Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 2

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 2
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Vilhjálmur Óli Valsson berst við krabbamein í vélinda og safnaði mestu allra þátttakenda í Mottumars þetta árið– 1,2 milljónum. Það er drjúgur hluti þeirra 25 milljóna sem söfnuðust í heild. Helgi Vilhjálmsson í Góu fékk ákúrur frá Páli Bergþórssyni veðurfræðingi fyrir að hafa notað frétt um hann og mynd í auglýsingu til höfuðs ríkisstjórninni. Helgi baðst afsökunar og viðurkenndi að kannski væri eitthvað að auglýsingunni– eins og svo mörgu. Jónína Valgerður Örvar, fimmtán ára, hefur kennt hestinum sínum að telja. Hún lét þó ekki staðar numið þar heldur kenndi hestinum, Skuggasveini, líka að leggja saman. Hann stendur svo sannarlega undir því að vera kallaður klár. Katrín Benedikt er annar hand- ritshöfunda Hollywood-myndar- innar Olympus Has Fallen með Gerald Butler sem var frumsýnd vestra í gær. Íslendingar ættu að búast við að heyra meira um Katrínu á næstunni. FIMM Í FRÉTTUM JÁTNINGAR, AFSAKANIR OG SAFNANIR ➜ Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gekkst við því fyrir dómi í vikunni að hafa reynt að bjarga eigin skinni með því að leka upplýsingum um viðskipti Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar til DV. Hann kvaðst hafa verið undir svo miklu álagi að hann hefði í raun verið nauðbeygður til að bregðast svona við. ORMAGRYFJA MISNOTKUNAR OPNAÐIST Í KJÖLFAR KÆRU 4 FJÖLGA ÞARF LÖGREGLU- MÖNNUM UM 236 6 UM 350 SKRÁÐIR FLUGREKENDUR Á ÍSLANDI 8 „Þegar ég kom upp í skóla þá sat hann bara stjarfur á bekk, en þegar hann sá mig brotnaði hann algjörlega saman.“ 10 Ólöf Önundardóttir, móðir níu ára drengs GRÍMUKLÆTT FÓLK Á GÖTUNUM 12 NÁTTÚRA Þótt margir eigi eflaust bágt með að trúa því upp á íslensku sauðkindina bendir flest til að hún bæti upp hina hefðbundnu gras- tuggu með því að sækja nokkuð í að éta egg úr hreiðrum fugla. Líf- fræðingur segir heildstæðar rann- sóknir skorta en margt bendi til þess að slíkt gæti verið nokkuð algengt. Sauðkindin hefur um árabil verið talin meðal áhrifavalda í gróður- eyðingu á hálendinu og ágangi stofnsins verið kennt um skemmdir á trjáplöntum, en afrán úr hreiðr- um hefur ekki verið rannsakað til hlítar hér á landi þó að skrá settar heimildir séu til um slíkt, í það minnsta rúma tvo áratugi aftur í tímann. Borgný Katrínardóttir líf- fræðingur skrifaði meistara- verkefni á síðasta ári þar sem umfjöllunarefnið var vistfræði spóa, en á meðan á rannsókninni stóð voru settar upp hreyfi næmar myndavélar við spóahreiður. Náð- ust þar á mynd þrettán afráns- tilfelli, þar sem einu eða fleiri eggj- um var rænt, og reyndust kindur að verki í sjö af þessum þrettán til- fellum. Tófan var sek í einu tilviki, kjói í þremur og hestar í tveimur. Spurð hvort af þessu megi ráða að kindur séu skæðar í afráni á hreiðrum segir Borgný að lítið sé vitað um málið en áhugavert væri að rannsaka það nánar. „Það kom mér á óvart að kind- ur hefðu verið að verki í svo mörg- um tilfellum og þetta gæti verið algengara en maður hefði haldið. Það væri fróðlegt að skoða þetta í stærra samhengi,“ segir Borgný. „Það var reyndar nokkuð mikið af kindum á rannsóknarsvæðunum mínum og því ef til vill meiri líkur á að þær rækjust á hreiður. En ef svo ber undir virðast þær stundum leggja sér egg til munns. Egg eru auðvitað fyrirtaksfæða!“ Hún bætir því við að afrán kinda úr fuglahreiðrum sé einnig þekkt erlendis, þar sem meðal annars hafi komið í ljós að kindur á Hjalt- landseyjum stunda umfangsmikið afrán í kríuhreiðrum og éta þaðan unga. Er það talið tengjast stein- efnaskorti. Þrátt fyrir að fyrir liggi að kind- ur sæki í að éta egg úr hreiðrum er alls óljóst hvort þær hafi mælanleg áhrif á fuglastofna. Borgný segir erfitt að fullyrða nokkuð í þeim efnum án frekari rannsókna. „En miðað við mínar niður stöður gætu áhrif á varp verið umtalsverð á svæðum þar sem mikið er um sauðfé.