Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 65
máttum við ekki fara þann krók, sem þurft hefði til að komast al-
veg að þessurn stað, en það mun þó vera auðvelt.
Við héldum áfram. Öðru hverju var á okkur þoka alldimm og
hríðarél. Stönzuðum við á einum stað, gáfum hestunum mat og
borðuðum sjálfir vasabita okkar. Síðan var roggað áfram á ný.
Þessi leið er afar ömurleg, allt sama tilbreytingarlausa sand-
auðnin. Þó varð á vegi okkar stórbrotið hraun, sem við lentum í
vegna þokunnar. Fyrsti haginn, senr við konrum á, var Jökuldæl-
ingadrag, alllangt norður af jöklinum. Er það í jaðrinum á áður-
nefndu lrrauni. Kemur vatnsseyra þar í Ijós, og kjarngróður vex
þar meðfranr, enda er fé, senr þarna gengur, oftast feitt. Gróður-
inn er þó smávaxinn.
Vorunr við nú komnir nærri venjulegxi leitarmannaleið, og áð-
unr við unr tínra. Fórunr við Páll síðan austur í svokallaða
Hvamma til að leita að kindunr, err Edvard gætti kindanna
tveggja, sem farnar voru að spekjast, enda orðnar svo sárt leiknar,
að blóð sást í sporunr þeirra .Veður var nú orðið bjart og sást í
Vonarskarð og Bárðargnípu. Norðar sást Trölladyngja og Dyngju-
fjöll. Einnig sáunr við Bláfjall og Sellandafjall. Eru þau því senr
næst í hánorðri og illþekkjanleg í þessari fjarlægð.
A öllunr hærri fjöllunr lá snjókápa og gerði það þau tilkomu-
meiri.
Leiðin lá nú norður yfir Hraunkvíslar og yfir Jökulfjallið, sem
áður er getið. Er jrað nú á hraðri ferð að Skjálfandafljóti. .
Við Jökulfjallið handtókunr við kindurnar í fyrsta sinn. Þekkt-
um við engin deili á eyrnamörkum eða brennimarki. Var ærin
sindrandi af hörku og dugnaði og vel feit. Lanrbið, svartur lrrút-
ur, var prýðilega vænt. Ekki þótti okkur ástæða til að farga þess-
um kindum vegna mæðiveikihættu.
Venja er til, að þrír menn komi á nróti úr byggð, suður á Tjarn-
ardrag, og styttist nú óðum jrangað norður. Við héldunr því, að ef
við yrðunr á undan að nrarki, þyrftum við að liafa tilreiddar vistir
lranda félögununr. Og auðvitað ætluðumst við til Jress sama af
þeim, ef Jreir yrðu á undan að nrarki.
Brátt sáum við, að riddarar voru konrnir á náttstaðinn og höfðu
reist jrar tjald. Sáunr við nú í lruganunr rjúkandi kaffið á katlin-
unr. Varð nú fagnaðarfundur, er við hittumst. Þarna voru komn-
ir Gunnlaugur H. Guðmundsson, Páll A. Valdemarsson og Guðnr.
Ásgeirsson. Voru þeir allir glaðir og reifir, en lítið fór fyrir
kaffiveitingum þeirra. Prímusinn var í ólagi! Við reistum nú tjald
STÍGANDI 987