Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 23. mars 2013 | FRÉTTIR | 13
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Landsbankinn býður fimm skuldabréfasjóði
sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum
skuldabréfum. Hæstu ávöxtun skiluðu
Sparibréf – óverðtryggð eða 13,2% ávöxtun
á 12 mánaða tímabili.*
Sjóðirnir henta vel til reglubundins
sparnaðar og hafa á síðustu mánuðum
skilað betri ávöxtun en almennir innláns-
reikningar. Einfalt er að kaupa og selja í
sjóðunum og er enginn munur á kaup-
og sölugengi í áskrift.
Fyrirvari: Sparibréf eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lúta eirliti Fjármálaeirlitsins. Landsbréf hf. er rekstrarfélag Sparibréfa
og Landsbankinn hf. vörslufélag. Áhætta fylgir ávallt árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur
ekki endilega vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um Sparibréf má finna í útboðslýsingum eða útdrætti úr þeim á landsbankinn.is
eða á landsbref.is. *Nafnávöxtun sl. 12 mánuði miðað við 28.02.2013.
13,2%
Sparibréf
ÓVERÐTRYGGÐ
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf um hvaða sparnaðarleið hentar.
Komdu við í næsta útibúi eða hringdu í Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040.
Sparibréf – fimm góðar leiðir til ávöxtunar
KJARAMÁL Megnið af þeim tuttugu
almennu læknum á Landspítalan-
um (LSH) sem sögðu upp störfum í
febrúar, hafa nú hætt við að hætta.
Að sögn Odds Gunnarssonar,
staðgengils mannauðsstjóra LSH,
náðist samkomulag við langflesta
læknana í vikunni.
„Þegar rætt var við þá kom í ljós
að óánægjan var af margvíslegum
toga, en megnið varðaði álag og
vinnuaðstæður,“ segir hann. „En
það fór alveg niður í að vera með
aðgang að síma og tölvu.“
Oddur segir ákveðið ferli nú
farið í gang til að lagfæra málin
og stjórnendur spítalans muni gera
grein fyrir ákveðnum úrbótum
með þátttöku fulltrúa læknanna
sem fylgi því eftir.
„Álagið er býsna mikið og
læknar hafa kvartað undan því
að þeir séu látnir axla ábyrgð of
fljótt miðað við getu þeirra,“ segir
hann. „Einn þáttur í kröfunum var
stuðningur reyndra sérfræðinga
við störf þeirra.“
Oddur getur ekki fullyrt að allir
þeir tuttugu læknar sem sögðu upp
störfum fyrir um mánuði síðan
hafi dregið uppsögn sína til baka,
en að minnsta kosti sé ekki lengur
um að ræða hóp sem gæti valdið
röskun á starfsemi spítalans. Upp-
sagnirnar áttu að taka gildi þann 1.
apríl næstkomandi. - sv
Komið í veg fyrir röskun á starfsemi Landspítalans:
Stór hópur lækna dró
uppsögn sína til baka
MIKIÐ ÁLAG Almennir læknar á LSH töldu álagið vera of mikið til að starfa áfram á
spítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM