Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 19
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Jón Svavar Jósefsson, óperusöngvari, raddgerfill, kórstjóri og almennur brjálæðingur eins og hann segir sjálfur er ávallt hress og kátur. Jón Svavar og spúsa hans Brynja Guðrún Ei- ríksdóttir eiga saman dótturina Hugrúnu Jöru sem er tveggja og hálfs árs og fyrir á Brynja Guðrún drengina Árna Steina, fimm ára, og Sigurð Hrafn, níu ára. Það er því mikið fjör og mikið gaman á heimilinu. Þátturinn sem allir geta horft á? Ætli allir nái ekki á einhverjum tímapunkti að horfa á Stundina okkar, en Orðbragð hentar kannski hin- um eldri. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Ef spurningin er borin upp er aðeins eitt svar: Kjötbollur með brúnni. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst skemmtilegast að fara í Kola- portið eða skreppa í fjöruferð. Borðið þið morgunmat saman? Vegna aðstæðna náum við ekki sama róli virka daga en gjarnan eru veglegir morgunverðir um helgar, með mörgu tilheyrandi. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við grínumst saman eða kveðum rímur. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Jón Svavar Jósefsson Gaman að grínast saman eða kveða rímur Hvar og hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 11-16 við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk. Nánar: Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn hátíðlegur um helgina. Barnastund verður kl. 14 báða dagana þar sem rithöfundur les fyrir börnin. Auk þess kemur jólasveinn í heimsókn. Jólasveinar á jólamarkaði Lilli klifurmús Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir H eitt kakó og smákökur gera föndurgerðina enn skemmtilegri og ekki skemmir fyrir ef ljúfum jólatónum er skellt á fóninn. Jóla- snjókarlana er einfalt að búa til og þeir eru fallegt jólaskraut sem börnin geta búið til sjálf. Sköp- unargleði þeirra fær útrás og að auki njótum við þess að eiga nota- lega stund saman. Jólasnjókarlar Það sem þarf til 2 hvítur A4 pappi. 1 svartur A4 pappi hvers kyns band eða þráður, má vera hvernig sem er á litinn en t.d. er hægt að fá hvítt og rautt, rönd- ótt snæri í IKEA fyrir 790 kr. Það er jólalegt og hægt að nýta afgang- inn í að skreyta jólapakka. svartur vaxlitur appelsínugulur vaxlitur límstifti skæri Aðferð Þegar hringirnir eru búnir til, hafið gott bil á milli þeirra. Fyrsti hringurinn þarf að vera 15 cm í þvermál. Annar hringurinn þarf að vera 10 cm í þvermál og sá þriðji 5 cm í þvermál. Snjallt er að leggja hvítu blöðin saman og klippa út á sama tíma. En það er líka ágætt fyrir börnin að æfa sig og klippa út síðari hringina með því að leggja útklipptu hringina á blað og strika eftir hringinn með blýanti. Teiknið með vaxlitnum svört augu og munn og appelsínugult nef á minnsta hringinn. Þrjá svarta hnappa á miðjuhringinn. Næst er hatturinn og hendur búnar til. Teiknið rétthyrning á svarta blaðið sem er 6 cm á hæð og 7,5 cm á breidd. Hatturinn er 5 cm á hæð og derið er 1 cm, eins og sést á mynd. Hendurnar ættu þá að myndast sitthvorum megin, hvor um sig 1,5 cm á breidd og 5 cm á hæð. Klippið þetta út. Leggið útklipptu hlutina á borð og raðið þeim á réttan stað. Gott er að líma saman hringina þrjá, raða þeim aðeins hverjum ofan á annan, til að skrautið haldist betur. Límið síðan hendurnar á miðju- hringinn að aftan en hattinn á efsta hringinn að framan. Því næst er snærið límt vel við snjókúlurnar þrjár og látið þorna. Endurtakið með seinni snjókarlinn. Klippið út svartan bút til að halda snjókörlunum hangandi hlið við hlið. Búturinn þarf að vera 30 cm á lengd og 5 cm á hæð. Límið snærið á sitthvorn endann. Einnig er gott að hefta snærið fast við. Bindið saman hnút fyrir ofan og hengið upp! HEIMATILBÚIÐ JÓLASKRAUT Föndrað fyrir fyrsta í aðventu Krúttlegir jólasnjókarlar eru tilvalið skraut í barnaherbergið, sérstaklega skemmtilegt er þegar þeir eru heimatilbúnir. Getty Images/iStockphoto JÓLASKRAUTIÐ ÞARF EKKI ENDILEGA AÐ KAUPA ALLT TILBÚIÐ ÚTI Í BÚÐ. HEIMATILBÚIÐ FÖNDUR SEM BÖRNIN DUNDA SÉR VIÐ AÐ SKAPA GERIR JÓLASKRAUTIÐ PER- SÓNULEGRA OG EINFALDLEGA JÓLALEGRA. HVAÐ ER SKEMMTILEGRA EN AÐ FÖNDRA MEÐ BÖRNUM SÍNUM? Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Framhlið snjókarlsins. Jólaskrautið tilbúið. Stykkið sem heldur snjókörlunum uppi. Snjókúlurnar fyrir snjókarlinn. Hattur og hendur. Bakhlið snjókarlsins. Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.