Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 25
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
F
rjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guð-
mundsdóttir gekk nýverið til liðs við FH
frá ÍR. Hún setur stefnuna á EM 22 ára
og yngri næsta sumar.
Íþróttagrein Frjálsar íþróttir.
Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi sex sinnum í
viku.
Hver er lykillinn að góðum árangri?
Ég myndi segja að þar væri margt
sem spilar saman, góður svefn, gott
mataræði, setja sér markmið, vera
með góðan sjálfsaga og ekki síst
að hafa trú á sjálfum sér, að mað-
ur geti það sem maður ætlar sér.
Hvernig er best að koma sér af
stað? Held það sé best að byrja
bara rólega en gera alltaf eitt-
hvað á hverjum degi, þarf ekki
að vera meira en hálftími þess
vegna. Svo margt er hægt að
gera sem er líka skemmtilegt og
krefst ekki mikils tíma og manni
líður svo vel þegar maður er búin
að hreyfa sig smá. Ekki ætla sér
of mikið fyrst því það getur orðið
til þess að maður fái nóg.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill
hreyfa sig meira? Ég held að það
sé sniðugt að fara í alls konar tíma
og stunda ólíka hreyfingu. Hjóla,
hlaupa, synda, út að labba og jóga
eru góð dæmi fyrir fjölbreytta
hreyfingu sem öll er þó góð á sinn
hátt og gott að blanda þessu saman.
Mér finnst líka sniðugt að vera í
hópi eða hafa einhvern með sér því
þá verður þetta miklu skemmti-
legra.
Hvernig heldurðu þér í formi þeg-
ar þú ferð í frí? Alltaf þegar ég fer í
frí eftir keppnistímabil reyni ég að
hreyfa mig á hverjum degi en geri allt
annað en að hlaupa eða eitthvað sem
tengist frjálsum. Ég er með kort í líkams-
rækt og fer því í allskonar tíma sem
eru þar í boði, svo reyni ég að synda
aðeins með. Fór mikið í spinning
þegar ég var síðast í fríi og fannst
mér það bæði skemmtilegt og góð
æfing fyrir líkamann.
Ertu almennt meðvituð um mataræðið?
Já, ég reyni að passa mataræðið, með því
að borða reglulega og hollt. Reyndar verð
ég að viðurkenna það að mér finnst nammi
rosalega gott en ég reyni að hafa það bara
á laugardögum og gengur það bara nokkuð
vel.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi?
Borða reglulega og hollt. Hámark,
skyr, hnetur og ávextir verður oft
fyrir valinu enda auðvelt að grípa
það með og góð næring og orka.
Hvaða óhollusta freistar þín?
Mér finnst súkkulaði með lakkrís
rosalega gott og svo er ís líka í
uppáhaldi.
Hvað ráðleggurðu fólki sem
vill bæta mataræðið? Að borða
alltaf hollan morgunmat og
borða með reglulegu millibili yfir
daginn. Fá sér hollan skyndibita
þegar það verður fyrir valinu og
hafa nammidag einu sinni í viku.
Manni líður miklu betur þegar
maður borðar hollt og það er líka
miklu skemmtilegra að borða
nammið þegar maður er búinn að
bíða í viku og vera duglegur fram
að því með hollu mataræði.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig?
Hún skiptir mig miklu máli. Ekki nóg
með að þetta sé það skemmtilegasta sem
ég geri heldur líður mér alltaf svo vel þegar
ég er komin heim af æfingu.
Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfing-
ar? Ég held að fólk fari oft of hratt af stað og
æfi of mikið sem getur leitt til meiðsla sem
erfitt er að koma sér upp úr. Það er miklu
betra að byrja rólega og vera ferskur á æfing-
um.
Er staða frjálsra íþrótta góð á Íslandi? Já, hún
er mjög góð. Ég æfi í FH þar sem allt er til alls.
Frjálsíþróttahöll, frjálsíþróttavöllur (úti), lyftinga-
aðstaða og góðir þjálfarar.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Þær eru margar en
ein hefur verið lengi ofarlega hjá mér. Mér hefur allt-
af fundist Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona svo
flott og ég man eftir henni frá því að ég var lítil. Hún
kemur vel fyrir og frábær íþróttakona sem náði
langt.
