Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 10
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Hyundai Santa Fe Comfort 2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð 7.650 þús. kr. Eyðsla 6,6 l/100 km* HYUNDAI SANTA FE SPARNEYTINN D SILJEPPI NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is Verið velkomin í kaffi og reynsluakstur í dag milli kl. 10–16 * M ið as t vi ð bl an da ða n ak st ur s am kv æ m t fr am le ið an da E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 9 4 1 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf. Kristín Ósk Hlynsdóttir, móðir ellefu ára drengs, sem greindur er með ofvirkni og athyglisbrest, mótþróaþrjósku röskun og kvíða- röskun, segir að núverandi skóla- kerfi henti syni sínum engan veg- inn. Kerfið sem hún talar um er skóli án aðgreiningar, yfirlýst menntastefna grunnskóla lands- ins. Markmið stefnunnar er göfugt eða að mæta ólíkum þörfum allra nemenda. Aftur á móti hefur reynt mjög á kennara og marga foreldra eftir að stefnan var innleidd. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudaginn fékk sonur Krist- ínar Óskar ekki hjálp fyrr en hann hafði ráðist á skólafélaga sinn sem er níu ára. Í sama blaði sagði Guð- björg Ragnarsdóttir, vara formaður Félags grunnskólakennara, að aukið fjármagn þyrfti frá hinu opinbera til að tryggja nemendum viðeigandi umhverfi. Ólöf Önundardóttir, móðir níu ára drengsins, tekur undir með Kristínu Ósk um að núverandi kerfi sé ótækt. Hún segist strax hafa rætt við strákinn sinn eftir árásina og gert honum grein fyrir því að sá sem hafi ráðist á hann sé veikur. Tilefnið var augnsamband Að sögn Ólafar var tilefni árásar- innar sú að sonur hennar hafði horft í augun á drengnum sem beitti ofbeldinu, en það líkaði honum illa. Sami drengur hafði áður ráðist á son hennar en Ólöf bendir á að núverandi skólakerfi bitni ekki aðeins á nemendum með alvarlegar raskanir sem fá ekki viðeigandi hjálp. Aðrir nemendur líði einnig fyrir úrræðaleysi, oft með alvarlegum afleiðingum. „Ég tel að það þurfi aðeins að hugsa um hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér varðandi nem- endur sem þurfa að sætta sig við að vera í skóla með svo veikum einstaklingum og eiga það jafn- vel á hættu að vera lamdir í tíma og ótíma, svo við tölum ekki um kvíðann sem skólafélagarnir og foreldrar þeirra þurfa að burðast með.“ Ekki við kennara að sakast Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn kom fram að fá úrræði eru í boði fyrir son Kristínar Óskar. Hún sagði skólakerfið ekki í stakk búið til að takast á við nemendur eins og son hennar sem þurfi mikla hjálp. Ólöf tekur undir orð Kristínar Óskar og segir að ekki sé við kenn- ara og starfsfólk skólans að sakast. „Það er ekki við kennarana að sakast og aumingja barnið sem réðst á son minn er veikt og þarf hjálp eins og svo mörg önnur börn. En það eru engin úrræði til stað- ar, og á meðan þurfum við að taka sénsinn á að börnin okkar verði ekki fyrir ofbeldi og komi heil heim úr skólanum.“ Neitaði að setja soninn í skólann Árásin sem sonur Ólafar varð fyrir var alvarleg og kom bekkjar- systkinum hans í mikið uppnám. „Þegar ég kom upp í skóla þá sat hann bara stjarfur á bekk, en þegar hann sá mig brotnaði hann algjörlega saman og fór að hágráta. Það var talað um að krakkarnir myndu fá áfallahjálp en ég veit ekki hvernig það fór.“ Ólöf fór með son sinn á Slysa- varðstofuna þar sem læknir skoð- aði hann og þá sérstaklega með til- liti til höfuðáverka. Þar var atvikið tilkynnt til Barnaverndar. Næsta dag hringdi Ólöf í skólann og tilkynnti að sonur hennar myndi ekki mæta aftur í skólann því hún treysti skólanum ekki fyrir öryggi sonar síns. „Þá gerist eitthvað og við vorum boðuð á fund í skólanum klukkutíma síðar. Ég var alveg hörð á því að sonur minn myndi ekki mæta aftur í skólann fyrr en hinn drengur inn fengi við eigandi aðstoð. Ég er ekki viss um að þetta barn hefði fengið þá hjálp sem það fékk ef ég og maður inn minn hefðum ekki verið svona ákveðin.“ Ólöf lýsir syni sínum sem „algjörum nagla“ og segir hann ótrúlega brattan þrátt fyrir atvikið. Hann hafi þó verið lítill í sér fyrstu vikurnar á eftir og var um sig. „En hann er mjög dug legur. Hann sagði meira að segja við mig stuttu eftir árásina að það væri gott að það hefði verið ráðist á hann en ekki einhvern annan, eins og til dæmis einhverja af stelpunum.“ hanna@frettabladid.is Foreldrar óttast um öryggi barna Ýmsar brotalamir virðast vera á menntastefnunni skóla án aðgreiningar. Foreldri barns sem drengur með alvarlegar raskanir réðst á segir nemendur líða fyrir úrræðaleysi. Neitaði að setja son sinn í skólann fyrr en drengurinn fengi hjálp. Brotnaði saman eftir árásina. Skóli án aðgreiningar er yfirlýst menntastefna í grunnskólum hér á landi. Markmið stefnunnar er að mæta ólíkum þörfum allra nemenda í sam- eiginlegu, almennu skólaumhverfi nema brýn nauðsyn sé á öðru. Skóli án aðgreiningar á sér upphaf í baráttu foreldra fatlaðra barna fyrir því að þau fái að ganga í skóla með ófötluðum jafnöldrum sínum. Litið er á skóla án aðgreiningar sem skóla- og menntastefnu sem byggir á mannréttindum og tekur til allra nemenda, hvernig sem ástatt er með atgervi þeirra og stöðu. Stefna um skóla án aðgreiningar ÞÖRF Á ÚRRÆÐUM Móðir níu ára drengs sem var beittur líkamlegu ofbeldi af skólabróður sínum segir að auka þurfi úrræði fyrir börn með alvarlegar hegðunar- raskanir. Úrræðaleysið bitni á öllum nemendum. NORDICPHOTOS/GETTY Hanna Ólafsdóttir hanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.