Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 43
Hönnuðirnir sem sýna á Undress Runway hafa verið um 30 talsins og eru ýmist frá Ástralíu, Nýja Sjálandi eða Bandaríkjunum.
Asíu og víðar, sem vinnur við
ómannúðlegar aðstæður, kostur á
að tjá sig og því sé auðveldara að
sýna fram á það sem er að gerast í
alvörunni í fataverksmiðjum.
Aðspurð hvað þurfi til þess að
fleiri fyrirtæki vinni að sjálf-
bærri tísku segir Edda fyrst
og fremst eftirspurnina
verða að aukast.
„Það þarf að vera hag-
stætt fyrir fyrirtæki að
framleiða föt á mann-
úðlegan hátt.
Ef fólk hættir að kaupa
föt sem eru unnin með
barnaþrælkun eða í landi
þar sem ekki eru öruggar
vinnuaðstæður, ef fólk
hættir að styðja það og
vill vita hver býr til
fötin eða hvar eru þau
gerð, þá fara fyrir-
tækin að breyta
framleiðslunni.“
Nýverið stofnaði
Edda, ásamt fleira starfs-
fólki Undress Runways,
netverslun með það að
markmiði að tengja fólk
við sjálfbæra tísku á ein-
faldan og þægilegan
máta.
Einnig gaf fyrirtækið
út tímarit sem ber
heitið Naked sem seg-
ir átakanlegar sögur
frá aðstæðunum í verk-
smiðjum Asíu og hvernig föt eru
unnin í Bangladeesh. „Þetta eru
sannar sögur af fólki í Asíu og
Bangladesh sem vinnur við fataiðn-
aðinn. Við erum ekki að fegra neitt
heldur erum við að segja sögu
fólksins sem vinnur við ómann-
úðlegar aðstæður.
Við erum einnig að kynna
þá hönnuði sem eru að
gera góða hluti varðandi
framleiðsluaðferðir, og
sögurnar á bak við
það. Fyrsta blaðið
kom út í október og
annað tímarit kemur
líklega út í janúar
eða febrúar.“
Spurð hvert fyr-
irtækið stefni segist
Edda vilja sjá Und-
ress Runways fara
víðar.
Nú eru sýning-
arnar í Brisbane,
Gold Coast og Melbo-
urne og á næsta ári verður
einnig haldin sýning í Sydney.
„Árið 2016 langar okkur að fara
með sýninguna til Nýja Sjálands,
New York eða London.
Við viljum dreifa boðskapnum
víða og langar helst að vera í sem
flestum löndum. Síðan sjáum við til
hvert tímaritið og búðin stefna
enda er það allt mjög nýtt. Það
væri frábært ef sýningin gæti
farið út um allt.“
* Undress Runways vinnur að þvíað tengja sig við hönnuði um víðaveröld sem eru gera réttu hlutina í
tískuheiminum. Hönnuði sem hanna
línur sem eru sjálfbærar og framleiða
fatnaðinn á siðrænan máta.
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Undress Runway hóf sérstakt
átak til þess að vekja athygli á
sjálfbærri tísku í apríl í fyrra.
Átakið ber yfirskriftina Sjálfbær
tískuslaufa. Slaufan er unnin úr
100% endurnýttu efni. Eitt af
markmiðum átaksins var að fá
breska viðskiptajöfurinn Richard
Branson til að ganga í lið með
þeim og styðja verkefnið. „Ég
nýtti sjö mismunandi samfélags-
miðla, meðal annars Instagram,
Twitter og Facebook, og reyndi
að ná sambandi við hann. Í 30
daga var ég á netinu að reyna að
ná í hann til þess að kynna verk-
efnið. Það tók 30 daga að ná at-
hygli hans og ég fékk viðtal við
hann í maí, þar sem hann fékk
sína eigin slaufu.“
Herferð til að hitta
Richard Branson
Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
K
raftaverk
studio ROOF er hönnunarteymi
í Hollandi sem framleiðir margskonar listaverk
og hönnun úr endurunnum pappír. Verkin koma
á flötu spjaldi sem raðað er saman.