Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 38
FÓLK|FERÐIR Dorgveiði gegnum ís hefur verið stunduð lengi hérlendis. Minna hefur þó farið fyrir henni á suð- vesturhorni landsins undanfarin ár sökum veðurfars en þeim mun meira í öðrum landshlutum, ekki síst á Norðurlandi. Mývetningar og nærsveitarmenn hafa í áratugi stundað dorgveiði og þangað venja Matthías Þór Hákonarson og Jónas Jónasson komu sína. Þeir reka saman veiðibúðina Veiðivörur á Akureyri auk þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki. Þeir félagar hafa að sögn Matthíasar í nokkur ár reynt að fá fleiri Íslendinga til að stunda dorgveiði enda fjölskylduvæn skemmtun og svo er alltaf gott að fá nýveiddan silung yfir veturinn. „Svo framarlega sem fiskur er í vatninu og ísinn er mannheldur er hægt að veiða á vatni. Yfirleitt er um stað- bundinn urriða og bleikju að ræða og það er nóg pláss fyrir fleiri veiðimenn á öllum aldri. Ég hef stundað dorgveiði af kappi síðan 2005, bæði þar sem við stýrum skipulögðum túrum og einnig með fjöl- skyldunni. Þegar kemur að dorgveiði eru nefnilega allir jafnir, börn og fullorðnir. Krakkar eiga jafn mikla möguleika á að setja í góðan fisk og þeir fullorðnu enda þarf maður ekki að vera góður kastari í dorgveiði. Þetta snýst því um heilbrigða skemmtun.“ Matthías er vel kunnugur vötnum á Norðurlandi og hefur mest veitt undan- farin ár í Kringluvatni og Langavatni, sem bæði eru í Reykjahverfi milli Húsavíkur og Mývatns. „Svo erum við alltaf að prófa ný vötn til að auka fjölbreytnina. Við höfum lítið getað prófað vötn á suðvesturhorni landsins í vetur þar sem þar er engan mannheldan ís að finna þessar vikurnar. Um þessar mundir þarf helst að fara upp á Holtavörðuheiði eða Arnarvatnsheiði til að finna mannheldan ís ef lagt er upp í veiðitúr frá suðvesturhorninu en það gæti breyst síðar í vetur.“ Það þarf ekki flóknar og dýrar veiði- græjur til að stunda dorgveiði. Matthías segir þó að best sé að nota sérstakar dorgveiðistangir og ísbor til að gera gat á ísinn. „Svo þurfa veiðimenn að vera vel klæddir og oft getur verið gott að vera með tjald því það tekur bæði vindkæling- una og myndar skjól þannig að betur sést hvað fer fram undir ísnum. Fiskurinn tekur yfirleitt á hvítmaðk, rækju og makríl. Hann er síðan á ýmsum stöðum í vatninu. Stundum er hann ofarlega og stundum við botninn. Veiðimenn þurfa því að prófa sig áfram eftir dýpt og veiðistöðum á vatninu. Það er misjafnt hvar hann liggur og svo er það auðvitað misjafnt eftir vötnum.“ Matthías hvetur þá sem vilja kynna sér dorgveiði að hafa samband við næstu veiðibúð. Þar er iðulega hægt að fá upp- lýsingar um hvaða vötn eru heppileg fyrir dorgveiði í nágrenninu. Þrátt fyrir að vötnin séu ekki öll opin yfir vetrar- tímann er oft auðsótt mál að fá leyfi til að stunda dorgveiði í samráði við veiðiréttar- eiganda. Hótel Örk hefur margt spennandi að bjóða einstaklingum sem hópum. Ekki er verra að hótelið er aðeins í 45 km fjarlægð frá Reykjavík. Eftir að Suðurstrandarvegur var opn- aður er sömuleiðis orðið stutt til Keflavíkurflug- vallar eða að fara í dagsferðir um Reykjanesið. Geir Gígja, sölu- og markaðsstjóri hótelsins, segist vera stoltur af því að bjóða upp á svo mikla afþreyingu sem raun ber vitni. „Við erum með sundlaug, heita potta, pool-borð, borðtennisborð og sjö mismun- andi funda- og veislusali. Hér er níu hola golfvöllur og nýlega bættist við fótboltagolfvöllur sem er einstaklega skemmtilegur fyrir hópa í hvata- eða óvissuferðum,“ segir Geir Gígja. Hótel Örk hefur vel búna veislusali sem eru