Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 22
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Tillögur sem nú eru til skoðunar í innan- ríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðar- ins hafa vakið athygli á heimsvísu. Við- brögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jóns dóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nán- ast heima þar og var svo að skilja á yfir- lýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróða- afla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðis- legri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barna- þrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafn- vel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er ann- ars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að marg- ir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðill- inn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bók- stafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysis- stefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við. Að trúa á netið INTERNETIÐ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ➜ Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. „… áhrifamikil ættar- og samtímasaga.“ BJØRN BREDAL / POLITIKEN F réttablaðið hefur að undanförnu fjallað um reglur um varning sem ferðafólk má hafa með sér tollfrjálst til lands- ins. Þar er víða pottur brotinn. Umfjöllunin bar þó þann árangur að Alþingi breytti reglum um hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið án þess að borga af honum toll. Sú breyting tekur gildi á morgun og felur í sér tals- verða kjarabót við neytendur, sem drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum. Auðvitað blasir þó við að það væri miklu stærri kjarabót ef íslenzka ríkið afnæmi einfald- lega eða lækkaði stórlega tolla og vörugjöld á ýmsum innfluttum vörum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á býsna sláandi hlið á mál- inu í Fréttablaðinu í gær. Hann færir þar rök fyrir því að hinir háu tollar á ýmsar inn- fluttar vörur séu í raun eins konar fátæktarskattur. Fólk með hærri tekjur komist til útlanda og geti keypt þar til dæmis fatnað, þar með talin barnaföt, á mun hagstæðari kjörum en lágtekjufólkið sem kemst hvergi og neyðist til að verzla á Íslandi. Það væri augljós kjarabót fyrir almenning að lækka eða fella niður tollana á barnafötum, sem þingmaðurinn telur að eigi að vera forgangsmál, og reyndar á svo mörgu öðru líka, til dæmis ýmiss konar raftækjum til heimilis- og hvunndagsbrúks sem eru enn þá tolluð og skattlögð eins og þau séu munaðarvara fyrir firrta yfir- stétt. Við það bætast svo rök Guðlaugs um að lækkun tolla myndi færa verzlun inn í landið og skaffa vinnu á Laugaveginum frekar en í verzlunargötunum í Boston. Það eru gild rök og eiga við um allar atvinnugreinar. Tollar eru stundum settir á að til að vernda innlendar greinar. Í tilviki Íslands er landbúnaðurinn skýrasta dæmið; hann er varinn fyrir erlendri samkeppni með gríðarlegum tollum á erlendar land- búnaðarvörur sem gætu keppt við vörur sem framleiddar eru á Íslandi. Og fáir bjarga sér með því að kaupa búvörur í stórum stíl á ferðalögum. Afleiðingin er of hátt verð á landbúnaðarvörum og þótt til dæmis erlendir ostar séu fluttir inn til landsins í litlum mæli eru þeir svo dýrir að það eru ekki nema þeir tekjuhæstu, sama fólkið og kaupir barnafötin í útlöndum, sem hefur efni á að kaupa þá. Í atvinnumálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem var haldinn um síðustu helgi, er kveðið skýrt að orði um tolla. „Ótækt er að tollar og vörugjöld geri það að verkum að Íslendingar kjósi að versla fremur erlendis en hér á landi eins og hagtölur gefa vísbend- ingu um í dag. Íslensk verslun þarf að hafa svigrúm til að bjóða vörur á hagstæðu verði en það er besta leiðin til að auka kaupmátt almennings,“ segir þar. Þetta er laukrétt. Um landbúnaðinn tala sjálfstæðismenn ekki alveg jafnskýrt: „Sjálfstæðismenn vilja heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir, bændum og neytendum til hagsbóta.“ Það þýðir væntanlega að menn vilji að íslenzkar landbúnaðarvörur keppi við innflutning á jafnréttisgrundvelli. Kyrrstaða hefur alltof lengi ríkt í þessum málum. Það er gott ef einhver hreyfing er að komast á það að lækka tollana. Það væri neytendum í hag og örvar efnahagslífið. Þingmaður bendir á hverjir fari verst út úr tollum: Tollpínt lágtekjufólk Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Auðveld lausn Friðrik Þór Guðmundsson, forvígis- maður í Dögun, ritar pistil á vefinn Svipuna um það spursmál hvers vegna öll nýju framboðin bjóða ekki einfaldlega fram undir einum hatti. Skilja má á skrifunum að Friðrik sé súr yfir því að slíkar hugmyndir hafi ekki gengið eftir, en því miður hafi „breyskleiki mannanna“ verið slíkur að það hafi kvarnast úr hópnum sem upphaflega stóð að framboðinu– að óþörfu að hans mati (það er sem sé ekki hugsanlegt að ólíkar málefnaáherslur ráði þar einfaldlega úrslitum?). En dyr Dögunar standa ávallt opnar, segir Friðrik. Það er með öðrum orðum auðsótt mál að sameina fylkingarnar: Aðrir flokkar geta bara gengið í Dögun. Í sögubækurnar Sögulegt mikilvægi Dögunar fer ekki heldur framhjá Friðriki. Hann rifjar upp þegar Borgarahreyfingin og Hreyfingin náðu saman á nýjan leik eftir að hafa margklofnað beint eftir kosningar og verið aðskildar í tvö ár. Frá þessu er sagt undir millifyrir- sögninni „Sögulegar sættir!“. Það er ekkert annað. Þrot Í nautabökum frá Gæða- kokkum í Borgarnesi er ekkert naut. Og raunar ekkert kjöt yfirhöfuð, segir Matvælastofnun. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort bökurnar hafi kannski alls ekkert átt að innihalda naut heldur hafi þær verið ætlaðar nautum– svona eins og hundamatur. Svo er víst ekki, því að eigandi Gæðakokka er miður sín. Hann bar sig aumlega í fréttum í gær og sagði þetta geta þýtt gjaldþrot fyrirtækisins. Nú skal engu fyrirtæki óskað gjaldþroti, en ef fyrirtæki sem framleiðir nautabökur getur ekki haft naut í þeim þá er gjaldþrot kannski ekki svo langsótt niður- staða. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.