Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 8
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 8
Egypski og ísraelski herinn, kín-
versk flugfélög, stefnumótasíðan
dating.dk og líbanskt flugfélag.
Þetta eru dæmi um þá flugrek-
endur sem skráðir eru á Íslandi og
eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda
þegar kemur að útblástursmálum.
Viðsk ipt a ker fi Ev rópu -
sambandsins (ESB) með lofts-
lagsheimildir skyldar stjórnvöld
í hverju ríki fyrir sig að fylgj-
ast með því að fyrirtæki hafi
útblásturs heimildir til móts við það
magn af gróðurhúsa lofttegundum
sem starfsemi þeirra leysir út í
andrúmsloftið. Kerfið nær til stór-
iðju og flugrekenda og er þeim
síðarnefndu skipt niður á flugs-
væði, meðal annars eftir því hvort
þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa
flugrekendur ekki að starfa í við-
komandi landi þótt þeir séu þar
skráðir. Á Íslandi eru um 350 flug-
rekendur skráðir og falla því undir
umsjón Umhverfisstofnunar.
Listinn sýnir að flugvélar frá
viðkomandi flugrekendum, hvort
sem er danska stefnumótasíðan
eða herirnir, hafa lent hér á leið
frá ríki utan Evrópska efnahags-
svæðisins, eða tekið á loft héðan.
Hvert erindið var er ekki tilgreint.
Sektir eða kyrrsetning
Allir flugrekendur, sem falla undir
kerfið, verða að hafa skilað inn
losunar áætlun 31. mars. Þar er til-
greint hve miklu af gróðurhúsa-
lofttegundum (CO2) vélar þeirra
hafa blásið út í loftið. Umhverfis-
stofnun fer yfir áætlunina og
flugrekendur hafa síðan frest til
30. apríl til að skila inn losunar-
heimildum í samræmi við hana
og athugasemdir Umhverfis-
stofnunar, ef einhverjar eru.
Kerfið virkar þannig að flug-
félag tilkynnir, svo dæmi sé
tekið, um að það hafi losað 20 þús-
und tonn af CO2 út í andrúms-
loftið. Segjum að Umhverfis-
stofnun geri athugasemdir
um að í raun sé
heildartalan 22
þúsund tonn. Flug-
rekandinn hefur þá frest til 30.
apríl til að verða sér úti um heim-
ildir á móti losuninni. Kerfið er í
raun eins og heimabanki og fari
flugrekandinn yfir á reikningnum
þarf hann að millifæra losunar-
heimildir inn á hann.
Árið 2012 var tilraunaár með
þetta kerfi, en í ár ber íslenskum
stjórnvöldum að fara eftir því að
fullu. Það þýðir að þeim ber að
sjá til þess að flugrekendur hafi
losunar heimildir á móti útblæstri.
Sé svo ekki á að leggja á þá
stjórnvaldssekt, sem nemur 100
evrum á hvert tonn af útblæstri.
Að öðrum kosti verði vélarnar
kyrrsettar.
Ábyrgð Umhverfisstofnunar
Ef við gefum okkur að flug-
rekandinn í ímyndaða dæminu
hér að framan eigi engar loftslags-
heimildir á móti útblæstri þá þarf
hann að kaupa sér heimildir
í apríl. Verðið á þeim er um
sjö evrur á tonnið á mark-
aði og kostnaður félagsins
næmi 154 þúsund evrum,
tæplega 25 milljónum
íslenskra króna.
Takist það
ekki, eða sinni félagið því
ekki, ber Umhverfisstofnun, sam-
kvæmt lögum, að leggja 100 evra
sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu
dæmi, um 360 milljónir króna.
Hilda Guðný Svavarsdóttir, lög-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
segir að stofnuninni beri að fram-
fylgja lögunum. „Okkar hlutverk er
meðal annars að fylgjast með því
að flugrekendur framfylgi skyld-
um sínum samkvæmt lögunum
og einnig að sinna leiðbeiningar-
skyldu okkar í þessu sambandi.“
Fréttablaðið sagði í gær frá því
að Landhelgisgæslan væri á þess-
um lista. Verið er að reyna að
semja um undanþágu fyrir gæsl-
una, en takist það ekki þarf hún að
kaupa sér loftslagsheimildir, með
tilheyrandi snúningum varðandi
gjaldeyris höft.
Sektunum á að beita frá og
með 1. maí. Óvíst er þó hvernig
Umhverfisstofnun hyggst fara að
því að sekta egypska eða írska
herinn, eða hvort flugvélar banda-
rískra flugfélaga verða kyrrsettar
lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Fylgjast með útblæstri herflugvéla
Alls eru um 350 flugrekendur sem falla undir viðskiptakerfi ESB með loftslagsheimildir skráðir á Íslandi. Þar er að finna ísraelska herinn og
danska stefnumótasíðu. Umhverfisstofnun ber að fylgjast með að flugrekendur hafi tilskildar útblástursheimildir eða sekta ella.
Samkvæmt lögum um loftslags-
mál telst Ísland vera umsjónar-
ríki flugrekenda sem hafa
flugrekstrarleyfi útgefið hér
á landi, en einnig þeirra sem
hafa ekki útgefið leyfi innan
Evrópska efnahagssvæðisins,
ef stærsti hluti losunar þeirra á
viðmiðunar ári tilheyrir Íslandi.
Undir Ísland heyrir losun
flugvéla sem taka á loft héðan
eða lenda hér, þegar flogið er
frá ríki utan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Það er stofnunin
Eurocontrol sem
gefur út flug-
rekendalistann.
➜ Hverjir fara á listann?
BANDARÍSKI HERINN
Flugvél, eða vélar, frá
bandaríska hernum hafa
á árinu 2012 tekið á loft
á Íslandi eða lent hér á
leið sinni frá ríki utan
EES.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
9
4
2
Rúmlega 350 flugrekendur eru skráðir á Íslandi, samkvæmt lista Evrópusam-
bandsins. Í flestum tilvikum er um að ræða lítil leiguflugfélög, en ýmissa grasa
kennir á listanum, þar á meðal nokkrir herir og dönsk stefnumótasíða, svo dæmi
séu tekin:
MIL EGYPT Egyptaland
MIL ISRAEL Ísrael
MIL NORWAY Noregur
MIL SAUDI ARABIA Sádi-Arabía
MIL UKRAINE Úkraína
MIL USA Bandaríkin
MIL US NAVY Bandaríkin
DANA AIR Nígería
DATING.DK APS Danmörk
Erlendir herir eru flugrekendur á Íslandi
DATING.
DK Dönsk
stefnu-
mótasíða
er ein-
hverra
hluta
vegna á
listanum.