Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 22

Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 22
Falleg peysa með mynztri á kraga og ermum. Stærð ... 38 (40) 42 (44) Brjóstv. . 84 (88) 92 (96) cm. Sídd .... 56 (58) 60 (63) cm. Efni 450 (500) 500 (550) gr. dökk- grátt miðlungsgarn, og 50 gr. af hvítu og 50 gr.. af gulu sams konar garni. Prjónar nr. 4 og 5%. Prjón- festa 18 lykkjur á hverjum 10 cm. B a k i ð : Fitjið upp 78 (82) 86 (90) lykkjur af gráu garni á prjóna nr. 4 og prjónið fit 2 sl., 2 br., 6 cm. Skiptið á prjóna nr. 5Vz og prjónið slétt. Aukið einni lykkju 1 á hverri hlið með 6 cm millibili 4 sinnum. Þegar stykkið er 36 (38) 40 (42) cm., er fellt niður fyrir handvegum fyrst 4 (5) 5 (6) 7 lykkjur, síðan 2,2 1. 1 lykkjja. Þegar lengdin er orðin 55 (57) 59 (61) cm. eru felldar niður fyrir öxlunum 5 lykkj. á hvorri hlið 3 sinnum og 4 (5) 5 (6) lykkj. einu sinni. Síðan eru 18 lykkj. felldar niður á hvorri hlið og síðan það sem eftir er. Framsty kkið : Fitjið upp og prjónið eins og á bakstykkinu en gerið stærð handveganna nr. 44, eft- ir 43 cm. Þegar stykkið er 49 (51) 53 (55)- cm. eru felldar niður 12 lykkjur í miðinu og nú er hvert stykki prjónað sjálfstætt. Minnkið hálsmálið um 1 lykkju í þriðju hverri umferð þrisvar og 1 annarri hverri síðan þar til eftir eru á prjónunum 19 (20) 20 (21) lykkja fyrir hverja öxl. Þegar stykkið er orðið 56 (58) 60 (63) cm. Er öxlin felld af á sama hátt og bakstykkið. Báðar axlirnar prjónaðar á sama hátt. Ermarnar: Fitjið upp 34 (36) 38 lykkj. af gráu garni á prjóna nr. 4 og prjónið fitina 6 cm. Skiptið á prjóna nr. 5% og prjónið slétt og aukið í jafnt í fyrstu umferðina 15 (13) 13 (13) lykkjum. Prjónið síðan tvær umf. og þá byrjar mynztrið. Haldið bandinu laust er mynztrið er prjónað og aukið í einni lykkju, í hverja 10. umferð þangað til 59 (61) 63 (67) lykkjur eru á prjóninum. Þegar ermin er 44 (44) 45 (45) cm. er tekin úr ein lykkja í annarri hverri umferð þar til ermin er 55 (56) 56 (57) cm. Fellið af 2 lykkjur í hverri byrjun hverrar umferðar og eina í lok hverrar umferðar þar til 15 lykkj. eru eftir. Fellið allt af. K r a g i n n : Fitjið upp 109 lykkj. á prjóna nr. 5V2 og prjónið Teygið stykkin út svo að brjóst- víddin verði 12 cm meiri en hin rétta og pressið stykkin með votum kút. Teygið kragann einnig út og saumið hann fastan við hálsmálið og tyllið honum lauslega að utan. Athugið vel mynzturmyndina. Hringurinn er hvítur, krossinn gul- ur. Einnig má hafa mynztrið alhvítt, eða algult. tvær umferðir sléttar. Prjónið síðan mynztrið. í 14. umferð eru 2 lykkj. teknar úr mitt á milli stjarnanna og ein lykkj. í lokin (9 lykkjur) eftir að mynztrinu lýkur er ein umferð prjónum brugðin. Þá er skipt yí'ir á prjóna nr. 4 og prjónaðar tvær slétt- ar og 2 brugðnar : 9 cm stykki. Fellt af. 22 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.