Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 24
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyris þega. En það er meira sem hangir á króknum. Líf- eyrissjóðirnir hafa nefni- lega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðis- kaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá líf- eyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til við- bótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja! Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerð- ing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunar- áhrif lækkunar á kröfum Íbúðal- ánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niður færsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lög- varðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörð- um króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan fram- kvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðs- ins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta líf- eyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgar hverfunum og fólkið á lands- byggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna! Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Sam- kvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu inn- lánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. ára- mót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar? Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveld- lega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfir- lýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar ann- arra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðan- legum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjós- endur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþing- ismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki … Er lítið mál að lofa of miklu? Hugmyndin um að fræðsla geti varið börn fyrir kyn- ferðisbrotamönnum er orðin býsna viðurkennd. Hún gengur út á að upplýsa börn frá unga aldri um rétt sinn til að setja mörk svo að þau geti betur staðið gegn kynferðislegri misnotkun. Hljómar vel, ekki satt? Því miður eru ofbeldis- mál erfiðari viðfangs en svo, ekki síst kynferðis- brotamál. Ástæða þess að börn verða fyrir kynferðisofbeldi er ekki að þau skorti vit til að segja nei eða verja sig með öðrum hætti. Ástæðan, eins og í öllum ofbeldis- málum, er að þau eru borin ofurliði. Aflsmunurinn er ekki aðeins líkam- legur heldur einnig vitsmuna- og tilfinningalegur. Þegar börn verða fyrir lævíslegri tælingu verða þau ringluð og upplifa sig hæglega sam- sek. Oft átta þau sig ekki á hvað gerst hefur fyrr en allt er um garð gengið. Við þurfum að hugsa til enda þýð- ingu þess að ætla börnum að setja kynferðisbrotamönnum mörk. Hvað ef þeim tekst það ekki? Hvað ef þau segja ekki að þetta sé bannað? Er þetta þá þeim að kenna? Ég ótt- ast að það sé niðurstaða sem mörg þeirra sitja uppi með. Nístandi sektarkennd Það er kunnara en frá þurfi að segja að ein algengasta og erfiðasta afleiðing kynferðisofbeldis er djúp- stæð og nístandi sektarkennd þol- enda. Þetta á við um fullorðna en þetta á enn þá frekar við um ung börn. Þau hafa engar forsendur til að sjá við blekkingum full- orðinna og hafa auk þess afar óraunhæfar hugmynd- ir um eigin mátt og getu. Því eru þau berskjölduð fyrir sekt- arkennd sem enginn fótur er fyrir en getur engu að síður kvalið þau ævina á enda. Hvað er þá til ráða? Besta vörn gegn því að börn verði fyrir ofbeldi er að þau eigi örugg tengsl við for- eldra eða aðra fullorðna sem þau geta treyst. Flest vildum að til væru einfaldari lausnir en hjá því verður ekki komist að fullorðið fólk beri ábyrgð á að gæta öryggis barna. Það þarf að hlusta á börn, veita líðan þeirra athygli og taka þau alvarlega. Barn sem býr við slíkt atlæti veit hvar mörk liggja og hve- nær er farið yfir þau vegna þess að það lærir markasetningu í sam- skiptum við þá sem annast það. Þar með er ekki tryggt að barnið geti varið sig fyrir ofbeldi. Það er hins vegar mun líklegra til að segja frá og fá hjálp við hæfi. Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn búa við fáskiptni og vanrækslu og eru misyndismönnum auðveld bráð. Það er alvarlegur og aðkallandi vandi en hann verður aðeins leyst- ur með samstilltum aðgerðum for- eldra, fagfólks, stjórnvalda og allra þeirra sem láta sig hag barna varða. Fræðsla barna er ekki málið KYNFERÐIS- BROT Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir FJÁRMÁL Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Seinni grein ➜ Við þurfum að hugsa til enda þýð- ingu þess að ætla börnum að setja kyn- ferðisbrotamönnum mörk. ➜ Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Inngangur að lögfræði 3.350 kr. Vefverslun á að virka alls staðar Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600 Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.