Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 78
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62 „Það er Magic sem er í uppáhaldi og svo finnst mér gott að fá mér góðan espresso-kaffibolla.“ Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri DRYKKURINN „Mánudagskvöldið gekk mjög vel en ég veit að ég get gert enn betur. Ég þarf að taka á nokkrum tækni- legum atriðum, máta mig betur á sviðinu og svo bara keyra þetta í gang,“ segir söngkonan Hera Björg Þórhallsdóttir, sem á mánudaginn var efst í sínum riðli í undanúrslitum Vina del Mar International- söngkeppninnar í Síle. Í kjölfarið komst Ísland á lista yfir umtöluðustu orðin á Twitter í Síle, en það hefur aðeins gerst einu sinni áður, þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Hera steig öðru sinni á svið í keppninni í gær- kvöldi, í seinni umferð undanúrslitana. Hún klædd- ist sama kjól og á mánudaginn, samkvæmt beiðni frá aðalframleiðenda keppninnar. „Hann var rosalega hrifinn af kjólnum og bað mig vinsamlegast um að vera í honum áfram. Við erum svo hlýðin að við bros- um bara og gerum eins og okkur er sagt,“ segir Hera og hlær. Kjóllinn þótti koma einstaklega vel út og sjást vel á risastóru sviðinu. Shakira og Julio Iglesias eru á meðal stórra nafna sem áður hafa tekið þátt í þessari keppni og segir Hera þátttökuna vera mikinn stökkpall fyrir sig. „Þetta er hvorki byrjunarstöð né endastöð, heldur bara skemmtileg stoppistöð. Sigur í keppninni myndi auðvitað þýða sjúklega mikið fyrir mig en hvernig sem fer verður aðalvinnan að fylgja eftir þeirri athygli sem ég er að fá hérna,“ segir hún en um 100 milljónir manna fylgjast með keppninni. Þegar blaðið fór í prentun lágu úrslit kvöldsins ekki fyrir og því óljóst hvort Hera Björk hafi komist áfram í úrslitin, sem fram fara í kvöld. - trs Hera Björk getur gert enn betur Ísland komst á lista yfi r mest umtöluðu orð á Twitter í Síle á mánudagskvöldið. HRIFINN AF KJÓLNUM Aðalframleiðandi keppninnar bað Heru vinsamlegast að vera í rauða kjólnum aftur í keppninni í gær þar sem honum þótti hann svo flottur og hann kom svo vel út á sviðinu. MYND/VALGEIR MAGNÚSSON „Hingað til hefur það verið sport fyrir gamla karla að yrkja drykkju- vísur og það hefur varla verið gert af neinu viti síðustu 100 árin eða svo,“ segir Birkir Blær Ingólfsson, ölvísuskáld og meðlimur húsbands Stúdentakjallarans. Á morgun eru liðin 24 ár frá því að bjórbanninu var aflétt hér á Íslandi og hefur Stúdentakjallar- inn efnt til ölvísukeppni í tilefni þess þar sem allir geta sent vísu til leiks. „Mér finnst að ef maður ætli á annað borð að yrkja ölvísu eigi hún að vera hrá, gamaldags og dýrt kveðin, auk þess sem hún verður auðvitað að vera rammíslensk,“ segir Birkir Blær, en skilafrest- ur rennur út í hádeginu á morgun. Á laugardagskvöldið verður svo haldinn bjórfagnaður á Kjallaran- um þar sem nokkrar vísur verða fluttar á listrænan hátt af nemum í LHÍ og höfundur bestu vísunnar fær viðeigandi verðlaun. Nokkrar vísur verða í framhaldinu valdar úr og hengdar upp á vegg í Stúd- entakjallaranum. „Þá getur fólk komið og bent vinunum á afrakstur sköpunar gleði sinnar,“ segir Birkir. Birkir Blær og félagar hans í hús- bandi Stúdentakjallarans skelltu sjálfir í eina vísu og nefndu hana Öl og gleði eru bræður. „Hvorki öl né gleði er karlkyns en samt tölum við um bræður. Okkur finnst það falleg og nýmóðins hugsun að allir geti verið bræður, að minnsta kosti á djamminu,“ segir Birkir. Vísan hefur verið tekin upp og verður spiluð á hátíðinni á laugar- daginn. „Falskur karlakór er lykill- inn í flutningnum svo okkur fannst of flókið að taka hana í beinni á sviðinu,“ segir Birkir. - trs Ölvísur ekki bara sport fyrir gamla