Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 30
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Gamla höfnin í Reykja-
vík hefur tekið miklum
breytingum undanfar-
in ár og áratugi eins og
borgarbúar vita. Höfn-
in var upphaflega gerð
á árunum 1912 til 1917.
Þá voru garðarnir tveir
lagðir, Ingólfsgarður
og Norðurgarður, sem
mynda mynni hafnarinn-
ar með fallegu gulu vitun-
um hvorum á sínum enda.
Harpa stendur á land-
fyllingu við Ingólfsgarð
en gegnt henni, hinum megin
við hafnarmynnið, eru hús
HB Granda á landfyllingu við
Norður garð. Fyrirtækið er nú að
byggja kæligeymslu á landfyll-
ingunni. Þar verður geymslu-
rými fyrir allt að 6.000 tonnum
af fiski sem verður hægt að flytja
beint þaðan, með svokölluðum
brettaskipum, til áfangastaða
erlendis í stað þess að keyra fisk-
inn í gámum í gegnum miðbæinn
inn í Sundahöfn. Það mun létta
á þungaumferð á Mýrargötu og
Geirsgötu.
HB Grandi hefur í samráði
við Faxaflóahafnir og Samband
íslenskra myndlistarmanna efnt
til samkeppni meðal myndlistar-
manna um myndlistarverk sem
eiga að prýða austurgafl geymsl-
unnar. Lögð verður áhersla á að
svæðið á landfyllingunni austur
af kæligeymslunni verði aðlað-
andi almenningsrými.
Það er magnað að standa þarna
við Norðurgarðinn, þar sem kæli-
geymslan er að rísa, og horfa á
marglita glerbrynju Hörpu rísa
upp úr sjónum. Segja má að
þarna við gamla hafnarmynnið
standi tvær meginstoðir íslensks
samfélags hvor gegnt annarri:
Menningin og sjávarútvegurinn.
Verðmætasköpun í Vesturhöfn
Gamla höfnin var alhliða fiski-
og flutningahöfn allt til ársins
1968. Þá færðust vöruflutningar
inn í Sundahöfn. Undanfarin ár
hefur öll fiskvinnsla verið flutt
frá austurhluta hafnarinnar yfir
í vesturhlutann.
Það vill gleymast að á vestur-
bakka Gömlu hafnarinnar er
einhver stærsta fiski-
höfn landsins. Á síðasta
ári var 108.000 tonnum
af sjávarafla landað í
Reykjavík. Ætla má að
um 70-75 þúsund tonnum
hafi verið landað í Gömlu
höfninni en um 40.000 í
Sundahöfn.
Helstu útvegsfyrirtæki
landsins landa afla sínum
í Gömlu höfninni: HB
Grandi, Brim og Ögur-
vík. Ekki má gleyma að
nefna minni fyrirtæki
eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðal-
björgu og Sindrafisk. Sum þeirra
eru fjölskyldufyrirtæki þar sem
mikil væg reynsla og þekking
hafa safnast í gegnum ættliði.
Takmarkaðar afla heimildir,
hátt verð og miklar kröfur á
neytendamarkaði hafa orðið til
þess að íslensku sjávarútvegs-
fyrirtækin leita nú allra leiða
til að nýta hvert kíló sem best
og hámarka verðmæti þess. Það
hefur leitt til þess að íslensk
sjávar útvegsfyrirtæki eru í
fremstu röð í heiminum þegar
kemur að verðmætasköpun og
fullnýtingu aflans. Lykill að
þessari farsælu þróun er frjótt
samstarf við íslensk hátækni-
fyrirtæki við þróun á vélum, hug-
búnaði, tækjum, og veiðarfærum.
Af tæplega 170 fyrirtækjum
sem starfrækt eru á Grandanum
og í Örfirisey tengjast 60 sjávar-
útvegi beint eða óbeint. Í septem-
ber á síðasta ári opnuðu Íslenski
sjávarklasinn og Faxaflóa hafnir
„Hús Sjávarklasans“ í Bakka-
skemmu við Grandagarð 16. Til-
gangurinn er að efla samvinnu
tækni- og þjónustufyrirtækja sem
tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú
þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að
tvöföldun á þessu rými í Bakka-
skemmu þannig að í húsinu verði
rösklega 20 fyrirtæki. Að lokn-
um framkvæmdum verður Hús
Sjávar klasans mjög öflug tækni-
og þjónustumiðstöð í sjávar-
útvegi, líklega sú stærsta sinnar
tegundar í Norður-Atlantshafi.
