Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 56
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
ÚR PUNCH Sýningin Punch sækir meðal annars innblástur í aldagamla sögu, sem frasinn „slapstick” er dreginn af. „Það er hálf
óhugnan legt en þessi saga er talin barnasaga og venjulega leikin með tveimur handbrúðum,“ segir Tryggvi, sem er hér lengst til vinstri.
MENNING
MYNDLIST ★★★ ★★
Gæfusmiður
Eirún Sigurðardóttir
LISTASAFN ASÍ
Einstaklingurinn og hið fyrir-
framgefna umhverfi og hlutverk
sem hann fæðist inn í er útgangs-
punktur í sýningunni Gæfusmið-
ur, eftir Eirúnu Sigurðardóttur.
Til að fjalla um þetta notar lista-
maðurinn ýmsar myndlíkingar, s.s.
Doka-steypumót (mótin sem notuð
eru til að byggja hús en hverfa svo
þegar búið er að steypa húsið), spil
(menn fá misjöfn spil til að moða
úr) og sand.
Hugmyndin um kyngervi, það er
hvort einstaklingurinn upplifir sig
sem karlkyns eða kvenkyns, spilar
einnig rullu.
Titill sýningarinnar vísar til
orðatiltækisins „Hver er sinnar
gæfusmiður“, en um leið er spurt;
„Er hver sinnar gæfusmiður?“
Listamaðurinn setur fram í verk-
um sínum og í texta í sýningarskrá
hugmyndir um að svo sé ekki, við
fæðumst inn í ákveðið mót sem erf-
itt getur verið að brjótast út úr, þó
mótin séu huglæg.
Þessar hugmyndir eiga einnig
samhljóm í vangaveltum um frelsi
einstaklinga til athafna og skorður
sem þar eru settar.
Í anddyri sýningarinnar er gest-
um þó boðið upp á það einstaka
tækifæri að velja sér kyn/mót
með táknrænum hætti, með því
að ganga inn í karllaga eða kven-
laga inngang inn á sýninguna. Eftir
að kyn hefur verið valið tekur við
hringferð um safnið, en sýningin er
sett upp eins og ferðalag og minnir
á tölvuleik.
Í aðalsal safnsins er innsetn-
ingin Yfirborð sem samanstendur
af háum Doka-plötuveggjum en
á gólfi fyrir framan Doka-mótin
liggja tvær hjólapumpur og slöng-
ur eru tengdar við pumpurnar sem
liggja yfir vegginn og niður í sand-
gryfju hinum megin veggjarins.
Sandhrúgan á samkvæmt lista-
manninum að tákna samfélagið
okkar þar sem við einstaklingarnir
erum sandkornin. Pumpurnar geta
pumpað einhverju inn í samfélagið
og haft þannig áhrif á það.
Áfram heldur ferðin og í gang-
inum þegar gengið er út úr aðal-
salnum og niður á neðri hæð eru
þrjú verk. Fyrst má sjá lítið barn
reyna að setja grunnform í þar til
gerð göt í kunnuglegu leikfangi í
verkinu Fyrsta gerð (lengi býr að
fyrstu gerð). Næst tekur við ljós-
mynd af karlmanni með kvenlega
hárgreiðslu haldandi á lítilli Doka-
plötu í verki sem heitir Efniviður. Í
verkinu Í hendi þér (þú hefur það/
lífið í hendi þér – eða hvað?) saum-
ar karlmaður með saumavél en
kona sagar með bandsög í Doka-
plötu. Þarna skipta kynin um hlut-
verk og leikið er með klisjuna um
kvenna- og karlastörf.
Niðri í gryfju er síðan mynd-
band af listamanninum, útitekn-
um, að anda út með munninum á
lauf, en inn með nefinu. Á gólfinu
er moldar flötur. Þetta verk heit-
ir Undirstaða. Moldin gæti verið
vísun í upphaf og endi alls, hring-
rás lífsins. Af moldu ertu komin, að
moldu skaltu aftur verða. Öndun
listakonunnar í vídeóinu er enda
ákveðin hringrás, út um munn, inn
um nef, o.s.frv.
