Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 39
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
* Til þess að tækni sé vel heppnuð þarf raun-veruleikinn að sigrast á almannatengslum,því náttúran lætur ekki að sér hæða. Richard P. Feynman
DX7-hljómtölvan frá Yamaha þótti
mikið byltingartæki snemma á níunda
áratugnum og virtir tónlistarmenn
voru fengnir til að mæra krafta henn-
ar í auglýsingum hér á landi. DX7 var
fyrsti stafræni hljóðgervillinn sem
náði almannahylli og seldist vel og
heyra má einkennandi hljóð hans í
mörgum þekktum popplögum frá
sama tímabili. Hann er enn þann dag
í dag einn mest seldi hljóðgervill sög-
unnar þrátt fyrir að framleiðslu hans
hafi verið hætt árið 1989. Á almenn-
um markaði kostaði hann um 2000
dollara. Í auglýsingu fyrir DX7 sagði
að í hljóðverum Yamaha hefði tekist
að búa til svo fullkomin tölvuforrit
að ekki heyrðist munur á þeim
hljóðum sem DX7 gæfi frá sér og
hljóði frá alvöruhljóðfærum.
GAMLA GRÆJAN
Yamaha-
hljómtölva
Apple hyggst nú sækja fram
með Beats-tónlistarveitu sína og
sjá til þess að hún verði sjálf-
krafa aðgengileg á hverjum ein-
asta seldum iPhone. Dagblaðið
Financial Times greindi frá
þessu í vikunni.
Beats-smáforrit mun fylgja
með í nýjustu uppfærslunni af
iOS-stýrikerfinu sem er í notk-
un á iPhone-um og iPödum.
Apple keypti Beats, fyrirtæki
sem þá var best þekkt fyrir
heyrnartól sín, fyrir þrjá millj-
arða bandaríkjadala í maí á
þessu ári. Fyrirtækið hefur þó
ekki viljað tjá sig opinberlega
um áform sín. Það var jafnframt
Financial Times sem sagði fyrst
frá því að Apple hefði keypt
Beats.
Sókn Apple inn á tónveitu-
markaðinn ógnar stöðu Spotify,
sem til þessa hefur leitt mark-
aðinn, og jafnframt er talið að
minnkandi sala í iTunes, vef-
verslun Apple, hafi haft áhrif á
ákvörðunina um að fjárfesta í
Beats.
Með því að forhlaða forritinu
inn á nýja iPhone-a og iPad-a
mun Apple eiga auðveldara
með að klófesta nýja við-
skiptavini. Á hinn bóginn hefur
fjárstreymi frá tónlistarveitum á
borð við Spotify skapað mikið
umtal í kjölfar þess að ein
áhrifamesta poppstjarna heims,
Taylor Swift, lét fjarlægja alla
sína tónlist af veitunni. Hún lét
hafa eftir sér að þau stefgjöld
sem hún hlyti frá Spotify græfu
undan verkum hennar. Spotify
neitaði að tjá sig um málið.
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Beats forhlaðið á iPhone
Í september árið 1986 fórust 10.000
manns í jarðskjálfta sem hljóðaði upp á
8,1 á Richer-kvarða í Mexíkóborg. Heilu
borgarhlutarnir lögðust í rúst. Síðan þá
hafa Mexíkóar fjárfest og komið upp einu
háþróaðasta aðvörunarkerfi í heimi.
SASMEX-stofnunin var sett á lagg-
ir árið 1991 og greinir upplýsingar
og gögn frá jarðskjálftamælum víðs-
vegar um landið. Aðvörunarbjöllur
við helstu borgir Mexíkó fara svo í
gang verði mælarnir varir við jarð-
skjálfta. Kerfið getur orðið til þess
að íbúar hafi nokkrar aukasekúndur
til að undirbúa sig og þessi tími get-
ur skipt sköpum.
Hins vegar hafa ekki allir íbúar
Mexíkó efni á SASMEX-móttökutæki --
um 100.000 slíkir eru í umferð og kosta um
330 dollara stykkið. Flestir af þeim eru því stað-
settir í skólabyggingum, spítölum og neðanjarðarlest-
arstöðvum. Um 21 milljón manna býr í og við Mexíkó-
borg og því ljóst að margir þeirra munu ekki fá
aðvörun þegar jörðin tekur að nötra og skjálfa.
Frumkvöðlar í Mexíkó vinna nú að því að búa til
móttökutæki á stærð við vekjaraklukku – El
Grillo eða krybbuna upp á íslensku – sem
verður fáanlegt fyrir um 50 doll-
ara. „Þetta er ódýrasta og
besta leiðin fyrir almenning í
Mexíkó til þess að tengjast
við almannavarnakerfið,“ seg-
ir Andres Meira, hönnuður
verkefnsins. Fjármögnunin
því að baki er jafnframt best
heppnaða Kickstarter-
hópfjármögnunarverkefni
Mexíkó.
Þegar jarðhræringar grein-
ast gefur El Grillo frá sér há-
vært aðvörunarhljóð. Mexíkó er af
ýmsum sökum afar berskjölduð gagnvart
jarðskjálftum og í ár hafa margir litlir skjálftar
greinst.
NÝJASTA NÝTT
El Grillo vari Mexíkóa við
Studio 2.0
Verð frá59.990.-
Njóttu tónlistarinnar í ró og næði
með ANC tækninni (Adaptive Noise
Canceling). Þegar þú hlustar á tónlist
þá útilokar ANC-tæknin umhver-
fishljóð eftir mismunandi hávaða og
aðstæðum í umhverfinu.
Litir °°°°
Solo2
Verð 37.990.-
Solo2 heyrnartólin eru
kraftmikil, tær og færa þig nær
þeim gæðum sem tónlistar-
maðurinn vill að þú upplifir.
Litir °°
UrBeats
Verð18.990.-
UrBeats In-Ear heyrnartól,
fást í iPhone litunum.
Litir °°°