143 milljónir matarskammtar
Það er eins og að koma inn í
sótthreinsaðan skurðsal þegar
maður gengur inn í fiskvinnslu-
sal HB Granda á Norðurgarði.
Gestir setja bláa plastpoka yfir
skóna, net yfir hárið og sérstaka
skegggrisju ef þeir eru skeggj-
aðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst
úr sápuvatni og úða svo á þær
sótthreinsandi vökva. Og starfs-
fólkið er einmitt eins og skurð-
læknar sem hafa tekið full-
komnustu tækni í þjónustu sína.
Í einum salnum er röntgen- og
leysiskurðar vél sem fjarlæg-
ir beinagarða úr karfaflökum á
augabragði og hárnákvæmt. Ekki
eitt einasta gramm fer til spillis.
Þetta er íslensk hugvitssmíð, ein-
stök í heiminum. Vélin er hönn-
uð og smíðuð af litlu hátækni-
fyrirtæki sem heitir Valka.
Frystihúsið er sérhæft í karfa-
og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru
í gegnum það 16.000 tonn af fiski.
Helstu markaðir eru í Frakklandi
og Belgíu. Hausar og bein eru
þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm
frystiskip fyrirtækisins lönduðu
21.800 tonnum við Norðurgarð.
Sá afli var seldur til Evrópu, Eng-
lands og Japan. Sala afurða frá
frystihúsinu á Norðurgarði og
sala á sjófrystum afurðum nam
samtals 15,3 milljörðum króna.
Ef allt þetta magn er reiknað í
200 g matarskammta eru það 143
milljónir matarskammtar. Bráð-
hollir auðvitað.
Segja má að allt það magn-
aða hugvit, þekking, verðmæta-
sköpun sem á bækistöðvar sínar
í Vesturhöfninni hafi fallið svo-
lítið í skuggann af flottu gler-
brynjunni á Hörpu á Austurbakk-
anum. Það er hreinasti óþarfi.
Reykvíkingar hafa ríka ástæðu
til að vera stoltir af stærstu
sjávarútvegs höfn landsins.
Stærsta sjávarútvegshöfnin
Nýverið kom fram að 23%
íslenskra 15 ára stráka lesa
ekki sér til gagns en 9%
stúlkna glíma við sama
vanda.
Fyrir fáeinum áratug-
um var hlutfall kvenna í
háskólum á Íslandi lægra
en karla. Nú eru 63%
háskólanema konur en
aðeins 37% karlar. Hvern-
ig má skýra þetta?
Á Íslandi eru nánast
allir starfsmenn leikskóla
konur. Svipað gildir um grunn-
skóla, en þar er hlutfall kvenna yfir
80%. Í framhaldsskólum er vax-
andi hluti kennslunnar í höndum
kvenna, víða yfir 50% og stefnir í
80% á næstu fimmtán árum.
Stuðlar þetta hugsanlega að því
að strákar fari síður en stelpur í
háskólanám? Er menntun að verða
forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf
þá ekki að bregðast við og huga
að réttindum stráka? Lítið heyrist
talað um það. Áhyggjuefnið virðist
vera að stelpur séu enn þá færri
í verkfræðideild. Minna heyrist
um áhyggjur af því að strákar séu
færri en stelpur í lækna-, tann-
lækna- og lyfjafræðideild svo dæmi
séu tekin.
Eiga undir högg að sækja
Englendingar hafa áhyggjur af því
að strákar standa sig verr en stelp-
ur í enskum skólum. Skv. rannsókn-
um Bonny Hartley, sálfræðings við
háskólann í Kent í Englandi, stuðla
kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd
stráka með því að vera sífellt að
gagnrýna þá fyrir að eiga erfið-
ara með að sitja kyrrir og prúð-
ir eins og stelpurnar. Við átta ára
aldur eru strákarnir komnir á þá
skoðun að stelpurnar séu stilltari,
gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelp-
urnar fá meiri hvatningu frá kven-
kennurum svo þær telja sig gáf-
aðri en strákarnir. Um 90% enskra
grunnskólakennara eru konur. Ekki
skal því haldið fram hér að þess-
ar niðurstöður megi yfirfæra á
íslenska skóla. Sumar kannanir hér
hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd
stúlkna en drengja. Hvað sem því
líður og hverjar sem ástæður þess
eru virðast strákar eiga undir högg
að sækja í skólum á Íslandi.
