Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 8

Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 8
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 8 Egypski og ísraelski herinn, kín- versk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrek- endur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðsk ipt a ker fi Ev rópu - sambandsins (ESB) með lofts- lagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgj- ast með því að fyrirtæki hafi útblásturs heimildir til móts við það magn af gróðurhúsa lofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stór- iðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugs- væði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í við- komandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flug- rekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahags- svæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint. Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunar áætlun 31. mars. Þar er til- greint hve miklu af gróðurhúsa- lofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfis- stofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunar- heimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfis- stofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flug- félag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þús- und tonn af CO2 út í andrúms- loftið. Segjum að Umhverfis- stofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flug- rekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heim- ildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunar- heimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunar heimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar. Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flug- rekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslags- heimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á mark- aði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, sam- kvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lög- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að fram- fylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyld- um sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningar- skyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þess- um lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsl- una, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyris höft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar banda- rískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Fylgjast með útblæstri herflugvéla Alls eru um 350 flugrekendur sem falla undir viðskiptakerfi ESB með loftslagsheimildir skráðir á Íslandi. Þar er að finna ísraelska herinn og danska stefnumótasíðu. Umhverfisstofnun ber að fylgjast með að flugrekendur hafi tilskildar útblástursheimildir eða sekta ella. Samkvæmt lögum um loftslags- mál telst Ísland vera umsjónar- ríki flugrekenda sem hafa flugrekstrarleyfi útgefið hér á landi, en einnig þeirra sem hafa ekki útgefið leyfi innan Evrópska efnahagssvæðisins, ef stærsti hluti losunar þeirra á viðmiðunar ári tilheyrir Íslandi. Undir Ísland heyrir losun flugvéla sem taka á loft héðan eða lenda hér, þegar flogið er frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er stofnunin Eurocontrol sem gefur út flug- rekendalistann. ➜ Hverjir fara á listann? BANDARÍSKI HERINN Flugvél, eða vélar, frá bandaríska hernum hafa á árinu 2012 tekið á loft á Íslandi eða lent hér á leið sinni frá ríki utan EES. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 4 2 Rúmlega 350 flugrekendur eru skráðir á Íslandi, samkvæmt lista Evrópusam- bandsins. Í flestum tilvikum er um að ræða lítil leiguflugfélög, en ýmissa grasa kennir á listanum, þar á meðal nokkrir herir og dönsk stefnumótasíða, svo dæmi séu tekin: MIL EGYPT Egyptaland MIL ISRAEL Ísrael MIL NORWAY Noregur MIL SAUDI ARABIA Sádi-Arabía MIL UKRAINE Úkraína MIL USA Bandaríkin MIL US NAVY Bandaríkin DANA AIR Nígería DATING.DK APS Danmörk Erlendir herir eru flugrekendur á Íslandi DATING. DK Dönsk stefnu- mótasíða er ein- hverra hluta vegna á listanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.