Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 29
M ér finnst mikilvægast að hafa heimilið mitt huggulegt og að mér líði vel þar. Prakt- íska hluti kaupi ég yfirleitt í svörtu, hvítu eða gráu svo ég fái ekki leið á þeim strax en svo er ég mjög dugleg að skipta út minni hlutum eins og myndum, blómum, kertum og púðum og þá finnst mér fallegir litir skipta miklu máli svo það sé ekki kuldalegt,“ segir Kristín Eva sem starfar í þjón- ustuveri Icelandair samhliða námi í ferðamálafræði í Háskóla Íslands. Kristín segir heimilisstílinn einkennast af einfald- leika og góðri blöndu af gömlum húsgögnum í bland við nýlegri muni. „Ég er Pinterest- og Instagram-fíkill og svo finnst mér mjög gaman að skoða fasteignavef- inn og sjá hvernig fólk innréttar heima hjá sér – það varð eiginlega árátta eftir að við keyptum íbúðina okk- ar, þá hætti ég ekkert að skoða íbúðir,“ segir Kristín Eva og bætir við að hún sé einnig dugleg að herma eftir vinkonum sínum þegar þær fá góðar hugmyndir. Kristín, sem verslar aðallega í IKEA en segist þó af og til leyfa sér að kíkja í Epal, Mýrina, Líf&list, Hrím og fleiri búðir, segir hvítt Tablo-sófaborð frá Normann Copenhagen og stól frá Arne Jacobsen efst á óskalist- anum. Krummi eftir Ingibjörgu Hönnu sómir sér vel í eldhúsglugganum. Svefnherbergi Kristínar Evu og Kristins er fallega innréttað. Stóri spegillinn og ljósaserían í horninu gefa herberginu notalega stemningu. Skemmtileg smáatriði í stofunni. Litirnir skapa hlýleika KRISTÍN EVA ÓLAFSDÓTTIR OG KRISTINN FREYR SIGURÐSSON BÚA Í AFAR HEILLANDI ÍBÚÐ Í FOSSVOGI. HEIMILISSTÍLLINN EINKENNIST AF GÖMLUM MUNUM Í BLAND VIÐ NÝLEGRI HÖNNUNARVÖRU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Kristín Eva segir liti skapa hlýleika á heimilinu enda einkennir falleg litasmsetning heimilisstílinn að hluta. FALLEGT HEIMILI Í FOSSVOGI Stofan einkennist af góðri blöndu af eldri munum og nýlegri hönnunarvöru. Morgunblaðið/Golli 30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Hlý og vönduð dúnsæng og dúnkoddi Aðeins kr. 18.900 Fullt verð: 23.800 Tvennutilboð -16.00 Dalsbraut 1, Akureyri  558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík         456 4566

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.