Tekið skal fram að réttinda-
barátta kvenna á fullan rétt á sér og
hefur sem betur fer skilað árangri
þótt enn sé verk að vinna, m.a.
varðandi launajafnrétti. Konur eiga
að fá sömu laun fyrir sömu vinnu
og karlar og hafa sömu tækifæri
til menntunar og atvinnuþátttöku.
Konur eiga allt gott skilið, en varla
getur það talist æskilegt né eðlilegt
að þær séu nánast allsráðandi við
mótun ungs fólks í skólakerfinu.
Hugsum okkur að þessu væri
öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu
síður læsar en drengir, að hlutfall
kvenna í æðra námi færi lækkandi,
að flestir kennarar á flestum skóla-
stigum væru karlar og að þeim
færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt
þætti stórvandamál sem brugðist
yrði við af festu. Þá væru sett lög,
reglugerðir og kynjakvótar til að
breyta hlutföllunum og rétta hlut
stelpna. En þarf ekki að rétta hlut
stráka?
Ekkert frést af aðgerðum
Bráðlega taka gildi lög um að konur
skuli skipa 40% sæta í stjórnum
stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn
hljóta að telja slíkt til bóta fyrir
þjóðfélagið. Frá ESB koma skila-
boð um að beita fjársektum til að
ná þessu fram. Ekkert hefur þó
frést af aðgerðum til að rétta hlut
stráka í skólakerfinu.
Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá
hlutverk í myndum karla eiga sem
sagt að skapa okkur kvenímyndir
í þessum öfluga miðli … Þetta er
ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti,
heldur hættuástand sem hamlar
eðlilegri framþróun greinarinnar
og það sem meira er, samfélags-
ins alls … Þetta er þjóðfélagsmein.
Þjóðfélag verður aldrei heilt með
karlagildi ein í öndvegi.“
Ég tek undir með Kristínu, en
mér finnst hún þó taka djúpt í
árinni. Ef það sem hún lýsir er
hættuástand, hvaða orð á þá að hafa
um það að skólakerfið sé óðum að
komast í hendur annars kynsins?
Varla verður þjóðfélagið heilt með
kvennagildi ein í öndvegi í skóla-
kerfinu svo notuð séu hennar orð.
Ýmsir telja að strákar þurfi öðru-
vísi kennslu en stelpur og að karl-
kennarar séu líklegri til að henta
strákum. Líklega er þó best fyrir
bæði stráka og stelpur að hafa
kennara af báðum kynjum.
Abigail James, doktor í kennslu-
sálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu
í skólum, telur slíkt báðum kynjum
til hagsbóta. En þá er spurningin
hvort konur eigi að kenna stelpum
og karlar strákum? James telur að
bæði kynin þurfi að kynnast kenn-
urum af báðum kynjum. Sé það rétt
þarf að hækka hlutfall karlkennara
í íslenskum skólum.
Allt hnígur að því að brýnt sé
að spyrna við fótum og bregðast
af einurð við slöku gengi stráka í
skólakerfinu.
Slakt gengi stráka í
íslensku skólakerfi
Þegar þetta er skrifað
eru þúsund stúdentar á
biðlista eftir íbúð á Stúd-
entagarða Félagsstofnun-
ar stúdenta. Það er mikið
í fámennu samfélagi og
fleiri en íbúar Stykkis-
hólms, Grundarfjarðar og
Bolungarvíkur svo örfá
dæmi séu tekin.
Því miður sér ekki fyrir
endann á biðlistunum og
stúdentar þurfa því að
leigja sér húsnæði á dýr-
asta stað landsins þar sem
meðaltal fermetraverðs á leigu-
íbúð eru 2.500 kr. Ef útreikningar
mínir standast kostar því 125.000
kr. að leigja 50 fermetra kjallara-
kytru. Það er nægilega stór biti
til að kafna á þegar námslánin
eru einungis 140.600 kr. á mán-
uði. Ef við opnum augun, þó það
sé ekki nema örlítið, þá liggur það
í augum uppi að dæmið gengur
ekki upp.
Fyrst námslánin eru ekki
hækkuð, hvað er þá til ráða?
Markmið laga nr. 138/1997 um
húsaleigubætur er að lækka hús-
næðiskostnað tekjulágra leigj-
enda og draga úr aðstöðumun á
húsnæðismarkaðnum. Þar sem
námsmenn eru tekjulægsti hópur
samfélagsins með 32.009 kr.
minna til ráðstöfunar en atvinnu-
lausir teljum við að breytinga sé
þörf.