KEMPA VIKUNNAR ARNA STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
Mikilvægt að hafa trú á
sjálfum sér
Heilbrigði tanna skiptir miklu máli fyrir almenna heilsu og vellíðan fólks en
rannsóknir benda til að eldra fólki geti verið hættara við t.d. hjartasjúkdómum
og lungnabólgu ef munnurinn er illa hirtur. Ástæðan er talin tengjast ákveðnum
bakteríum í munnholi sem borist geta með blóðrásinni um líkamann.
Heilbrigðar tennur og betri heilsa* Að hata fólk er eins og aðbrenna hús sitt til þess aðeyða einni rottu.
H.E. Fosdick
Það að sofa á daginn brennir færri kaloríum en á
nóttunni, samkvæmt rannsókn sem leiðir í ljós að
næturvinna getur aukið líkurnar á offitu. Næturvinna
getur truflað brennsluna með því að láta starfsfólkið
nota minni orku en það hefði notað á venjulegum
degi. Eitt af því sem kom í ljós var að þegar starfsfólk
svaf á daginn brenndi það 12-16% færri kaloríum en
þegar það svaf að nóttu til. Niðurstöðurnar varpa
ljósi á af hverju starfsfólk sem vinnur næturvinnu er
líklegra til að þjást af offitu og fá hjartasjúkdóma.
Kenneth Wright yfirmaður svefnrannsóknarstof-
unnar hjá Háskólanum í Colorado segir að minni
orkunotkun ýti undir slæmt fæði og skort á þjálfun
sem er algengari meðal næturvaktafólks. Hann segir
að þetta geti verið út af misræmi milli innbyggðrar
líkamsklukku og svefnmynsturs sem trufli brennslu.
„Jafnvel 50 kcal umframneysla á dag getur leitt til
aukinnar þyngdar yfir lengri tíma og ef þessu fylgir
þreyta sem tengist vaktavinnu sem leiðir til minni
líkamsræktar þá veldur þetta þyngdaraukningu,“
sagði hann.
Fitandi næturvinna
Eitt af því sem kom í ljós var að þegar fólk svaf á daginn
brenndi það 12-16% færri kaloríum en á nóttunni.
Getty Images
Melavöllurinn var gerður af
Íþróttasambandi Reykjavíkur á
Melunum sunnan Hringbrautar
árið 1911. Völlurinn var vígður
11. júní og fyrsta mótið sem var
haldið þar var vikulangt íþrótta-
mót Ungmennafélags Íslands í til-
efni af hundrað ára afmæli Jóns
Sigurðssonar 17. júní 1911.
Árið 1926 fauk nánast öll girð-
ingin í kringum Melavöllinn í ofsa-
veðri og var þá ákveðið að gera
nýjan, betur útbúinn völl á sama
stað en sem lægi meðfram Suður-
götu. Þessi völlur, sem margir
þekkja, var girtur með bárujárni
líkt og sá fyrri. Á þeim árum var
gríðarleg íþróttastarfsemi í ná-
grenni Melavallar annars staðar á
Melunum og íþróttamannvirkin
náðu alls yfir 7,5 hektara svæði.
Þarna fóru fram kappleikir í
knattspyrnu og handknattleik,
frjálsíþróttamót, 17. júní hátíða-
höld, álfabrennur, hnefaleikar,
tennis og á veturna renndi fólk
sér á skautum.
Árið 1935 var nýtt íþrótta-
svæði skipulagt í Nauthólsvík og
voru Melarnir þá skipulagðir und-
ir íbúðir og skóla. Árið 1959 var
síðan Laugardalsvöllurinn opn-
aður og þar með var helsta hlut-
verki Melavallar lokið. Völlurinn
þjónaði þó áfram margvíslegu
hlutverki, m.a. undir rokk-
tónleika. Völlurinn var ekki form-
lega lagður niður fyrr en árið
1984 og síðar reis Þjóðar-
bókhlaðan á svæðinu.
Á Melavellinum fóru fram kappleikir í knattspyrnu og handknattleik, frjáls-
íþróttamót, 17. júní hátíðahöld, álfabrennur, hnefaleikar, tennis og á veturna
renndi fólk sér á skautum á vellinum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fjölbreytt mannlíf og
íþróttir á Melavelli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
100% hreinar
Eggjahvítur
Þú þekkir okkur á hananum
Án allra aukaefna!
Gerilsneyddu eggjahvíturnar frá Nesbú eru frábær valkostur í jólabaksturinn.
Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbú.
Ís
le
ns
k framleiðsla