Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 6
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 Umgjörð: Lindberg Spirit Umgjörð: Chrome Hearts Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par frítt í þínum styrkleika. Láttu þetta ekki framhjá þér fara. NEYTENDUR „Fór í blóðprufu 28. desember 2012, þá kostaði hún 1.800 krónur, þurfti aftur í blóð- prufu í gær 26. febrúar 2013 og þá kostaði hún 1.900 krónur. Ríkið að standa vörð um heilbrigðiskerfið eða hvað!“ Ofangreind ábending er ein af mörgum sem almenningur hefur sett inn á vefinn www.vertuaverdi. is sem opnaður var núna í vikunni. Um er að ræða átak aðildarfélaga ASÍ sem ætlað er að veita fyrir- tækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytend- ur til aukinnar vitundar. „Ábendingarnar koma úr ýmsum áttum og varða opin- bera aðila, þjónustufyrirtæki og verslanir. Í sumum tilfellum er um umtalsverðar hækkanir að ræða,“ segir Henný Hinz, hag- fræðingur hjá ASÍ, og lýsir um leið yfir ánægju sinni með viðbrögð almennings. Hún segir ekki verða kannað í öllum tilvikum hvort neytendur fari rétt með. „Þetta er fyrst og fremst hugsað til að veita aðhald og skapa umræðu en við munum fylgjast með því að velsæmis sé gætt.“ Henný bendir á að þegar verð- bólgan sé mikil og verðlag óstöð- ugt sé enn erfiðara fyrir neytend- ur að fylgjast með. „Það verður hætta á ákveðinni deyfð hjá þeim og auðveldara fyrir fyrirtæki að koma að hækkunum sem kannski er ekki hægt að réttlæta með bein- um hætti. Þetta verður svolítið frítt spil.“ - ibs Átak aðildarfélaga ASÍ gegn verðhækkunum með vefnum Vertu á verði: Birta ábendingar frá neytendum á vefnum VEFUR ASÍ Neytendur geta sett ábend- ingar inn á vef ASÍ. SVÍÞJÓÐ Lögreglumenn í Stokk- hólmi handtóku mann á mánudag fyrir vændiskaup, og reyndist hann vera yfirsaksóknari. Saksóknarinn var handtekinn fyrir utan hótelherbergi í borg- inni. Að sögn sænskra fjölmiðla var lögreglumönnunum brugð- ið þegar þeir áttuðu sig á því að hinn handtekni var sá sem ætti undir venjulegum kringumstæð- um að fá tilkynningu um glæpinn. Saksóknarinn hefur viðurkennt að hafa keypt vændi og haft er eftir honum í fjölmiðlum að vegna reynslu sinnar vissi hann að það heimskulegasta í stöðunni væri að ljúga. - þeb Viðurkenndi vændiskaup: Saksóknari keypti vændi ALÞINGI Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna þarf minnst fjóra mánuði til viðbótar til að ljúka vinnu sinni. Þetta kom fram á fundi nefndarmanna með forsætis- nefnd Alþingis í síðustu viku, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta. Forsætisnefnd fundaði einnig með rann- sóknarnefndinni um Íbúðalánasjóð, og þar kom fram að nefndin stefndi að því að ljúka vinnu sinni eftir um tvo mánuði, eða í apríl- lok. Báðar nefndirnar áttu samkvæmt því sem sagði í þingsályktunum að skila skýrslum sínum í fyrrasumar, en skilin hafa frestast ítrekað. „Það er auðvitað áhyggjuefni, bæði mitt og fleiri, hvað þetta tekur langan tíma og hvað þetta er dýrt,“ segir Ásta Ragnheiður. Heildarkostnaðurinn við nefndirnar tvær hafi numið 506 milljónum til dagsins í dag, sem sé 25 milljónum fram úr fjárheimildum. Hún segir þetta kalla á endurskoðun lag- anna um rannsóknarnefndir, sem Alþingi setti árið 2011. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með svona löggjöf og látum vinna svona fyrir okkur. Við þurfum án efa að endurskoða lögin og meta ýmsa þætti í ljósi reynslunnar.