Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 26

Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 26
Hugmyndir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi og á Aust- fjörðum hafa enn skotið upp kollinum. Eðlilegt er að Íslendingar séu vak- andi fyrir nýjum atvinnu- tækifærum en sú starf- semi má ekki bitna á náttúrunni. Síðastliðin 40–50 ár hefur laxeldi í sjókvíum verið margreynt og oft- ast mistekist. Náttúru- legar aðstæður í vist- kerfinu reyndust fiskeldi ofviða. Lýs, þörungablómi og marglyttur herjuðu á kvíafiskinn og ógjörn- ingur var að verja kvíarnar fyrir fuglum, selum og hvölum. Óhöpp, mannleg mistök og ytri aðstæð- ur hafa orðið til þess að fjárfest- ingarnar hafa fengið ömurlegan endi. Ótaldir milljarðar hafa glat- ast og tapreksturinn lent á skatt- greiðendum. Efnahagsleg velgengni Íslend- inga byggist á að veiða, vinna og selja villtan fisk úr ómenguðum sjó við landið. Því er eðlilegt að spyrja hvort sú hreina og jákvæða ímynd sem íslenskur fiskur hefur á heimsmörkuðum sé í mótsögn við fiskeldi í sjó. Slíkt eldi hefur stórskaðað lífríki við strendur og í vatnakerfum Noregs, Skotlands, Írlands og Kanada. Mengun og úrgangur – köfnunarefni og fos- fór – frá fiskeldisfyrirtækjum er óheyrilegur. 7.000 tonna laxeldi, eins og rætt er um í Ísafjarðar- djúpi, mengar á við 157.000 manna bæjarfélag. Þolir Djúpið slíkt álag? Laxalús frá kvíaeldi hefur eyðilagt norskar laxveiðiár. Í Noregi hefur veiði því verið hætt í um 110 ám, aðallega vegna mengunar frá lax- eldi og áhrifa stíflna fyrir raforku- ver. Laxalúsin leggst á og drepur laxaseiði sem eru ný gengin til sjáv- ar. Fyrirhuguð staðsetning kvía fyrir utan ósa laxánna innst í Djúp- inu myndi því drepa laxastofnana. Rækjan og þorskurinn í Ísafjarðar- djúpi munu og bíða skaða af meng- un frá laxeldinu auk þess sem laxakvíar hafa neikvæð sjónræn áhrif á þrönga Vestfirðina. Þang- að sækja ferða- og sjóstangaveiði- menn í leit að hinni sérstæðu og ósnortnu náttúru. Aðdrátt- arafl Vestfjarða minnkar til muna þegar firðir fyll- ast af sjókvíum. Ótalin er hætta af lyfjum og sjúk- dómum sem fylgja laxeldi. Lúsalyfin eru sérstaklega hættuleg skelfiski. Þau virka á skel lúsar innar og á allan skelfisk í umhverf- inu. Rannsaka þyrfti hvort fiskeldi hafi spillt hörpu- skel í Breiðafirði og humar undan suðausturströnd landsins þar sem lyfjamengað skolið úr Austfjarðaeldinu fer út á miðin. Lax mun alltaf sleppa Lax mun alltaf sleppa úr sjókvíum og strokulaxar synda hratt upp í nærliggjandi ár þar sem þeir blandast auðveldlega villtum fisk- um sem fyrir eru. Lang varandi laxeldi hefur að lokum hrika- legar afleiðingar fyrir stofnana í ánum af því að í laxeldinu er not- aður sérræktaður norskur lax sem er allt annarrar náttúru en villti íslenski laxinn. Sem dæmi um hve raunveruleg hættan er, þótt kví- arnar séu ekki við mynni laxveiði- ánna, má nefna að þegar laxar sluppu úr kvíum í Norðfirði fyrir nokkrum árum voru þeir komnir upp í laxveiðiárnar frá Vopna- firði og suður í Breiðdal eftir fáeina daga. Reglan um að sá sem mengar eigi að borga fyrir skað- ann er ekki í gildi á Íslandi; allur erfðaskaði mun falla á veiðiréttar- eigendur. Lyf sem notuð eru í laxeldi fara út í umhverfið og spilla því en safn- ast einnig upp í fiskinum ásamt krabbameinsvaldandi efnum úr laxafóðrinu, s.s. díoxíni, kadmí- um, blýi, kvikasilfri, arseniki og ethoxyquin. Eldislax er því alls engin heilsufæða. Fólki er ráðlagt að takmarka neyslu hans, sérstak- lega börnum og þunguðum konum. Þá eru ótalin vandamál við stjórnun og eftirlit með laxeldi. Eftirlit í Noregi er miklu umfangs- meira en hér á landi en þó er því ábótavant. Eldið er eina matvæla- framleiðslan sem þarf ekki að þrífa eftir sig heldur er mengaður úrgangurinn látinn sitja eftir í náttúrunni. Jafnvel þótt Íslendingar vildu sætta sig við mengunina sem fylgir auknu laxeldi í sjó, á slóð villtra laxa og viðkvæmra skel- dýra, þarf samt sem áður að setja upp stjórnkerfi og eftirlit, eins og um nýja landbúnaðarfram- leiðslu