Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 89

Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 89
dularfullu orðum mínum. Ég hljóp frá einum til annars og æpti setningar þær, sem hvíslað var að mér, og allir engdust sundur og saman af hlátri. Látið þið nú drenginn eiga sig, sagði einhver. Þetta gerir honum ekkert til, sagði annar. Þetta er skammarlegt, sagði ein af stúlkunum flissandi. Hypjaðu þig heim, æpti einhver í salnum. Snemrna kvölds létu þeir mig fara. Ég skögraði þéttkenndur eftir gangstéttinni og endurtók kráarmunnsöfnuðinn, öllu kven- fólki, sem ég mætti, til skelfingar, en karlmönnum til skemmt- unar. t Það varð ástríða á mér að sníkja mér áfengi í kránni. Mörg voru þau kvöldin, sem móðir mín hirti mig af götunni, þar sem ég ráfaði um dauðadrukkinn, fór með mig heim og hýddi mig. En hún var ekki fyrr farin til vinnu sinnar á morgnana, en ég hljóp til kráarinnar og hímdi þar og beið þess, að einhver kall- aði á mig inn fyrir dyrnar og gæfi mér að súpa á. Móðir mín klagaði mig grátandi fyrir kráareigandanum, sem skipaði mér að snáfast burtu. En ýmsir kráargestanna vildu ógjarnan missa af skemmtun sinni, svo að þeir gáfu mér vín utan við krána og espuðu mig upp til að endurtaka klámglósur sínar. Sex ára var ég orðinn drykkjumaður. Og ég var ekki farinn að ganga í skóla. í fylgd með öðrum .smástrákum flæktist ég um göturnar og sníkti peninga hjá vegfarendum, hékk úti fyrir kránni og varð meir og meir framandi heimili mínu. Ég sá fleira en ég gat munað. Það var mín æsta sæla að fá vínsopa. Móðir mín var örvæntingin sjálf. Hún hýddi mig. Síðan bað hún til guðs og grét sáran yfir mér og sárbændi mig um að vera góður og sagði eins og satt var, að hún væri neydd til að vinna utan heim- ilisins. En ég lét þetta allt sem vind um eyrun þjóta. Loks fékk hún gamla Svertingjakonu til að gæta okkar bræðranna og varna því, að ég fæktist á kránni og sníkti vín. Og að lokum fjaraði vín- þorstinn úr æðum mér og ég gleymdi því, hvernig áfengi var á bragðið. I götunni, sem við bjuggum við, var margt skólabarna, sem oft gleymdu sér í leik á heimleiðinni úr skólanum. Þau létu bæk- urnar sínar liggja á gangstéttinni, og ég blaðaði í þeim og spurði börnin, hvað hin furðulegu prentuðu teikn þýddu. Er ég hafði lært að þekkja nokkur orð, sagði ég móður minni, að mig lang- aði að læra að lesa, og hún hvatti mig til þess. Brátt varð ég fær STÍGANDI 3 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.