Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 23
nokkrum verulegum notum, það væru alþýðuskólarnir, en að svo
stöddu er ekki að vænta þess, meðan landsstjórn vor er ekki kom-
in í betra horf.
Ég efast ekki um, að þeir, sem færir eru til þess að veita ungl-
ingum og uppvaxandi mönnum tilsögn, nnindu af fúsum vilja
gera það, svo framt þess væri leitað við þá. Þess vegna mundi ekki
neitt illa til fallið, að gerð væru dálítil samskot til stofnana, þar
sem unglingarnir fengju nokkra uppfræðing eða menntun, og
mundi þeim peningum, sem margir ungir rnenn eyða til ýmislegs
óþarfa ekki betur varið til annars, en að {reir borguðu þeim ómak
sitt og fyrirhöfn, sem vildu veita þeim tilsögn í því, sem nytsam-
legt er og gott að læra. Þessar stofnanir eða félög þyrftu a. m. k. að
vera ein í hverjum ln eppi, og kennslan einkunt og helzt innifalin
í skrift, reikningi og að rita rétt inóðurmálið jafnframt því, að
einnig væri kennt að tala það rétt og greinilega eða með öðrum
orðum að vita, livað væri íslenzka og livað ekki af því, sem talað
er daglega. í sögu landsins ætti að öllurn líkindum flestir að vera
svo heima, að ekki þyrftu tilsagnar við, en þó efast ég nti um, að
svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi, þótt veitt væri dálítil tilsögn
eða kennsla í henni. Einnig væri gott að vísa á leið í landafærði, a.
m. k. hvað föðurlandið snertir.
í hreppi þessum eru til þeir menn, sem fullkomlega eru til þess
færir að veita unglingum tilsögn í þessurn áminnstu greinum, svo
framarlega að þeir vildu það gera, sem ég heldur efast ekki um,
þar sem þetta er eitt af því, sem gæti aukið álit og heiður vorrar
ástkæru fósturjarðar, að sem flestir gætu fengið nokkra menntun
og uppfræðing. Eitt af því, sem gæti stutt og létt fyrirtæki þetta,
væru smáfundir, sem haldnir væru í þeim tilgangi, að menn hefðu
betri kynni hver af öðrtun, og gætu menn á þann hátt lært án efa
mikið hver af öðrum. F.g er fidlkomlega sahnfærður um, að ef fyr-
irtæki þessu yrði framgengt í sveit vorri með tilhögun og undir
stjórn þeirra manna, sent til þess eru kjörnastir, þá mundi áður
en langt liði aðrar sveitir fylgja dæmi voru. — Ég hefi ekki ráðizt í
að rita um þetta, af því að ég þykist fær til þess, heldur fyrir þá
sök, að forseti félags vors hefir mælzt til þess, að vér reyndum að
semja dálitlar ritgerðir. En það er verst, að þetta getur ekki náð
því nafni.
Tökum oss eitthvað gagnlegt fyrir hendur. Láturn sjást að vilji
og samtök hafi sameinazt hjá oss á þjóðhátíð vorri til framfara
fyrir þjóðina. Skyggnumst eftir þeim áhrifamiklu vísindum, sem
STÍGANDI 245