Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 74
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58
KÖRFUBOLTI Það er athyglisvert
að skoða leikjatöflu Njarðvíkur
í Dominos-deildinni í vetur því
liðið hefur algjörlega snúið við
blaðinu, vann þrjá af níu fyrstu
leikjum sínum en hefur síðan
unnið sex af síðustu níu. Einu
töpin frá og með 13. desember
hafa komið á móti þremur efstu
liðunum. Njarðvíkur liðið er að
stórum hluta skipað mjög ungum
leikmönnum sem hafa orðið að
mönnum á síðustu mánuðum.
Frábærir sigrar á stjörnum
prýddum liðum Stjörnunnar og
KR á síðustu vikum sýnir þetta
svart á hvítu. Liðið hefur nú unnið
þrjá sigra í röð og í öllum leikjun-
um þremur hafa fimm leikmenn
liðsins skorað tíu stig eða meira.
Liðið skoraði 119 stig á Ísafirði
í síðasta leik og þá voru það sex
leikmenn sem brutu tíu stiga múr-
inn.
„Hlutirnir eru að smella núna.
Við ætlum okkur að halda áfram
á þessu róli. Þetta gekk svolítið
brösuglega fyrir jól,“ segir Elvar
Már Friðriksson, hinn ungi leik-
stjórnandi Njarðvíkur.
Njarðvíkingar byrjuðu tíma-
bilið á dramatískum sigri í fram-
lengingu í Þorlákshöfn en síðan
tóku við þrír tapleikir í röð og í
framhaldinu var Bandaríkja-
maðurinn Jeron Belin látinn fara.
Nigel Moore kom í byrjun nóvem-
ber og hafði strax góð áhrif á
liðið.
„Við fórum í Kanabreytingar
og Nigel er búinn að vera að kom-
ast betur og betur inn í þetta. Við
höfum líka verið að bæta varnar-
leikinn okkar og það er það sem
er að skila okkur þessum sigrum,“
segir Elvar Már. Nigel Moore
hefur verið frábær í febrúar með
22,8 stig, 7,8 fráköst og 6,5 stoð-
sendingar að meðaltali í leik. „Það
er mjög gott að spila með honum
og hann er bara búinn að gera lið-
inu gott eftir að hann komst inn
í þetta. Hann er reynslumikill og
er jákvæður gagnvart öllu sem
er að gerast hjá okkur. Hann er
búinn að hjálpa okkur gríðarlega
enda mikill keppnismaður sem
vill vinna allt,“ segir Elvar Már.
Í sérstöðu meðal Íslendinga
Mestu hefur munað um að ungir
lykilleikmenn liðsins hafa lært
betur að synda í djúpu lauginni.
Þar fer Elvar Már fremstur í
flokki en hann er eini leikmaður-
inn í deildinni, fæddur á Íslandi,
sem er inni á topp tuttugu í bæði
stigum og stoðsendingum. Justin
Shouse hjá Stjörnunni og Darrel
Keith Lewis hjá Keflavík ná þessu
líka meðal leikmanna deildarinn-
ar sem hafa íslenskt ríkisfang.
„Við ætlum okkur í úrslita-
keppnina og við höfum að undan-
förnu verið að vinna góða sigra í
átt að því að komast í hana. Það
eru fjórir leikir eftir af deildinni,
við ætlum að klára þessa leiki
vel og vera pottþétt inni í úrslita-
keppninni,“ segir Elvar Már.
Það eru fjórir mjög ungir leik-
menn í stóru hlutverki hjá Njarð-
vík og þeir hafa allir bætt við sitt
meðalskor frá því í fyrstu níu
leikjum tímabilsins. Þetta eru
þeir Elvar Már, Ágúst Orrason,
Ólafur Helgi Jónsson og Maciej
Stanislav Baginski sem samtals
hafa skorað 13,7 stigum meira
í leik í undanförnum leikjum en
þeir gerðu í byrjun tímabilsins.
Algjör forréttindi
„Það er styrkleiki okkar að
undan förnu hvað það eru marg-
ir að skila til liðsins. Fyrr í vetur
voru ekki allir að skila sínu en
það er lykillinn að bættu gengi
okkar að fleiri eru að leggja til í
púkkið,“ segir Elvar en hann og
aðrir ungir leikmenn njóta góðs
af því að Njarðvíkingar veðjuðu á
framtíðarleikmenn liðsins. „Þetta
eru algjör forréttindi. Við ætlum
okkur að nýta tækifærið og sýna
það að þetta borgar sig,“ segir
Elvar Már.
Elvar Már hefur kannski hækk-
að sig minnst af umræddum fjór-
um leikmönnum en hefur skorað
19,0 stig að meðaltali í síðustu
níu leikjum liðsins. Það er frábær
árangur hjá ekki eldri strák en
hann verður 19 ára á árinu.
„Ég er sáttur og tel að það hafi
gengið ágætlega hjá mér. Ég reyni
bara að bæta mig í hverjum leik.
Mér finnst gott að hafa mikla
ábyrgð og reyni bara að gera gott
úr því. Ef liðinu gengur vel er
maður sáttur,“ segir Elvar.
„Við höfum verið að sýna meiri
stöðug leika eftir áramót og verð-
um að reyna að halda honum. Á
síðasta tímabili og fyrir jól var
þetta búið að vera svolítið upp
og niður hjá okkur. Við vorum
kannski að vinna óvænta sigra en
skíttöpuðum þar á milli. Nú er að
koma stöðugleiki í þetta hjá okkur
og þá fer að ganga vel,“ segir
Elvar Már en hann og félagar
hans ætla að reyna að hækka sig
í töflunni.
