Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 90
um að staí'a mig gegnum llestar )rær barnabækur, sem ég rakst á.
Oseðjandi forvitni blossaði upp í mér, og ég vildi vita skil á öllu,
sem gerðist kringum mig. Þegar móðir mín kom þreytt heim frá
vinnu sinni, lét ég spurnirigarnar rigna yfir hana um hvað eina,
sem ég hafði heyrt á götunni. Oft neitaði hún að svara.
Kaldan morgun einn vakti móðir mín mig og sagði, að hún
færi með bróður minn með sér í vinnuna, af því að kolalaust
væri, en ég yrði að bíða í rúminu, unz kolin, sem irún hafði
beðið um, væru komin. Peningana fyrir þau lagði hún undir
ljósadúkinn á kommóðunni. Ég hallaði mér aftur á eyrað og
vaknaði á ný við það, að dyrabjallan glumdi. Ég lauk upp dyr-
urium, lét kolakarlinn koma innfyrir og fékk honum peningana.
Hann stjaldraði við og spurði, hvort mér væri kalt.
Já, sagði ég skjálfandi.
Hann lagði í ofninn og kveikti sér í pípu.
Hvað áttu að fá til baka? spurði hann.
Það veit ég ekki, svaraði ég.
Skammastu þín ekki, að kunna ekki að telja? spurði liann.
Nei, svaraði ég.
Hlustaðu nú á og endurtaktu það, sem ég segi.
Hann taldi upp að tíu og ég var ekkert nema eyrun. Svo sagði
hann mér að ég skyldi telja sjálfur, og það gerði ég. Svo kenndi
hann mér orðin tuttugu, þrjátíu, fjöritíu o. s. frv. Síðan sagði
hann mér að bæta einum við, svo tveimur, síðan þremur og svo
áfram. Á örskömmum tíma hafði ég lært að telja upp í hundrað
og var ofsaglaður. Löngu eftir að karlinn var farinn, dansaði
ég á nærfötunum um rúmið og taldi aftur og aftur upp að
hundrað og var á nálurn um, að ég mundi gleyma tölunum, ef
ég hætti að þylja þær. Þegar móðir mín kom heim um kveldið,
lét ég liana engan frið hafa fyrr en hún hlustaði á lærdóm minn.
Hún varð höggdofa. Eftir þetta kenndi hún mér til fulls að lesa
og sagði mér oft sögur. Á sunnudögum las ég upphátt í Sunnu-
dagsblaðinu og rnóðir mín leiðrétti mig, þegar ég las skakkt.
Brátt varð ég regluleg spurningaplága á öllum, sem ég náði
til. Ekkert varð mér óviðkomandi í nágrenninu, hversu smávægi-
legt sem það var. Það var þessi forvitni mín, sem leiddi mig inn
í leyndardóminn um samskipti „hvítra“ og „svartra", og fyrstu
kynnin voru hrollvekjandi. Enda þótt ég hefði lengi vitað, að
sumir menn voru kallaðir „hvítir“, hafði það ekki orðið mér
neitt umhugsunarefni. Ég hafði ótal sinnum mætt hvítum körl-
312 STÍGANDI