“ Rannsóknarnefndin um fall sparisjóðanna var skipuð í lok ágúst 2011 og átti upphaflega að skila skýrslu sinni 1. júní í fyrra. Hrannar Már S. Hafberg, formaður nefndar- innar, segist telja að nefndinni hafi verið skammtaður of naumur tími til vinnunnar. „Ég veit bara ekki hvort menn hafi áttað sig á umfangi verkefnisins. Þingsályktunin er ansi víðtæk og þetta er fjöldi fjármála- fyrirtækja sem nefndinni er gert að rann- saka mjög ítarlega, og bera auk þess saman lagaumhverfi sparisjóðanna á Íslandi og í nágrannalöndunum.“ Í raun gæti rannsókn af þessu tagi hæglega tekið fjöldamörg ár, að hans sögn. Þá hafi það óneitanlega haft einhver áhrif þegar fyrrverandi formaður, Sigríður Ingvars dóttir héraðsdómari, sagði sig frá verkefninu í haust. Hrannar segir skýrsluskrifin komin vel á veg, en vill ekki tjá sig um hversu viðamikil skýrslan verði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er þó líklegt að hún verði, þegar allt er talið, á stærð við skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis sem kynnt var 2010. Nefndin um Íbúðalánasjóð var skipuð í byrjun september 2010 og veittur enn skemmri tími til vinnunnar; átti að skila af sér í byrjun mars í fyrra. „Ég fullyrði að matið í okkar tilviki var óraunhæft – mjög, mjög, mjög óraunhæft,“ segir Sigurður Hallur Stefánsson, for maður nefndarinnar. „Í öðru lagi þá hefur þetta verkefni undið upp á sig, sem erfitt er að skýra fyrr en skýrslan kemur út og sést við lestur hennar.“ stigur@frettabladid.is Rannsóknarnefndir þurfa tvo og fjóra mánuði í viðbót Forseti Alþingis segir að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir í ljósi þess hversu lengi nefndirnar um Íbúðalánasjóð og fall sparisjóðanna hafa starfað. Kostnaðurinn við þær nemur þegar hálfum milljarði. NEFNDIRNAR SKIPAÐAR Nefndirnar tvær voru kynntar á blaðamannafundi í september 2011. Síðan eru liðnir átján mánuðir. Ég fullyrði að matið í okkar tilviki var óraunhæft – mjög, mjög, mjög óraunhæft. Sigurður Hallur Stefánsson formaður nefndar um Íbúðalánasjóð 506 milljónir hefur það kostað að starf- rækja nefndirnar tvær frá haustinu 2011 og til dagsins í dag. Kostnaðurinn á enn eft ir að aukast. VIÐSKIPTI Pétri Einarssyni, for- stjóra Straums, hefur verið meinað að stýra fyrirtæki í Bretlandi næstu fimm árin. Ástæðan er sú að skatta- yfirvöld í Bret- landi segja að hann hafi brot- ið gegn skatta- lögum þar í landi. Í frétt á vef breskrar ríkis- stofnunar, The Insolvency Agency, segir að fyrirtæki sem Pétur stýrði, Cbridge Limited, hafi farið í greiðslustöðvun árið 2010 og þá skuldað 192 þúsund pund í skatt. Þá kemur þar fram að tveimur árum áður en fyrir- tækið fór í þrot hafi Pétur greitt sjálfum sér 100 þúsund pund út úr fyrirtækinu en ekki gert tilraun til að gera upp skatta- skuldina. - jhh Segja Pétur hafa brotið lög: Meinað að stýra fyrirtæki PÉTUR EINARSSON 1. Hvaða heimsfrægi leikari bauð Jóni Gunnari Þórðarsyni að leikstýra Macbeth í Old Vic? 2. Hvað hefur Gylfi Þór Sigurðsson skorað mörg mörk í ensku úrvalsdeild- inni frá því að hann gekk til liðs við Totten ham Hotspur? 3. Hver er formaður Fimm stjörnu hreyfi ngarinnar á Ítalíu? SVÖR 1. Kevin Spacey 2. eitt 3. Beppe Grillo VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.