ákjósanlegir fyrir allar tegundir af veislum. Algengt er að halda árshátíðir, brúðkaup, fermingar eða stórafmæli á hótelinu. „Við erum með 85 vel útbúin herbergi og getum því tekið stóra hópa í gistingu. Það er sömuleiðis margt um að vera í kringum hót- elið. Ferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði sérhæfa sig í að skipuleggja ratleiki og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn. Þar að auki er náttúran ákaflega falleg og margar frábærar gönguleiðir. Það er einstakt að hægt sé að ganga að heitum hverum í stuttum gönguferðum,“ segir Geir enn fremur. „Þá er stutt að fara í skemmtilegar dagsferðir frá okkur, til dæmis hinn vinsæla gullna hring.“ Erlendir ferðamenn koma á hótelið árið um kring en Íslendingar eru þó fleiri yfir vetrartímann. Hótel- ið hefur verið með skipulagða dagskrá fyrir eldri borgara sem kallast Sparidagar sem hafa verið eftirsóttir. Boðið er upp á morgunhreyfingu, bingó, félagsvist, sundleikfimi, leiksýningar, gönguferðir, kvöldvökur og fleira. Þetta hefur verið vinsælt hjá eldra fólki af öllu landinu. Á hótelinu er snyrti- og nuddstofa svo gestir geta leyft sér dekur meðfram skemmtidagskránni. Veitingastaðurinn á Hótel Örk leggur áherslu á góðan mat við allra hæfi. „Það er vinsælt hjá pörum að koma um helgar, slappa af og njóta þess að borða góðan mat. Við erum stutt frá borginni en þó í afslappaðri og fallegri náttúru,“ segir Geir. Á heimasíðu hótelsins www.hotelork.is má kynna sér tilboð, matseðla og ýmsa viðburði sem í boði eru. DEKUR OG MATUR Í FALLEGRI NÁTTÚRU HÓTEL ÖRK KYNNIR Hótel Örk er vel staðsett og þangað hafa margir leitað sér til yndis og afslöppunar í gegnum árin. Margt er í boði fyrir gesti á hótel- inu og gönguleiðir í nágrenninu einstaklega fallegar. MATURINN Mjög góður veitingastaður er á Hótel Örk sem býður upp á ljúffenga rétti. HERBERGI Á hótelinu eru 85 vel útbúin herbergi. Á vefnum sundlaugar.is er að finna margvíslegan fróð- leik um sundlaugar landsins auk tengla á flestar þeirra. Þar má einnig finna upplýs- ingar um þær heitu náttúru- legu laugar sem er að finna á landinu, skipt upp eftir svæðum. Við hverja laug eru upplýsingar um hvort fólk megi baða sig í laug- inni, hvort rukkað sé fyrir aðgang og hvort hætta sé á að fólk geti brennt sig. Einnig eru gefnir upp GPS-punktar svo fólk geti ratað á staðinn auk fleiri upplýsinga um sögu, staðhætti og aðstöðu á staðnum. Þá er hægt að setja athugasemdir við laug- arnar þar sem fólk getur mælt með, hælt eða lastað. Sem dæmi um heitar laugar á hálendi má nefna Landmannalaugar, Hveravelli, Víti við Öskjuvatn, Hveragil og Laugafellslaug. HEITAR LAUGAR Á ÍSLANDI HVERAVELLIR Heitar laugar eru víða um land. Lista yfir þær er að finna á sundlaugar.is NORDICPHOTOS/GETTY NOTALEGT Heita laug- in í Landmannalaugum. MYND/VILHELM SAMEINAST Í DORGVEIÐI VEITT GEGNUM ÍS Víða um land er hægt að stunda dorgveiði gegnum ís. Dorgveiði er fyrirtaks fjölskylduskemmtun þar sem börn eiga jafna möguleika á fiski á við þá fullorðnu. Ekki þarf dýran og flókinn búnað til að hefja dorgveiði. GRILLVEISLA Á ÍSNUM Það er lítið mál að slá upp grillveislu á ísnum eftir góða veiði. MYND/MATTHÍAS ÞÓR HÁKONARSON GÓÐIR VEIÐIMENN Börn eiga jafnmikla möguleika á fiski og þeir fullorðnu. MYND/MATTHÍAS ÞÓR HÁKONARSON GAMAN SAMAN Fullorðnir og börn geta stundað dorgveiði saman. MYND/MATTHÍAS ÞÓR HÁKONARSON VEITT GEGNUM ÍS Matthías Þór Hákonarson veiðir hér á Kringluvatni í Reykjahverfi með syni sínum. MYND/MATTHÍAS ÞÓR HÁKONARSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.