Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 48
EFTIR ORÐANNA HLJÓÐAN
Eftir BIARTMAR GOEMUNDSSON
Bóndinn í Brattási lieitir I’órarinn, einn a£ þessum nýríku í
stéttinni og farinn að finna til sín eins og peningamönnum er títt.
Þá er konan, móðir og uppalandi unga-íslands, og heimasætur
tvær, staddar þar í Brattási um stundarsakir, eða frómt frá sagt:
síðan á jólunum; en nú er þorri. Aðalgerður og Þura heita þær.
Hin fyrrtalda fögur og fönguleg, tvítug, nú tannlaus, og bíður þess
liér á afskekktum stað, að tanngerðarmaður fái henni nýjan rnunn
og kyssilegan. Þura er eitthvað eldri og gæti verið ófrísk, þó ekki
sýnilega, nema þá í stækkunargleri.
Soninn verður að nefna, Sigurð, ungan mann, atvinnulítinn,
dreymandi um bættan heim og lesandi stjórnmál og fagiar hók-
menntir.
Síðast mætti nefna fjármanninn. Og er þá upptalið heimafólk
í Brattási og fleira þó, því að systkinin teljast tæplega þar með
núorðið.
Ásauðamanni þessum þarf varla að lýsa. Menn þekkja hann frá
seytjándu öld, átjándu og hinni nítjándu og strjáling á vorum
dögum.
Barið.
— Kont inn! kallaði húsbóndinn digurri röddu úr herbergi
sínu, frambaðstofunni. Kom inn!
— Sæll og blessaður!
Það var pósturinn, sem heilsaði.
— Sæll!
— Hér hefir þii lesninguna, mælti hann og varpaði byrði sinni
á húsbóndaborðið. Tók því næst að leysa ofan af poka sínum,
voldugum poka úr segli með einhverjum valdsmannamerkjum
os embættisinnsiglum.
— Hana vantar mig nú reyndar sízt af öllu, anzaði bóndinn.
Hér eru öll hús yfirfull af bókmenntum, flestum óþörfum. Þið er-
uð þarflausustu menn veraldarinnar, póstarnir, fyrir utan prent-
arana, að maður tali ekki um höfundana sjálfa, sem eru lmndrað
sinnum verri en svartidauði.
270 STÍGANDI