Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 98

Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 98
ar cru góð kvæði og vel unnin. Af lengri kvæðum má nefna Vagn draumsins, Úti- legnmaður og Umskiptingur, og Hið þögla hús og Ari hafa þcgar orðið vin- sæl kvæði. Kvæði Kristjáns leyna ekki á sér. Það er sjaldan, að lesandi breyti um • skoð- un á þeim við annan eða þriðja lestur ftá þeim fyrsta. Hann er skáld tilfinn- inga og gcðhrifa, en ekki mannvits, spektar og reynsln, skáld brjóstvits, en ekki íhygli. Hann er enn aðeins einn af smærri spámönnunum, en hins vegár cinn af þeim, sem engin heimska er að vænta vaxandi afreka af. Hann er vissulega einn af þeim, sem hægt er með góðri sainvizku að hvetja til að halda áfram að yrkja meira, yrkja betur, yrkja sig fram til sigurs og viðurkenningar. Steingcrður. Elinborg Lárusdóttir. Bókaútgáfan Norðri 1947. Skáldsaga þessi kom út rétt fyrir síð- ustu jól og hefir vakið talsverða at- hvgli og selst ágætlega að sögn. Þetta er 15. bók frú Elinborgar og óefað með þeim beztu. Persónulýsing Steingerðar, konunnar, sem missir mann sinn »g berst ein og óstudd fyrir uppeldi sonar síns og að cignast jörð, er um margt Iiin nýstárlegasta í íslenzkum bókmenntu'n. Þrek Steingcrðar er óbugandi og reynslu- vit hennar djúpúðugt og þó jarðgróið. Fleiri mannlýsingar eru þarna tel gerðar, svo sem lýsing Matthíasar í Suð- urhlíð, Sólveigar á Hnjúki og Mattbias- ar, sonar Steingerðar. Hins vegar er mannlýsing Katrínar gömlu fremur þokukennd. Nokkuð orkar það frá- hrindandi á lesandann, hvað höfundur hefir tamið sér sænskukennda frásögn, svo sem ávarp í 3. persónu, þar sem ís- lendingar nota 2. persónu, eða þegar höfundur segir Norðurhlíðarkonan, Suðurhllðarbúsfreyjan, þar sem íslend- ingum er tamara að segja Steingerður í Norðurhlfð eða Björg í Suðurhlíð. En þetta mega teljast aukaatriði. Yfirleitt kann frú Elinborg að segja þannig sögu að ntargir hafi gaman af að lesa og fylgjast með persónum hennar, og það er gáfa, sem ekki ber að vanmeta. Eldspýtur og tituprjónar, Ingólf- ur Kristjánsson. ísafoldarprent- smiðja h. f. 1947. Þetta eru 12 smásögur eftir 27 ára Snæfelling, sem þó er orðinn Reykvík- ingur nú. Áður hefir birzt eftir hann ljóðabókin Dagmái. Efni smásagna sinna sækir hann i ým- iss konar umhverfi, hversdagsleg efni í hversdagslegu umhverfi, lesandinn hefir það einhvern veginn á tilfinningunni, að þetta séu cins konar stllæfingar pennalipurs manns, sent enn liggur raunar ekkert sérstakt á hjarta. en kann að segja irá. Hann er cins og athugull áhorfandi, sem befir gaman af að virða fyrir sér straum lífsins í hinum daglegu viðburðum. Þeir orka á hann til sam- úðar eða andúðar og hann skýrir frá því, en liann hefir ekki enn öðlazt þá reynslu, sem gefi frásögn hans ferskleik og bragð. Fonninu hefir hann náð ftirðulega góðum tökum á, en það vant ar gott vín á kerin. Höfundi virðist þetta líka ljóst, því að hann kallar sog ur sínar Eldspýtur og tftuprjóna. Raun- ar stinga þær nú engan. Leikni höf. með form smásögunnar gefur fyrirheit um það, að síðar kunut bann að gerast verulegur kunnátl.i- maður á því sviði, ef skapsmunir og reynsla geta orðið samstiga tæknin'u. En það er of snemmt að fullyrða enn um það. 320 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.