væri að ræða. Þetta kallar á milljarðafjárfestingu í innviðum, menntun og starfsþjálfun. Í dag sjá tvær stofnanir um eftirlitið en hjá hvorugri þeirra er það megin- þáttur í starfseminni. Þá þarf að fylgjast með stjórnun í kvíunum, bátum og búnaði, fóðri, lyfjagjöf, lúsasmiti, slátrun o.fl. Laxeldi á landi Komin er fram ný tegund af lax- eldi sem leyst gæti gamlar aðferð- ir af hólmi, þ.e. eldi í lokuðum flotkvíum í sjó eða í kerum á landi. NASF hvetur til þess að færa fisk- eldi upp á land þar sem hægt er að stjórna ferlinu og nota ferskt vatn eða sjó sem má hreinsa í útrennsl- inu. Nýleg eldisstöð í Virginíuríki í Bandaríkjunum, sem byggir á þessari tækni, hefur sett fyrstu laxana á markað og telja talsmenn stöðvarinnar framleiðslukostn- að sambærilegan við það sem best gerist í norsku sjókvíaeldi (sjá http://asf.ca/landbasedaqua- culture.html). Kannski má spara markaðs- og flutningskostnað með fiskeldi í kerum á þurru landi nálægt stórborgum? Á Íslandi hefur keraeldi verið þróað um nokkurt skeið. Nefna má Íslandsbleikju Samherja, Stolt Sea Farm með Senegal-flúru og fleiri stöðvar. Þetta eru leiðandi fyrir- tæki á alþjóðavísu. Óskandi væri að þau næðu að tryggja jafnvægi og sjálfbæra nýtingu lífríkisins, orðstír og forystu Íslands í vinnslu sjávargæða á norðurslóðum. Laxeldi í sjó eða á landi Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhrings- ins, alla daga mánaðar- ins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvöl- um. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráða- móttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birt- ingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk). Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttug- ur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tæki- færum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þenn- an sársauka og læra að lifa með honum. Ófrjósemi Um 40% kvenna með endó- metríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjó- semi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðj- ast yfir eigin barnaláni. Skilningsleysi Það sem gerir endó- metríósu jafn erfiða við- fangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krón- ískur, við honum er engin lækn- ing og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilnings- leysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðar- lega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlut- ur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúan legan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast held- ur í hljóði. Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tím- ann á lífsleiðinni eða lifa í sárs- auka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljan lega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfið- leikunum og það vill heldur eng- inn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélags- ins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðing- ar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur! Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heimin- um er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvar- leika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdóms- ins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífs- gæða. Meðalgreiningartími endó- metríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífs- gæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endó- metríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðn- ing og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna. Sársauki – ekkert til að tala um HEILBRIGÐIS- MÁL Silja Ástþórsdóttir formaður Samtaka um endómetríósu LAXELDI Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! 28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 ➜ Lax mun alltaf sleppa úr sjókvíum og strokulaxar synda hratt upp í nærliggj- andi ár þar sem þeir bland- ast auðveldlega villtum fi skum sem fyrir eru. ➜ Það sem gerir endó- metríósu jafn erfi ða við- fangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.