“ thorgils@frettabladid.is FRÉTTIR 2➜13 SKOÐUN 16➜22 HELGIN 24➜66 SPORT 90➜92 MENNING 74➜88 AÐEINS Í DAG! kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Opið í dag kl. 11-16. 50% 50% KYNNINGARAFSLÁTTUR Thera Pearl vörur FULLT VERÐ 1.695,- Í DAG 850,- AUGNGRÍMA TheraPearl eru hita- og kælivörur hannaðar af lækni og eru lyfjalaus leið til að losna við verki og bólgur. VANDI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 16 Þorsteinn Pálsson um stjórnmál. ÞAÐ ER AÐEINS EIN LEIÐ FÆR 18 Einar K. Guðfi nnsson um efnahagsmál. STÖÐUGLEIKI OG AUKIN HAGSÆLD 22 Ragna Árnadóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir um efnahagsmál. VONANDI NÓGU SJÓAÐUR 74 Daði Guðbjörnsson sýnir á Mokka. SVARTHVÍTA HETJAN MÍN 80 Vortískan er svört og hvít. ALÞINGISBANDIÐ GÆTI SLEGIÐ Í GEGN 84 Hvaða alþingismenn gætu haldið uppi stuðinu? EISTNESKA LEIÐIN Í TÍSKU 88 Tinna tæklar Eurovision. FRAMTALSSKILIN BETRI EN UNDANFARIN ÁR 34 Skattlagning einstaklinga á Íslandi. AF HEFJA SIG UPP YFIR VANVIRÐINGU 36 Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnar- formaður Bjartrar framtíðar, vill breyta stjórnmálamenningunni. KAÞÓLSKIR GEGN KIRKJU PÁFANS 40 Kaþólska kirkjan hefur átt í vök að verjast vegna kynferðisbrotamála og einstrengingslegrar afstöðu í ýmsum málum. BAKTJALDAMAKK OG SPILLING 58 Borgen, Boss og fl eiri þættir halda sjónvarpsáhorfendum límdum við skjáinn. DÖGURÐUR UM HÁTÍÐARHELGI 60 Óhefðbundnir réttir í páskabrönsinn. Kindur staðnar að verki við spóaeggjaát Íslensku sauðkindinni hefur verið kennt um ýmislegt í gegnum tíðina en nú hafa náðst myndir af kindum að éta spóaegg úr hreiðrum. Líffræðingur segir ekki hægt að fullyrða um hversu stórtæk kindin er en það megi rannsaka nánar. GRIPIN GLÓÐVOLG Þetta lamb náðist á mynd að gæða sér á eggjum úr spóahreiðri. Þetta er þekkt fyrirbæri en hér á landi hefur ekki verið rannsakað til hlítar hve stórtæk sauðkindin er í eggjaáti. MYNDIR/BORGNÝ KATRÍNARDÓTTIR Kristlaug Pálsdóttir, fuglaáhugakona og bóndi í Engidal í Suður-Þingeyjar- sýslu, hefur orðið vitni að því þegar kindur sækja í fuglahreiður og skrifaði meðal annars um það grein í tímaritið Blika árið 1992. „Ég var hér um árið að reka örfáar kindur, kannski um 50 í hóp, á beit. Þá flýgur upp heiðlóa, greinilega af hreiðri, og fremsta kindin hleypur af stað og vissi nákvæmlega hvað þarna væri að finna. Svo röðuðu kindurnar sér þarna í kringum hreiðrið og voru kámugar upp á nef við að éta eggin!“ Kristlaug segir þetta hafa komið sér mjög á óvart í fyrstu, en síðan hafi hún oft orðið vitni að slíku. Til dæmis horfði hún upp á kind gera dauðaleit að hreiðri sem grátittlingur hafði flogið af. „Svo hafa fleiri fuglaáhugamenn sem ég þekki orðið vitni að því að kindur borða unga. Líka hefur orðið vart við að hagamýs éta egg ef þær finna þau.“ Kristlaug segist hins vegar ekki telja að fuglastofnum standi mikil ógn af ágangi sauðkindarinnar. „Nei, þetta eru sennilega bara afföll eins og gerast í náttúrunni, og svo er ég viss um að það eru ekki allar kindur sem gera þetta.“ Kindurnar „kámugar upp á nef“ En ef svo ber undir virðast þær stundum leggja sér egg til munns. Egg eru auð- vitað fyrirtaksfæða! Borgný Katrínardóttir liffræðingur GALDRAMAÐURINN GYLFI 90 Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands þegar hann skoraði tvö stórglæsileg mörk í 2-1 sigri liðsins í Slóveníu í gær. YNGSTUR YFIR 30 STIGIN 92 Martin Hermannsson endurskrifaði metabókina í körfunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.