Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 20
síðast á árinu 1876 hefur verið lialdin „talnavelta" í Laufási til
fjáröflunar vegna orgelkaupanna, en á fundi 21. janúar 1877 var
samþykkt að styrkja mann lítilsháttar til að læra að leika á orgel-
ið. Orgelið kom um haustið 1877, keypt frá Kaupmannahöfn, og
þá Jjegar afhent Laufáskirkju til fullrar eignar.
Eins og fyrr segir, var „sungið um hríð“ á Jn iðja fundi félagsins
eftir umræðurnar um sönginn og orgelið lianda Laufáskirkju.
Eftir þetta var oft sungið á félagsfundunum. Söngur þessi var í
fyrstu einradda, og líklega eigi sérstaklega góður. En á sjötta
félagsfundi, 21. nóv. 1875, var sú tillaga upp borin, „að nokkrir
félagsmenn, karlar og konur, sem bezt eru að sér í söng, skyldu
reyna að komast upp á að syngja margraddað, og skyldi fyrsta til-
raun til þess konar samsöngs vera gerð á næsta félagsfundi." í
fundargerð Jjess fundar er frá því skýrt, að „þá voru sungin nokk-
ur kvæði margraddað," en ekkert er um Jjað dærnt, hvernig slíkt
hafi tekizt. Þetta leiddi til J:>ess, að stofnað var söngfélag í sveit-
inni. I>að liafði reglubundnar söngæfingar veturinn 1876—77.
Síðan liafa Höfðhverfingar sungið margraddað, og hefir flest ár
verið haldið uppi söngflokki eða söngflokkum í sveitinni.
A fjórða fundi félagsins, sem haldinn var að Höfða 21. marz
1875, voru enn lesnar upp þrjár ritgerðir, sem allar voru ræddar
á fundinum. Ein ritgerðanna er glötuð, en hún var um stofnun
sparisjóðs fyrir sveitina. Fundargerðin er einnig svo orðfá um rit-
gerð Jjessa og umræðurnar, að ekki verður séð, hvaða undirtektir
málið hefir fengið að J>essu sinni. Þó er víst, að ekki var hafizt
handa í málinu Jjegar. Hins vegar er efalaust, að það hefir liaft sitt
gildi, að málið var reifað, því að }i>egar }>að var tekið upp öðru
sinni, á fertugasta fundi félagsins 17. nóv. 1878, hafði það bráðan
framgang. Á þeim fundi var „gert ráð fyrir, að Einar Ásmundsson
og Jón Loftsson köstuðu upp frumvarpi til laga lianda sjóðnum."
Á fertugasta og öðrurn fundi, 15. des. s. á„ voru þeir Einar og Jón
formlega „kosnir til að semja lög sjóðsins og koma þessu fyrirtæki
í gang, ef verðá mætti.“ Á næsta fundi }>ar á eftir, er haldinn var
að Höfða 25. des. s. á„ var „lesið upp frumvarp til laga sparisjóðs
Höfðhverfinga" og talað um að flýta stofnun sjóðsins sem verða
mætti. Þegar J>ar næsti fundur félagsins var haldinn, aðalfundur-
inn 5. jan. 1879, hafði sjóðurinn þegar ltafið störf sín. Sr. Björn í
Laufási ritar það vini sínum, Þorláki frá Stórutjörnum, vestur til
Ameríku, fyrst allra tíðinda úr Höfðahverfi í ársbyrjun 1879: „Á
nýársdag Jjessa árs stofnuðum vér sex sveitarstólpar sparisjóð.
242 STÍGANDI