Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 57
KÍðagíl E. SIGURGEIRSSON
Stephan G. Stephansson heima um nokkur ár, og þau ár munu
liafa mótað hann og þjálfað meir en flesta grunar.
Næsti áfangi var að (Mjóadalskofa) Mosakofa, þar er náttstaður
Mjóadalsleitarmanna, en fremur er það óvirðulegt „sæluhús".
Þarna sprettum við af hestunum, og veltu þeir sér áfergjulega.
Við tókum þarna til snæðings, en eftir stundardvöl lögðum við
af stað á ný.
Nú versnaði vegurinn að mun. Leiðir urðu grýttar og sárar
hestahófum. Þar því farið hægt suður að Kiðagili, en þangað kom-
um við í rökkurbyrjun og tókum okkur náttstað.
Við skiptum nú með okkur verkum. Edvard reisti tjaldið á
gildragi, skammt frá vatni, en við Páll gengum frá hestunum með
dúka yfír bak og í höftum. Stungum við upp í þá brauðbita til
að hæna þá að tjaldstaðnum, en reyndar var það óþarfi, því að
hagar voru prýðisgóðir.
Að því búnu settumst við að snæðingi, suðum hafragraut og
fleira góðgæti, en að lokum hituðum við kaffi, því að það fannst
Páli ómissandi á eftir öllum krásunum.
Þá var nú fyrsta degi ferðarinnar lokið og biðum við Edvard
þess næsta með óþreyju, því að þann dag áttum við að ferðast
STÍGANDI 279