Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 97
Hann trúir engum til fulls og lifir eflir
orðunum, að sterkastur sé sá, sem stend-
ur einn. Hann er gjörólíkur Guðna í
Skuld, hugsjónamanninum í Brimar \ið
Bölklett, þótt það sé hann, sem ber hug
sjónir Guðna fram til sigurs, þ. e. að
segja sigurs á mælikvarða hinna kald-
rifjuðu viðskipta. Verkamannafélagið
ber hann fram til sigurs, kaupfélagið ber
hann fram til sigurs. Og þó er eitthvað
að, eitthvað meir en lítið, því að hann er
viljinn, sem vantar kærleikann til fólks
ins, hann er borinn fram til sigurs af
fólkinu, þrá alþýðunnar til bættra lífs-
kjara, og skilur það þó ekki, hann er
krókaldan, sem rís gegn systrum sínum i
áttavillu, sterkari en þær hver um -ig,
en veikari en þær allar til samans. Og
þar sem orka hennar beinist í aðra
stefnu en þeirra hinna, verður hún
hættuleg. En framvindu atburðanna er í
rauninni ekki lengra komið í sögulok
en það, að krókaldan er risin í fulia e'a
nær fulla hæð. Hvað gerist svo? Því á
höf. eftir að svara í næstu bók sinni um
íslenzka sjávarþorpið, verkalýðsbarátt-
una og kaupfélagsskapinn.
En þó að krókaldan sé höfuðvið-
fangsefni höf. í þessari bók, sýnir hann
lesandanum margt fleira. Enn leggur
hann alúð við mannlýsingu drengsins,
hann sýnir okkur inn í kvalastað at-
vinnuleysingjans sjúka, konu hans og
barna. Hann túlkar hina hljóðu baráttu
Bjargar, konu Sigurðar, við að laða fram
aukna mannúð í viðhorfi hans til um-
heimsins, og enn er okkur sýnt inn í
þröngan klækjaheim smáborgaralegra
yfirstéttarsálna, sem fálma í blindri
heimsku sinni eftir ráðum til að halda
forréttindum sínum fyrir ásókn fjöldans.
Hvernig tekst svo höfundi að lýsa
þessu öllu? Oftar vel, stundum mlður.
Agætlega stundum. Hann virðist þekkja
efniviðinn, sem hann telgir úr, nrög
vel. Og sumar mannlýsingarnar verða
ljóslifandi. Stundum virðist hann sKrta
smekkvísi í orðavali, einstöku sinnum
samræmi og háttsemi í frásögn. I u h: nn
er hann sjálfur. Hann sækir ekkert til
annarra. Hann hefir numið sér silt
eigið land, sem.aðrir íslenzkir höf. haía
ekki stigið fæti á. Þess vegna bíður Ies
andinn forvitinn eftir næstu bók, eliir
að hafa lesið þcssa sér til gagns og á-
nægju.
/ þagnarskág. Kristján frá Djúpa-
læk. Bókaútgáfan Sindur h. f.
1948.
Fyrstu bækur ungra höfunda eru eins
og endurtekin áhlaup á Kfnamúr tregðu
almennings til að viðurkenna þá. í
jiagnarskóg er þriðja áhlaup Kristjáns
Einarssonar frá Djúpalæk. Það £yrs! i
kallaði hann Frá nyrztu ströndum, og
menn hristu höfuðið. Næsta kallaði
hann Villtur vegar og menn ýttu hon-
um meinleysislega, en steinþegjandi út
af múrbrúninni, sem nokkur allgóð
kvæði höfðu skilað honum upp á. Og
þriðja áhlaupið kallar hann svo /
þagnarskóg. Ekki er það hernaðarlegt
heiti, hvaða raun sem áhlaupið gef"r.
En hver sem dómur almennings verð-
ur, mun því tæpast neitað með rökum,
að Kristján hafi vaxið með hverri ljóða-
bók. Honum verður ekki með réttu neit-
að um það, að hann cr stundum skáld,
þótt hann sé líka stundum leirskáld.
Og þrátt fyrir það að hann er allör-
uggur um kcllun sína, er hann þó ekki
öruggari en svo, að hann skemmir oft
af einskærri óvandvirkni kvæði, sem
herzlumuninn einn virðist skorta til að
gera prýðileg Ein „slöpp" vísuhending
getur gert smákvæði hversdagslegt, jjótt
hver ljóðlína önnur sé nteð helgidags-
blæ, og sýnt „hvert harn" Kristján „vcr-
ið getur,“ svo að orð hans séu notuð, í
umgengni sinni við ljóðagerðina.
Kristjáni virðist láta bezt form smá-
kvæðisins eða ljóðsins. Súld er t. d.
ljómandi kvæði, svo að góðskáldi er
samboðið. í þagnarskóg, Hönd, Ævin-
týri, Kvöld í maí, Vin, Svanur og Fang-
STÍGANDI 3 1 9