Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 58
gfl i
■
j [n
Páll og Bnldur r. sigurgeirsson
ura ókunna stigu. En ég held, að Páll liafi fundið til svo ótak-
markaðrar ábyrgðar á ferðinni, að hann hafí naumast 'hlakkað til.
Næsta morgun vorum við snemma á ferli, hituðum okkur kraft-
súpu, bjuggum upp á hestana og lögðum af stað kl. 5i/2.
Héldum við nú upp með Kiðagilsánni, sem skiptist í margar
kvíslar uppi á grjótunum. Tókum við stefnu með þeirri stærstu
og liéldum í suðvestur. Höfðum við skammt farið, þegar mætti
okkur lemjandi krapahríð. Stóð hún yfir fram til kl. 8, en þá
rofaði til og birti smárn saman. Hér var liver sandhryggurinn
öðrum líkur, liagar engir nema smámosatægjur og einstöku
laufkló. Á þessum slóðum er sandurinn svo laus, að hestarnir
köfuðu í hófskegg, og vel það. Sárnuðu þeir því fljótt við hóf-
hvarfið.
Við stigum af baki á einum stað, borðuðum bitann og gáfum
hestunum af sínum mat. Var jiað sízt vanþörf. Myndasmiðurinn
notaði nú tímann vei. Rölti hann upp á hæð og tók þaðan nokkr-
ar iinyndir, því nú var kómið sæmilegt myndatökuveður.
Kiðagilskvíslin smáminnkar, eftir jrví sem sunnar dregur og er
280 STÍGANDI