Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 64
Smiðjuskógur (fornir steðjnsteinnr?) e. sjgurgf.irsson
arferð. Minnkaði nú hríðin og birti í lofti. Mig minnir, að við
gengjum á annan tíma, áður en við kæmum inn í botn dalsins.
Kom þá í ljós, að við höfðum ekki komizt á beztu liaga kvöldið
áður. A leiðinni sáum við mörg einkennileg náttúrufyrirbrigði.
Jökuldalur liggur frá norðvestri til suðausturs, að mér virðist.
Annars er erfitt að halda áttum, þegar inn í dalinn kemur. Er
hann strax í mynninu alldjúpur, og norðan til í mynni hans er
hár hóll, er stendur þar sent vörður, Hlíðar dalsins eru allmikið
sundur skornar af giLjum. Á stöku stað gengur jökull fram á háar
gnípur. Hefir hann allvíða þversprungið og fyllur síðan hrapað
niður. Má þar líta lögin í jöklinum.
Nokkur gróður er norðan til í austurhlíðinni, en meiri gróður
er ]ró á undirlendinu, innst í dalnum.
Áður en við lögðum af stað úr dalnum, tók Edvard kvikmyndir,
því að birta var allgóð og fölið aðeins til að gera myndirnar til-
komumeiri.
Svo var haldið norður með Tungnafellsjökli. Sést hann greini-
lega í björtu veðri. Afar einkennilegt er þar, sem Jökulfallið kem-
ur undan jöklinum, en það er eina vatnið á þessari leið. Er þar stór
íshellir, sem myndaði hvelfingu yfir vatninu. Vegna tímaskorts
286 STÍGANDI