Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 * Ég var orðinn landsliðsmaður í lygi áður enég var kominn í úrvalslið fíklanna.Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í pistli í vikunni.Landið og miðinSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Þetta byrjaði allt með jólakett-inum. Það var í Listagilinuá Akureyri árið 2000, þegar Aðalheiður hélt fyrsta jólamarkað- inn í Kompunni; litlu herbergi, sem var gallerí inni í vinnustofunni hennar. Hugmyndin þróaðist og síðan fjölskyldan flutti í Freyju- lund í Hörgársveit hefur alltaf ver- ið opið hús um helgar á aðvent- unni; heitt á könnunni og listaverk til sölu. „Ég byrjaði á þessu vegna áskorana frá vinum og velunn- urum, fólki sem vildi hafa mögu- leika á að kaupa lítil listaverk af okkur til jólagjafa,“ segir Aðal- heiður þegar Morgunblaðið kom í heimsókn í Freyjulund á dimm- bláum morgni í vikunni. Hún var nýgengin til liðs við Dieter Roth-akademíuna, samtök listamanna sem stofnuð voru til minningar um þann svissneska listamann og Íslandsvin, „til að halda í heiðri hugsjónir hans og hugmyndir um listina. Hann hafði þá skoðun að allir listamenn ættu að gera lítil verk svo að allur al- menningur hefði tök á því að kaupa list; ekki ætti bara að fram- leiða stór verk sem þeir efnameiri hefðu efni á að kaupa. Hann kallaði litlu verkin veggjakonfekt! Það var meðal annars þess vegna sem ég fór út í að gera þetta.“ Aðalheiður er þekkt fyrir tré- listaverkin og kötturinn illræmdi varð einmitt til vegna þess að hún sat uppi með fullt borð af trékubb- um þegar leið að jólum. „Þegar ég leit á borðið einn daginn sá ég fullt af jólaköttum gægjast upp úr spýtnahrúgunni! Kubbarnir voru afskornir innrömmunarlistar og litu út eins og kattaloppur …“ Jólakötturinn hefur síðan verið uppistaðan á jólamarkaði Aðal- heiðar en fleira bæst við með hverju árinu. Kötturinn er heldur aldrei eins; hefur vaxið og dafnað og nú hvæst (og hugsanlega étið óþæg börn) í fjórtán ár. Sumir kaupa einn á ári og eiga allt katta- safnið. Aðalheiður og Jón opna heimili sitt og vinnustofur alla laugar- og sunnudaga fram að jólum á milli klukkan tvö og sex. Að auki er ætíð opið hús í Freyjulundi á Þor- láksmessu, kaffi og meððí í boði um leið og fjölskyldan leggur loka- HÖRGÁRSVEIT Veggjakon- fekt á jólum AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR OG JÓN LAXDAL HAFA Í ÁRATUG STUNDAÐ MYNDLISTARBÚSKAP Í FREYJULUNDI, GÖMLU FÉLAGSHEIMILI SKAMMT NORÐAN AKUREYRAR. ÞAR ER KOMIN HEFÐ FYRIR JÓLAMARKAÐI Á AÐVENTU. Aðalheiðar og þessi vinalega, gamla kona eru ánægðar í Hörgársveitinni, fjarri Akureyrabæ en þó mjög stutt frá. Tíu mínútna keyrsla er þaðan í Freyjulund. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamli samkomusalurinn er vinnustofa Aðalheiðar en Jón vinnur á uppi svið- inu. „Hann er á leiksviðinu en ég á dansgólfinu,“ sagði Alla við blaðamann. Bústofninn í Freyjulundi er einn hani og fimm hænur. Haninn og fyrsta hænan, sem Jóni voru gefin í sextugsafmælisgjöf, voru nefnd Jan og Henrietta, í höfuð listamannsins Jan Voss og Henriettu konu hans. „Jan sýndi hjá mér í Kompunni á Akureyri; þrjár pissuskálar fyrir karla og þrjár lifandi hænur; þannig var minning hans úr frystihúsinu á Flatey á Breiðafirði þar sem hænur verptu í pissuskálar. Jan var gesta- listamaður í eynni þegar hann var ungur,“ segir Aðalheiður. Að sýningu lokinni gaf Jan lista- konunni hænurnar, þær voru send- ar í sveit því Freyjulundur var ekki tilbúinn, en drápust áður en fjöl- skyldan flutti. „Hér byggðum við hænsnakofa við húshornið og end- urgerðum sýninguna úr Kompunni, með hænum og pissuskálum!“ Hænan Henrietta lagði upp laup- ana í fyrra: „gekk út og dó en nú eigum við Kötlu, Marsilíu, Arnfinnu, Oddnýju og Kristjönu ásamt Jan. Mamma Jóns hét Oddný, mamma heitir Arnfinna og Kristjana er kon- an sem lét okkur hafa hænurnar. Jan og Henrietta búa í Rauða hverfinu í Amsterdam og til að halda hita á hænunum er rauð hita- pera í kofanum. Hann er sannkallað pútnahús í anda Rauða hverfisins!“ Pútnahús í rauðu hverfi UM ALLT LAND HRÚTAFJÖRÐUR Sveitarfélagið Húnaþing vestra tekur alfarið við umsjón og rekstri Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Það var ákveðið á dögunum a Húnaþin veitarfélagið Skagaströnd ÖLFUS Beinagrindur af kindum fundust við Ga vera létt fyrir þann sem þarf að losa stað í stað þess að hen skipulags- og bygging gámasvæðið sé op k FJARÐABYGGÐ Smári Geirsson, fv. forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, vinnur að ritun sögu Fáskrúðsfjarðar. Einna mest hefur verið skrifað um Mjóafjörð, afVilhjálmi heitnum Hjálmarssyni og töluvert um önnur sveitarfélag sem nú tilheyra Fjarðabyggð, nema hvað saga Stöðvarfjarðar hefur ekki verið rituð. Framlag til Sögu Fáskrúðsfjarðar er tryggt næstu tvö árin. K Hr ák sto um hit s á næsta fundi hreppsnefnda Framkvæmdastjóra veitun að ganga frá málinu fyrir þ fundi verður kosin stjórn ÍSAFJÖRÐUR Kómed á Ísafirð hafið æ leikriti Ásmun m er að r k byggða vinsælustu Íslendingasögu öfundur og leikari verksins er Elfa Logi Hannesson en leikstjórn er í höndum Víkings Kristjánssonar le BB segir frá. „Íslendingasö hafa heillað frá því ég var Grettissaga er bara helvít áskorun að fást við hana,“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.