Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 10
frændi minn reiður, ef ég læt þetta út úr mér? Það var gott, að
liann gat ekki lesið hugsanir mínar, sá, sem hjálpaði upp á mig
við húsbygginguna í hitteðfyrra! Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
Þess vegna segja blöðin líka, að það þurfi að laga ástandið, og von-
andi finni alþingismennirnir lausnina, sem allir verði ánægðir
með. Og það megi ekki dragast, það þoli enga bið! Og kom svo
ekki lausnin fyrir jólin?
En hver er meginorsök verðbólgunnar? Eg svara og svara hik-
laust: Ol' mikil kaupgeta meðal fólksins í landinu, kaupgeta, sem
er sköpuð við óarðgæfa starfsemi, einkum verzlun, ýmiss konar
iðnað, opinberar framkvæmdir, ríkiseftirlit og alls konar opin-
bera þjónustu, ferðalög, veitingastarfsemi og skemmtanir. Þeir,
sem nú stunda undirstöðuframleiðsluna, eru of lítill hluti þjóðar-
innar. Sú skoðun er nokkuð útbreidd í bæjum landsins, að land-
búnaðurinn sé lítils virði fyrir þjóðina, jafnvel að sumu leyti til
byrði. Það hefir verið ríkjandi háskalegur misskilningur á því,
hvaðan lífsþarfir þjóðarinnar koma. Menn sjá blöðin og blóma-
skrúðið, en gleyma rótinni. Landbúnaður og sjávarútvegur, og
iðnaður að talsverðu leyti, eru rótin, sem gefur blómum og blöð-
um lífsnæringu. Ef við höldum líkingunni áfram, þá má segja,
að blöðin og blómin séu eins og hin opinbera þjónusta, skólar og
menntamál, listir og vísindi, verzlun, samgöngur, ríkisstjórn,
dómsvald, lögregla o. fl. — Og svo kannast allir ræktunarmenn
við sníkjudýrin, sem sjúga lífsnæringu frá rót og blöðum.
Sk'l 'li Ég tel stefnt í ófæru í skólamálum landsins. Nú á
að setja öll börn og unglinga í skóla frá því að þau
lara að vitkast og fram til 16—17 ára aldurs, og fjöldi þeirra á svo
að halda lengra. Ég hygg, að afleiðingin verði allt of oft: lítill
árangur í námi, og það, sem verst er, algjört fráhvarf frá líkam-
legri vinnu. En það er mesta ógæfa, sem þjóðina getur hent, að
tapa löngun til líkamlegrar vinnu og trú á nauðsyn hennar, —
gildi hennar fyrir hag og heilbrigði. Nám er nauðsyn, en vinnan,
starfið, er enn meiri nauðsyn. Eftir barnaskólanámið ætti oftast
að vera hlé á hjá meginhluta unglinga. Þeir, sem löngun hafa,
fara svo í framhaldsskóla 2—3 vetur, þegar þeir hafa öðlazt meiri
þroska. Meginhluti æskulýðsins er nú í bæjurn landsins og eink-
um Reykjavík 7—8 mánuði ársins. Margt á.að heita við nám,
rnargt nytsamlegt og gott. en margt líka aðeins að nafninu. Sí-
fellt færri hendur stunda landbúnaðinn, og sjávarútveginn skortir
menn. ’ .
932 stígandi