Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 22
mundu ekki geta lengur skrilað undir slíka harðstjórn. Kom
mönnum þá saman um á fundinum að leyfa þeim, er vildu, að fá
þá undantekningu að mega drekka áfenga drykki í brúðkaups-
veizlum, heldur en missa marga úr félaginu." Var þetta kallaður
B-flokkur bindindismanna. Var margt um þetta ritað og rætt, og
sýndist sitt hvorum um slíka bindindissemi. Ekki mun þessi regla
liafa verið lengi í gildi, en ekki verður séð, hvenær frá henni var
horfið. Bindindisfélagið átti sitt blómaskeið eftir þetta, og voru
þá í því yfir 50 félagsmenn.
Þriðja ritgerðin var um alþýðumenntun. Hún kemur svo nærri
aðaltilgangi lestrarfélagsins, að rétt þykir að birta hana hér í
lieild. Hún hefir líka þann kost, að hún er barnaleg fþað eru flest-
ar aðrar þær ritgerðir, er geymzt hafa, reyndar líka) og sýnir til
hlítar hugsunarhátt og þroskastig þess fólks, er að félaginu stóð:
„Eg Iield, að flestmn af oss muni fullkunnug þjóðhátíðarhöld
vor Islendinga næst liðið sumar, og hversu Jjjóðin yfir land allt
fagnaði þúsund ára afmæli vorrar ástkæru fósturjarðar. Því verður
ekki móti mælt, að þetta lýsti sómatilfinningu og ættjarðarást hjá
oss. En hvað mikinn áhuga til framfara hin þýðingarmikla hátíð
hefir vakið í brjóstum vorum, Jjað er enn ekki víða í ljós komið.
Þó má ætla, að hjá mörgum hafi vaknað Jiær hugsanir, sem slík
tímamót geta lífgað í brjóstum vorum, svo framarlega vér viljum
styðja að því, að þjóð vor komist á framfarabraut Joá, sem hún
mun fyrr eða síðar ná bæði í andlegum og líkamlegum framförum.
Vér eigum svo marga góða og drenglundaða menn meðal Jíjóðar
vorrar, að varla mun þurfa að efa J^eir leiðbeini lienni á hið rétta
stig framfara og menntunarinnar. Að félagsskapurinn hingað til
hafi lítilli aðhlynningu átt að mæta hjá oss, Jjví ætla ég að ekki sé
hægt að mótmæla, þegar vér h'tum til þess, hve sárfá félög hafa
náð verulegum framgangi hjá oss. Hið nýbyrjaða tímabil lands
vors og sögu ætti að geta opnað augu vor, svo að vér sæjum, hvað
nauðsynlegur félagsskapurinn er fyrir okkur.
Félag það, sem vér höfum gengið í hér innan hrepps, er án efa
stofnað í góðum tilgangi. Aðalaugnamið Jiess er að auka menntun-
arlöngun vora með því að lesa góðar og gagnlegar bækur, semja
ritgerðir um ýmislegt, æfa sig í söng, glímum o. fl. En þó að félag
þetta næði nú þeirri hylli og aðhlynning hjá okkur, sem Jjað á
skilið, ímynda ég mér, að Jjað reynist sumum ónóg til nokkurra
verulegra framfara í hinu menningarlega. Hið eina meðal til þess,
að menntun vor í Jiví bóklega geti orðið almenn og komið að
244 stÍgandi