karla Stúdentakjallarinn efnir til Ölvísukeppni í tilefni af bjórdeginum á morgun. Bjórtengd verðlaun eru í boði. ALLIR GETA VERIÐ BRÆÐUR Marteinn Sindri Jónsson og Birkir Blær Ingólfsson eru meðlimir húsbands Stúdentakjallar- ans sem samdi ölvísuna Öl og gleði eru bræður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við fáum líklega einhverja góða styttu sem fer í safnið,“ segir leik- stjórinn Samúel Bjarki Péturs- son. Hann og félagi hans, Gunnar Páll Ólafsson, unnu til verðlauna á bandarísku auglýsingaverðlaunun- um fyrir stuttu. Leikstjórateymið hlaut ein stærstu verðlaun kvöldsins, Addy Awards Best of Show, á verðlauna- afhendingu í Houston. Borgin er ein stærsta auglýsingaborg Banda- ríkjanna og verðlaunin fengu þeir fyrir sjónvarpsauglýsingu sem þeir gerðu fyrir Verizon-fjarskipta- fyrirtækið. „Við vissum ekki einu sinni að við vorum tilnefndir þann- ig að það kom okkur mjög á óvart þegar auglýsingastofan sendi okkur póst með gleðifregnunum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenn- ingu og hjálpar manni áfram,“ segir Samúel en þeir Gunnar eru afkastamikið leikstjórateymi og vinna fyrir True North hér á landi. Samvinnan hófst fyrir 13 árum og var þeirra fyrsta verkefni tón- listarmyndband með Skítamóral við lagið Ennþá. „Við vorum erki- fjendur úr framhaldskóla, enda annar í Versló og hinn í MH. En við erum svo ólíkir að við virkum vel saman, enda þekkt að leikstjór- ar vinni saman í teymum eins og Árni og Kinski og Snorri Brothers, sem hafa verið að gera það gott.“ Gunnar og Samúel hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækj- um hér heima og erlendis. Þeir eru með umboðsmenn á sínum snær- um víðs vegar í Evrópu, í Banda- ríkjum og í Asíu og fara reglulega út til að vinna. „Við tökum svona tarnir, erum eins og sjómenn sem fara að heiman í nokkrar vikur. Það eru mikil forréttindi að fá svoleið- is tækifæri,“ segir Samúel og bætir við að það sé óneitanlega öðruvísi að vinna í útlöndum. „Þar er brans- inn oft stéttaskiptur og enginn sem fer út fyrir sitt verksvið. Á Íslandi ganga allir í öll verk og ekkert vesen.“ Næst á dagskrá hjá þeim er svo- kölluð „showcase“-mynd fyrir bíla- framleiðandann Mercedes-Benz þar sem verið er að frumsýna nýja tegund af glæsikerrunni. Tökur fara fram á næstu vikum í Los Angeles. „Það verður skemmtilegt verkefni. Það er gríðarleg öryggis- gæsla á svæðinu enda mega engar myndir leka út af nýju týpunni.“ alfrun@frettabladid.is Unnu til verðlauna í Bandaríkjunum Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson hafa unnið sem leikstjóra- teymi í 13 ár. Fyrsta verkefnið var tónlistarmyndband með Skítamóral en á dögunum unnu þeir til einna stærstu auglýsingaverðlauna í Bandaríkjunum. VISSU EKKI AF TILNEFNINGUNNI Leikstjórateymið Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson vissu ekki að þeir væru tilnefndir til bandarísku auglýsinga- verðlaunanna. Erlendar auglýsingar: ➜ Samsung ➜ McDonald‘s í Bandaríkjunum ➜ Verizon ➜ Time Warner Cable ➜ Procter and Gamble ➜ Pringles – gerðu þeirra fyrstu alþjóðlegu herferð ➜ Chicco ➜ SAB Miller-bjórframleið- andann ➜ Megafone, eitt stærsta farsímafyrirtæki Rússlands Verðlaun: ➜ Tvenn Edduverðlaun fyrir tónlistarmyndbönd ➜ 10 lúðrar og verið tilnefndir til 37 Þekktar auglýsingar úr þeirra smiðju: ➜ Síminn – Jesú ➜ Vínbúðin – Svín ➜ Sýn – Sveppi og Eiður ➜ Umferðarstofa – Englar ➜ N1 – Ímynd Afkastamikið leikstjórateymi „... hugnæm frásögn, meistarataktar.“ Publishers Weekly Áhrifamikil frásögn af óþrjótandi ást, hugrekki og gæsku á ögur stundu; af því stór brotna undri sem mannfólkið og líf þess er MEISTARATAKTAR Emmanuel Carrère Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.