára afmæli sínu. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR SITUR FYRIR SVÖRUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.