Ætla að berjast fyrir sjötta
sætinu
„Það er markmiðið að reyna að
komast í sjötta sætið. Við erum
tveimur stigum á eftir KR en þeir
eiga innbyrðisstöðuna á okkur.
Við ætlum að berjast fyrir þessu
sjötta sæti,“ segir Elvar Már að
lokum.
Næsti leikur Njarðvíkurliðsins
er á móti Fjölni í Ljónagryfjunni
á morgun.
ooj@frettabladid.is
Vilja sýna að þetta borgi sig
Njarðvíkingar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð og fi mm af síðustu sex leikjum í Dominos-deild karla í
körfu. Elvar Már Friðriksson er einn af ungu strákunum sem Njarðvíkingar veðjuðu á með fl ottum árangri.
ALLT Í ÖLLU Elvar Már Friðriksson er fimmtándi stigahæsti leikmaður Dominos-
deildarinnar og í 8. sæti í stoðsendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Elvar Már Friðriksson fékk stóra tækifærið í fyrravetur eins og fleiri ungir
leikmenn Njarðvíkurliðsins þegar stjórnin ákvað að veðja á efniviðinn í
félaginu. „Ég var kannski ekki alveg að búast við að menn tækju þessa
ákvörðun því þetta félag hefur alltaf verið sigursælt. Ég er þakklátur fyrir
þetta, ætla að nýta tækifærið og æfi þá bara enn meira. Þetta gefur manni
aukaorku og hvetur mann áfram,“ segir Elvar Már, sem hefur hitt úr 11
af 19 síðustu þriggja stiga skotum sínum (57 prósent) og þakkar auka-
æfingunum fyrir.
„Ég held að aukaæfingarnar séu að skila sér. Ég er búinn að vera að skjóta
meira á aukaæfingunum en hugarfarið er líka stór hluti af þessu. Það
hjálpar sjálfstraustinu ef maður æfir auka,“ segir Elvar Már og bætir við:
„Við reynum að mæta á morgunæfingarnar. Það er mikil samkeppni um
mínútur í liðinu og það vilja því allir mæta aukalega. Þú vilt ekki að maður
sem er að berjast við þig um mínútur sé að mæta meira en þú því við
vitum að þetta skilar sér inni á vellinum,“ segir Elvar.
Aukaæfingarnar á morgnana vel sóttar
Njarðvíkingarnir
snúa við blaðinu
FYRSTU 9 LEIKIR 3 SIGRAR - 6 TÖP
Þór Þ. á útivelli 84-82 sigur
Skallagrímur á útivelli 74-77 tap
ÍR á heimavelli 80-82 tap
Grindavík á útivelli 81-107 tap
Stjarnan á heimavelli 108-115 tap
KR á útivelli 70-87 tap
KFÍ á heimavelli 103-72 sigur
Fjölnir á útivelli 92-67 sigur
Tindastóll á heimavelli 80-86 tap
SÍÐUSTU 9 LEIKIR 6 SIGRAR - 3 TÖP
Keflavík á útivelli 92-91 sigur
Snæfell á heimavelli 70-104 tap
Þór Þ. á heimavelli 83-84 tap
Skallagrímur á heimavelli 107-70 sigur
ÍR á útivelli 98-81 sigur
Grindavík á heimavelli 84-96 tap
Stjarnan á útivelli 87-77 sigur
KR á heimavelli 88-77 sigur
KFÍ á útivelli 119-93 sigur
Guttarnir búnir að
skipta um gír
ELVAR MÁR FRIÐRIKSSON 18 ÁRA
Stig í leik í fyrstu níu - 18,3
Stig í leik í síðustu níu - 19,0 Breyting: +0,7
ÁGÚST ORRASON 19 ÁRA
Stig í leik í fyrstu níu - 10,1
Stig í leik í síðustu níu - 12,1 Breyting: +2,0
ÓLAFUR HELGI JÓNSSON 20 ÁRA
Stig í leik í fyrstu níu - 4,8
Stig í leik í síðustu níu - 11,2 Breyting: +6,3
MACIEJ STANISLAV BAGINSKI 17 ÁRA
Stig í leik í fyrstu níu - 6,4
Stig í leik í síðustu níu - 11,1 Breyting: +4,7
ALLIR FJÓRIR SAMAN
Stig í leik í fyrstu níu - 39,7
Stig í leik í síðustu níu - 53,4 Breyting: +13,7
MACIEJ BAGINSKI Njarðvíkurliðið er
plús +106 með hann inn á vellinum í
síðustu sex leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð
ASPEN La-z-boy stóll. Áklæði í mörgum
litum. Einnig til í svörtu, vínrauðu, brúnu
eða hvíttu leðri. B:80 D:85 H:102 cm.
87.990
VERÐ: 109.990
CLE a-z-boy stóll. L
Vínrautt, svart, natur eða rúat-
rautt leður. B:80 D:85 H:104 cm.
ALLIR LA-Z-BOY STÓLAR MEÐ
20% AFSLÆTTI Í FEBRÚAR
KOMDU NÚNA!
HÚSGAGNAHÖLLIN – fyrir lifandi heimili!
HARBOR TOWN La-z-boy stóll. Ljós-
grár, rauðbrúnn og grænn. Einnig svörtu
og brúnu leðri. B:70 D:70 H:102 cm.
103.990
VERÐ: 129.990
FULL BÚÐ AF
NÝJUM STÓLUM
FRÁ LAZBOY
139.990
VERÐ: 179.990