Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 33
BIÐST AFSÖKUNAR
Leikkonan Anne Hathaway hefur gefið út yfirlýsingu vegna
Prada-kjólsins sem hún klæddist á Óskarsverðlauna-
hátíðinni. Hún átti að klæðast kjól frá Valentino en hætti við
á síðustu stundu. Hún segist sjá eftir því að hafa valdið
Valentino hugarangri með þessu enda höfðu forsvars-
menn merkisins tilkynnt fjölmiðlum að Hathaway
ætlaði að vera í Valentino-kjól á rauða dreglinum.
Gestir kokkteilbarsins á Loftinu munu njóta sannrar franskrar gestrisni þegar gestabarþjónninn
Alexandre Lambert tekur við stjórnar-
taumunum á barnum næstu daga.
„Alexandre er frækinn franskur bar-
þjónn sem kemur til okkar beint af
barnum Louise á Hótel François í bænum
Cognac sem dregur nafn sitt af hinu eina
sanna koníaki. Alexandre hefur á síðustu
árum skapað sér nafn meðal færustu
barþjóna Frakklands og unnið til fjölda
verðlauna,“ segir Andri Davíð Pétursson,
veitingastjóri Loftsins.
Með Alexandre kemur margt spenn-
andi og ekta franskt.
„Þar má nefna sérinnflutt vín eins og te-
kíla sem hefur verið látið þroskast á Sau-
ternes-eikartunnum frá Château d‘Yquem,
Dry Curaçao, Lillet Blanc og hinn einstaka
líkjör L‘Espirit de Jaune sem er búinn til
úr blómum af vínþrúgum. Stemningin á
barnum hjá Alexandre verður því afar
frönsk og vitaskuld verður boðið upp á
Camus-koníak og G‘Vine-gin sem er að
mestu búið til úr koníaksþrúgum.“
Á Loftinu er hlýleg stemning og ljúft
að dreypa á framandi kokkteilum í af-
slöppuðu andrúmslofti.
„Þegar líður á kvöldið færist aðeins
meira fjör í tónlistina og á laugardags-
kvöldið þeytir KGB Soundsystem skíf-
um. Þá skapast jafnan þétt og skemmti-
leg partístemning á Loftinu,“ upplýsir
Andri og ráðleggur stærri hópum á að
panta borð.
„Allir sem vilja gleðjast með okkur
yfir komu Alexandre Lambert fá höfðing-
legar móttökur. Íslendingar voru lengi
vel aftarlega á merinni þegar kom að
kokkteilmenningu en Frakkarnir kunna
hana upp á tíu. Því verður franskt fjör og
fagmennska á Loftinu með Lambert.“
Sérvalinn franskur kokkteilaseðill
verður á boðstólum Loftsins frá klukkan
16 fimmtudag til sunnudag. Sérvaldir
kokkteilar að hætti Alexandre verða á
Happy Hour-tilboði á 1.000 krónur milli
16 og 19.
Loftið er á 2. hæð í Austurstræti 9.
Borðapantanir í síma 551-9400. Sjá www.
facebook.com/loftidbar
FRANSKUR SJARMI
LOFTIÐ LOUNGE KYNNIR Það verður líf og fjör á Loftinu á næstu dögum. Þá
galdrar franskur gestabarþjónn fram framandi kokkteila á heimsmælikvarða.
MEISTARI
Fáir standast Alexandre
Lambert snúning þegar
kemur að kokkteilum.
FRANSKUR ANDI
Andri Davíð Péturs-
son veitingastjóri við
barinn á Loftinu þar
sem franskur gestabar-
þjónn hristir kokkteila
úr frönskum eðalvínum
fram á sunnudagskvöld.
MYND/ANTON
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIR
Margar gerðir
FRÁBÆRIR ÍÞRÓTTAHALDARAR
teg AKTIV - fæst í
D,DD,E,F,FF,G,GG,H
skálum á kr. 9.750,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Laugardaga frá kl. 10-14
Vertu vinur okkar á Facebook
Vinsælu loðkragarnir
eru komnir aftur!
Tvær stærðir og
margir litir!