Snemma á árinu 2012 var send
breytingartillaga frá Stúdenta-
ráði Háskóla Íslands á
lögum um húsaleigu-
bætur. Í stuttu máli sagt
var breytingunni ætlað
að koma til móts við
húsnæðis vanda náms-
manna með því að skil-
yrði til greiðslu húsa-
leigubóta til námsmanna
væru rýmkuð. Rýmkunin
fólst í því hagræði að ef
tveir stúdentar eða fleiri
leigja saman á almennum
markaði þá hlýtur hver
og einn húsaleigubætur í
stað einungis einfaldra húsaleigu-
bóta á hverja íbúð líkt og kerfið
segir til um í dag.
Sveitarfélögin, þá sérstaklega
Reykjavíkurborg, þurfa ekki
að óttast að verða fyrir miklum
útgjöldum þó að svigrúmið til
húsaleigubóta verði aukið.
Augljóst ósamræmi
Í fyrsta lagi eiga ekki allir stúd-
entar lögheimili í Reykjavík þrátt
fyrir að þeir búi og stundi sitt
nám þar en samkvæmt 2. mgr. 4.
gr. laga um húsaleigubætur hljóta
námsmenn húsaleigubætur í því
sveitarfélagi sem þeir eiga lög-
heimili, ekki búsetu. Því munu
þeir stúdentar sem búa í Reykja-
vík en eiga lögheimili í öðru sveit-
arfélagi hljóta húsaleigubætur úr
sínu „heima“ sveitarfélagi.
Í öðru lagi ef stúdentinn ákveð-
ur að búa í Reykjavík þá greiðir
hann sitt útsvar til Reykjavíkur.
Í þriðja lagi verslar stúdentinn
í því sveitarfélagi þar sem hann
stundar nám og styrkir því sveit-
arfélagið til muna.
Sveitarfélög, ríkisstjórnin og
stúdentar eru sammála um að í
hinum fullkomna heimi myndu
allir stúdentar sem það vilja búa
á stúdentagörðum. Stúdentar sem
þar búa fá samkvæmt núverandi
lögum fullar húsaleigubætur en
framboðið á íbúðunum er einfald-
lega ekki nægilegt. Því neyðast
stúdentar til þess að leigja saman
dýrar íbúðir á almennum mark-
aði og fá þá ekki fullar húsaleigu-
bætur heldur þurfa að deila þeim
með meðleigjanda sínum. Þarna
er augljóst ósamræmi.
Allir eru sammála um að stúd-
entar eigi rétt á því að búa á stúd-
entagörðum. Er þá ekki sann-
gjarnt að koma til móts við þá
eitt þúsund stúdenta sem eru á
biðlista í dag og eru að leigja á
rándýrum almennum markaði í
Reykjavík og veita þeim fullar
húsaleigubætur?
Við auglýsum eftir norrænu
velferðinni sem okkur var lofað
fyrir fjórum árum.
Stúdentar auglýsa eftir
norrænu velferðinni
MENNTUN
Björn
Guðmundsson
framhaldsskóla-
kennari
SJÁVARÚT-
VEGUR
Hjálmar
Sveinsson
stjórnarformaður
Faxafl óahafna
HÚSNÆÐI
Davíð Ingi
Magnússon
hagsmuna- og lána-
sjóðsfulltrúi SHÍ
➜ Það vill gleymast að á
vesturbakka Gömlu hafnar-
innar er einhver stærsta
fi skihöfn landsins. Á síðasta
ári var 108.000 tonnum
af sjávarafl a landað í
Reykjavík. Ætla má að 70-75
þúsund tonnum hafi verið
landað í Gömlu höfninni...
➜ Þar sem námsmenn eru
tekjulægsti hópur samfélags-
ins með 32.009 kr. minna til
ráðstöfunar en atvinnulausir
teljum við að breytinga sé
þörf.
➜ Áhyggjuefnið virð-
ist vera að stelpur séu
enn þá færri í verk-
fræðideild. Minna
heyrist um áhyggjur
af því að strákar séu
færri í lækna-, tann-
lækna og lyfjafræði-
deild...
Leiðsögumenn
Aðalfundur Félags leiðsögumanna verður haldinn á Restaurant
Reykjavík í kvöld kl: 20:00, fimmtudaginn 28.febrúar.
Stjórnin.
Félag leiðsögumanna
Mörkinni 6, 108 Reykjavík
S: 588-8670