Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 96
Og loks eru kýrnar leystar
og losna uin stund við básana.
En drengur hugar að hestum
hinumegin við ásana.
Og hann yrkir um kappann á hinum
bleika jó:
]>ó fátt sé honum fyrst í stað
um fagra akurrein,
má alltaf hirða burknablað
á bak við einhvern stein.
En senn ber fákur fölan gest
til frjórra slægjulands,
og þegar honum bítur bezt,
er breiður skárinn hans.
Hann yrkir um sverðið, sem er hlut-
gerð bölvun mannkynsins, um Jörva-
gleðina, sem dunar enn, og um mann-
úðina, sem við höfum ekki í allt of
miklum heiðri. Hann yrkir um skáldið
í Bólu, sem sker f askinn sinn rtínir
gremju sinnar og þjáningar, unaðar og
sælu, um Þorgerði Egilsdóttur, sem veit,
að „þyngsta ratin, sem þjáir konu, það
er að ala blauða sonu. I>að er eilíf ættar-
skömm."
Og enn yrkir hann skínandi kvæði um
vegfarandann, manninn, sem leitar, vill-
ist, hrasar og heldur þó í sífellu áfram:
knúinn dularafli:
Og andinn skynjar
að allt sem fæðist,
og allt, sem hverfur,
er honum skylt,
að hælislausum
er heimþrá borin,
þó hún sé lömuð
og áttavillt.
Svo hefur gesturinn
göngu sína,
Þó gnauði stormar
og veður hörð,
og hugur veit —
að til himins stefnir '
þó hægt sé farið
tim grýtta jörð.
Hann leggur okkur í lófa litla dýra
perlu, sem hann kallar í gróandanum.
Og svo kveður hann um haustið, hið
kalda miskunnarlausa haust jarðarinn-
ar, eða mannlífsins, þegar lokin verða
ekki lengur umflúin, skipið fúnar í
nausti, blöðin hrynja af trjánum og
nóttin verður nístingsköld:
Ljúfasta stundin
er löngu horfin
og liðið að hausti.
Skjálfa viðir,
en skipið fúnar —
skorðað í nausti.
Og sorgin læðist
í svörtum slæðum
um sölnuð engi.
Blöðin hrynja
í bleikum skógum
á brostna strengi.
Löng er nóttin
og nístingsköld
við niðandi ósa.
Hjartað stinga
hélaðir þyrnar
heilagra rósa.
Krókalda, Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson. Helgafell 1947.
Brimar við Bölklett, fyrsta skáldsaga
Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, hlaut góða
dóma. Krókalda er framhald þeirrar
sögu, jaar er lýst sömu átökunum, jjóit
þau séu kontin lengra áleiðis og meir
tekið að sverfa til stáls.
Sagan hefst á gullfallegri Iýsingu vor-
dags í sjávarþorpi, [jar sem kunningjar
okkar úr Brimar við Bölklett, Skarpi og
drengurinn sitja í flæðarmálinu og lang-
ar burt, „eitthvað langt, hinum megin
við sjóinn."
Annars er jjað Sigurður Þórarinsson,
sem er aðalpersóna jjessarar sögu, og ei
lýsing hans jjrýðilega gerð frá höftind
arins hendi. Viljastyrkur Sigurðar er
kaldur, markviss og ósveigjanlegur.
318 STÍGANDI