Í arinstofu er síðan myndbands-
verkið Spil á hendi með fjórum
manneskjum við spilaborð að gefa
til skiptis úr sama spilastokknum,
sem minnir okkur á að það fá allir
jafn mörg spil á hendi til að moða
úr – það sitja allir við sama borð –
eða hvað?
Það er margt gott í þessari
sýningu. Hugmyndin um ósýni-
legu mótin sem móta okkur er
falleg hugleiðing sem á erindi í
umræðuna, sýningin er sjónrænt
sterk og lausnir í framsetningu eru
skemmtilegar. Ókostur sýningar-
innar liggur í of mörgum augljós-
um skilaboðum, þannig að manni
líður eftir sýninguna eins og það
vanti enn eitthvað upp á til að sýn-
ingin geti talist fullkláruð.
Þóroddur Bjarnason
NIÐURSTAÐA: Áhugaverð grunnhug-
mynd um einstaklinginn og sam-
félagið en líður fyrir of margar opnar
tilvísanir og myndlíkingar.
Mótandi hugvekja
SAMFÉLAGSMÓT Í anddyri sýningar-
innar er gestum þó boðið að velja sér
kyn/mót með táknrænum hætti, með
því að ganga inn í karllaga eða kvenlaga
inngang inn á sýninguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Hvað er það sem laðar okkur að ofbeldi? Við þessa
spurningu glímir leiksýningin Punch sem norræni
leikhópurinn Sticks and Stones setur upp í Norður-
pólnum á Seltjarnarnesi í kvöld.
„Sýningin fjallar um sviðsett ofbeldi sem afþrey-
ingu, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að
horfa á það,“ segir Tryggvi Gunnarsson, leikstjóri
verksins. „Ofbeldið er gert að eins konar leik þar
sem afleiðingarnar eru engar. Við getum hvort eð er
skipt um stöð þegar við höfum fengið nóg. En eitt-
hvað hlýtur að sitja eftir og við vildum velta fyrir
okkur spurningunni hvar liggja mörkin? Hvenær
fáum við nóg?“
Verkið er byggt á aldagamalli sögu af Punch og
Judy, í sögunni drepur Punch alla þá sem á vegi
hans verða. Hann hefst handa á eigin barni, og
endar á því að drepa sjálfan djöfulinn.
„Það er hálf óhugnanlegt en þessi saga er talin
barnasaga og venjulega leikin með tveimur hand-
brúðum,“ segir Tryggvi. „Punch er þá með spýtu og
lemur alla til dauða sem standa í vegi hans. Þaðan
er frasinn „slap-stick“ kominn, nema hvað þegar
þetta er sett í búning barnaleikrits þá er ekkert
fyndið við ofbeldið.“ Tryggvi áréttar þó að ekki sé
um barnasýningu að ræða eða brúðuleikhús. „Þetta
erum bara við á sviðinu að rýna í þessa þörf sem
við höfum til að skemmta með limlestingum og
gerviblóði,“ segir Tryggvi. „Já, og svo eru þúsund
skoppara boltar þarna líka.“
Auk Tryggva skipa leikhópinn Sticks and Stones
leikararnir Ingrid Rusten frá Noregi, Piet Gitz-
Johansen frá Danmörku og Lisa Hjalmarson frá Sví-
þjóð, sem sér um búninga og leikmuni. Verkið er á
ensku.
Það var sýnt á Akureyri um síðastliðna helgi.
Þrjár sýningar eru áætlaðar í Norðurpólnum auk
þess sem það verður sýnt í Noregi og Danmörku í
sumar.
Gleðin í gerviblóðinu
Leikhópurinn Sticks and Stones veltir fyrir sér ofb eldi sem skemmtun í Punch.
Save the Children á Íslandi