Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 51
víst seytján bindi inni i herberginu þínu. Heldurðu að þú hljótir
ekki að geta notast við eitthvert þeirra?
— Jú. Öll kryppluð og skítug! Það er rétt eins og þið viljið,
að maður gangi til fara eins og það á Fæti undir Fótarfæti eða
Bjartur í Sumarhúsum.
— Meira var manntakið í Bjarti, sagði nú fónas, heldur en
sumum, sem inni liggja meðan aðrir erfiða fyrir kjöti Itanda þjóð-
inni.
— Þú ert aftan úr Móðuharðindunum, fónas, í hugsunar-
hætti og útgangi og skilur því auðvitað ekkert í því, sem er að
gerast og verður að gerast. Þetta kjöt, sem þið erum alltaf að
staglast á, er óæti fyrir fólk, sem lifir menningarlífi, og auk þess
er hægt að framleiða það með kemiskum aðferðum í stað þess
að æða eins og idíótar á eftir ánr og hrútum um öll foldarból.
— Ojá. Þetta er maður nú búinn að heyra í Tímaritinu og
meira að segja eitthvað um mjólk frá störu búunum, sem íslend-
ingarnir, sem mestir eru í munninum, en minnstir í öðru, ætla
að fara að koma upp fyrir vestan haf.
Nú benti liúsbóndasonurinn á kindamanninn og sagði:
— Þú sporar, þú sporar nýþveginn pallinn. Svo er ló á ermun-
um og mosi í skegginu, því að ekki rakarðu þig nema svo sem
einu sinni í mánuði, eða sjaldnar. Af hverju tekurðu ekki af þér
skóna, áður en þú gengur inn í íbúðarhús?
Nú leit út fyrir að tekið væri að síga í Jónas, svo að Aðalgerður
gekk tvö skref fram á gólfið á nærpilsinu.
— Ekki saman, lieillakarlarnir, sagði lnin. Stóð hún nú mitt á
milli umbótanna og íhaldsins. — Ekki saman, elsku krúttin. Ekki
saman í þennan hasar. Þú ættir Iieldur að fara að búa þig, Jónas
minn.
— Nei, sagði Jónas.
— Nú. En heillavinurinn! Þú verður þó einhverntíma að læra
stafrofið í ástinni. Aldrei giftir þú þig með þessu lagi að einangr-
ast svona, hvað þá að þú lendir nokkurntíma á ævinni í hinum
kitlandi ævintýrum, sem gefa lífinu gildið, elsku vinurinn.
— Ætli það sé þá annað en að fara að klípa ykkur í kálfana og
strjúka ykkur um lærin eins og þeir gera í bókmenntunum.
— Þórarinn minn, mælti madama Anna. Hvernig er það með
hestana?
— Hestana? Ég hugsa, að þeir séu í húsunum líkt og vanalega.
Hvar ættu þeir svo sem að vera annars staðar?
18
STÍGANDI 273