Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 58
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
BÆKUR
Boðskapur Lúsífers
Tom Egeland. Kristín R. Thorlacius
þýddi.
JPV-ÚTGÁFA
Norðmaðurinn Tom Egeland
skrifar bækur í svipuðum dúr og
Dan Brown og var reyndar fyrri
til að skrifa um hjónaband Jesú
Krists og Maríu Magdalenu og
afkomendur þeirra, en vill þó
ekki meina að Brown hafi stælt
sig og stolið plottinu. Sumar hug-
myndir séu bara í andrúmsloftinu
og algengt að höfundar grípi þær
á sama tíma.
Boðskapur Lúsífers er fjórða
bók Egelands sem kemur út
á íslensku og sem fyrr er það
albínóinn Björn Beltö, norskur
fornleifafræðingur, sem er í hlut-
verki spæjarans. Að þessu sinni
finnur hann hluta forns handrits
í Kænugarði og lendir um leið í
hringiðu djöfladýrkunar, alþjóð-
legrar rannsóknar sem rekin
er af CIA og ástarsambandi við
dular fulla konu frá Amsterdam.
Inn í söguna fléttast svo saga
ítalsks djöflafræðings sem horf-
ið hafði af yfirborði jarðar um
1970 eftir að hafa fengið í hendur
svipað handrit.
Það skortir ekkert á æsilega
atburði í Boðskap Lúsífers, morð-
in reka hvert annað og Beltö er
á stöðugum flótta, dauðhrædd-
ur um líf sitt. Grimmdarverkin
falla þó algerlega í skuggann af
„fræðitextum“ ýmiss konar sem
smátt og smátt raðast saman í
ótrúlega sögu sem ansi erfitt er
að trúa og hrífast með í. Grunn-
spurning rannsóknarinnar er:
hver var Lúsífer? Hvaðan kom
hann? Hvert var hlutverk hans?
Og eins og gefur að skilja þarf að
spinna allhressilega til að koma
kenningu höfundarins og lausn
gátunnar heim og saman. Eflaust
bráðskemmtilegar pælingar fyrir
þá sem hrífast af slíkum fræðum,
en ansi seigar undir tönn fyrir
efasemdamenn.
Stærsti galli sögunnar sem
glæpasögu er þó hve lítil spenna
er í henni. Hún fer hressilega af
stað og til að byrja með er les-
andinn spenntur fyrir því hvaða
öfl það eru sem etja kappi við
Beltö um handritið, myrða sam-
starfsfólk hans og hafa greinilega
komið ítalska djöflafræðingnum
fyrir kattarnef 30 árum fyrr.
Þegar á líður fer þó hinn „fræði-
legi“ hluti sögunnar að taka æ
meira pláss, botninn dettur úr
spennusögunni og eftir standa
ansi langsóttar kenningar um
orsakir trúarinnar á að Lúsífer
hafi verið fallinn engill. Mikil
vonbrigði fyrir spennufíkla.
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Forvitnileg saga sem
fer vel af stað en leiðist smám saman
út í ansi langsóttar kenningar og
spennan gufar upp.
Voru
djöflarnir
geimfarar?
- opinn fundur Advania föstudaginn 1. mars
SharePoint
Ráðgjafar Advania verða á staðnum
Strax eir fundinn gefst gestum færi á að ráðfæra sig við Sharepoint sérfræðinga Advania
um innleiðingu og hagnýtingu á SharePoint og tengdum lausnum.
Hvar og hvenær
Morgunverðarfundurinn verður í höfuðstöðvum Advania, Guðrúnartúni 10, kl. 08.00 – 10.30.
Húsið opnar kl. 8 með hressandi morgunmat, en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.30.
Skráning
Skráðu þig á advania.is – aðgangur er ókeypis
og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is
Taktu þá á Twier: #Advania
Allt sem þú vildir vita um SharePoint og tengdar lausnir á einum fundi
Kafað verður ofan í virkni og viðmót SharePoint 2013 og hvernig nýta má hagkvæmar
lausnir með skýlausnum eins og Office 365. Spjallað verður um samhæfingu SharePoint
og viðskiptagreindar og hvernig tryggja má árangursríka og skemmtilega innleiðingu.
Dagskrá:
8.00 Húsið opnar
8.30 Advania býður góðan dag
Gestur G. Gestsson forstjóri
8.40 Microso SharePoint 2013
Sigvaldi Óskar Jónsson, ráðgjafi hjá Advania
9.20 Office 365-skýið og Advania-lausnir með EasyStart
Jóhann Áki Björnsson, ráðgjafi hjá Advania
9.35 Microso SharePoint Business Intelligence
Haraldur Haraldsson, ráðgjafi hjá Advania
9.50 Innleiðing skjalakerfis með húmor og gleði
Svala Rún Sigurðardóir, vinnusálfræðingur
og skjalastjóri hjá Icelandair Group
10.30 Fundarlok
bros á vör
innlei og notað með
E.L. James, höfundur metsölu-
bókarinnar Fimmtíu grárra
skugga og tveggja framhaldsbóka,
segir að kynlífinu verði stillt í hóf
í næstu skáldsögu sinni.
James ræddi við blaðamann
New York Post í veislu á vegum
Vanity Fair eftir Óskarsverð-
launahátíðina á sunnudag. Þar
sagðist hún vera að vinna að bók
„sem verður ekki nærri því jafn
krassandi og líklega gefin út undir
öðru höfundarnafni“.
James hefur varist frétta um
efni næstu bókar sinnar fyrir
utan að það sé ástarsaga. Hún
segir hins vegar ólíklegt að hún
eigi eftir að skrifa fleiri bækur um
söguhetjurnar í Skuggaþríleikn-
um, Anastasiu Steele og Christian
Grey.
„Aldrei að segja aldrei en þau
sitja á hakanum í bili. Ég er með
nokkrar aðrar sögur sem mig lang-
ar að skrifa fyrst,“ skrifaði hún á
heimasíðu sína á dögunum.
Þeir sem komust á bragðið með
bókum James um BDSM-kynlíf
þurfa þó ekki að örvænta. Breska
forlagið Headline hefur tryggt sér
útgáfuréttinn á þríleik eftir Tara
Sue Me sem gengur undir heit-
inu Submissive, sem gæti útlagst
Undir gefni á íslensku. Fyrsta
bókin, Dominant, eða Ráðandi,
fjallar um eldheitt samband for-
stjórans Nathaniels og bókasafns-
fræðingsins Abby og hefur vakið
mikla athygli á netinu.
E.L. James dregur úr kynlífi nu í næstu bók
Höfundur Fimmtíu grárra skugga er ekki með framhald á Skuggaþríleiknum á prjónunum.