Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 33
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá vinstri: Húsbóndinn á heimilinu, Gunnar Kristinn Vil-
bergsson, systir hans; Þórunn Lilja Vilbergsdóttir og for-
eldrar; Vilbergur Kristinsson og Jóhanna Arnleif Gunnars-
dóttir. Við endann sitja systurnar Emilía Myrra og Áróra
Ísabella Hákonardætur, systir Evu Rúnar; Vigdís Guðjohn-
sen, eiginmaður hennar Hákon Sverrisson og þar við hlið
sitja systurnar Lára Dawn Michelsen og Eva Rún Michelsen.
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Ostaterta
4 stærðir af hringlaga hvítmygluost-
um, hér var stór camembert not-
aður, Bóndabríe, Gullostur og Dala-
hringur. (Stóri hringurinn fæst í
ýmsum sérverslunum með osta, til
dæmis í Hagkaupum í Kringlunni)
2 ferskar fíkjur
1 dl blandaðar hnetur eða möndlur,
t.d. pekanhnetur, möndlur, val-
hnetukjarnar
1 dl þurrkuð trönuber og apríkósur
Raðið ostunum í stærðarröð til að
mynda 3-4 hæða tertu. Skreytið með
þurrkuðum ávöxtum, hnetum og möndl-
um og niðurskornum ferskum gráfíkjum.
KARAMELLUBRÁÐ
1 dl sykur
½ dl vatn
Hitið saman sykur og vatn í potti. Hreyf-
ið ekki við blöndunni meðan hún sýður því
þá kristallast hún. Sjóðið þar til blandan er
gyllt og snöggkælið pottinn í köldu vatni til
að stoppa suðuna. Hellið karamellubráð-
inni yfir allt saman og berið fram.
Hefðbundin
jólakaka
100 g smjörlíki, mjúkt
125 g sykur
2 stk. egg
200 g hveiti
2 og ½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. sítrónudropar
1 dl mjólk
1 dl rúsínur
Hitið ofninn í 175°C. Þeytið smjör
og sykur saman þangað til blandan
er létt og ljós. Bætið eggjunum ró-
lega saman við ásamt bragðefnum.
Sigtið þurrefnin saman við. Bætið
rúsínum saman við í lokin. Setjið
allt í vel smurt hefðbundið jólakök-
umót og bakið í um 1 klst. eða
skemur ef minni og fleiri mót eru
notuð.