Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 26

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 26
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Ragna Fossberg tekur á móti blaðamanni í her-berginu sínu í Efsta-leitinu. Sminkherberg-ið á Ríkissjónvarpinu er rúmgott og heimilislegt með eigin kaffivél og sófa svo eitt- hvað sé nefnt. Þarna inni ræður Ragna ríkjum. Allir þeir sem eiga erindi í útsendingu koma við í stóln- um hjá Rögnu fyrst og þannig hefur það verið síðan árið 1971 þegar Ragna varð fastráðin hjá sjónvarp- inu. Þangað kom hún beint frá Kaup- mannahöfn þar sem Ragna hafði verið að vinna á hárgreiðslustofu í nokkra mánuði. „Ég man ekki eftir því að hafa ætlað að verða eitthvað sérstakt þegar ég var lítil. Það var ekki svo mikið í boði, annaðhvort fórstu í Iðnskólann eða menntaskóla. Ég hef alltaf verið betri í höndunum en á bókina svo þess vegna varð hár- greiðsla fyrir valinu,“ segir Ragna en henni var svo kennt að farða upp á Rúv af Auðbjörgu Ögmundsdóttur, fyrstu sminku sjónvarpsins. „Mér var hálfpartinn ýtt út í þennan bransa. Byrjaði á því að greiða þulunum þegar þess þurfti og svo hvött til að sækja um þegar það losnaði staða. Ég kunni ekkert að mála þegar ég byrjaði og man hvað ég var stressuð og hversu langan tíma það tók að setja „eyeliner“ í fyrsta sinn.“ Sérstök fjölskylda Ragna er alin upp í Hlíðunum og bjó þar til 22 ára aldurs. Hún lýsir fjöl- skyldumunstri sínu sem sérstöku en Ragna er alin upp á heimili ömmu sinnar ásamt einstæðri móður sinni og eldri bróður. „Ég er ættleidd af ömmu minni þó að mamma byggi með okkur. Það hefur alltaf verið mjög gott sam- band milli okkar mæðgnanna en hún lést 92 ára síðastliðið sumar.“ segir Ragna sem hefur hins vegar aldrei þekkt föður sinn. „Það er svo merkileg saga með bróður minn, Cyril Edward. Foreldrar hans unnu hjá breska sendiráðinu en þurftu að flýja land í stríðinu og það má eiginlega segja að hann hafi verið skilinn eftir á tröpp- unum heima sjö mánaða gamall. Þetta var áður en ég fæddist en við höfum talað opinskátt um þetta í fjölskyldunni alla tíð. Bróðir minn býr enn þann dag í dag á Íslandi, orðinn algjör Ísfirðingur.“ Nafnið Fossberg er komið frá afa hennar, Gunnlaugi Fossberg, sem tók það upp er hann nam vélafræði í Kaupmannahöfn. Ragna er skírð í höfuðið á móðursystur sinni sem var búsett ásamt fjölskyldu sinni á Jamaíka en lést í fellibyl þar árið 1952 ásamt eiginmanni og dóttur. „Hún rak sportklúbb á Jamaíka ásamt manni sínum en það þótti mjög sérstakt í þá daga. Fyrir tíu árum fórum við mæðgur, ásamt Guðrúnu vinkonu minni, í hálfgerða pílagrímaferð til Jamaíka á hennar slóðir. Það vildi svo skemmtilega til að hótelið sem við gistum á var í garðinum þar sem sportklúbbur þeirra var.“ Rúv-par Ragna er nú búsett í Breiðholtinu ásamt sambýlismanni sínum Birni Emilssyni í húsi sem hún byggði ásamt fyrrum eiginmanninum sínum. Þau eru svokallað Rúv-par en Björn starfar sem framleiðandi hjá sjónvarpinu og tóku þau saman árið 1982. Spurð hvort það sé nokk- uð erfitt að vinna með sambýlis- manni sínum svarar Ragna neit- andi. „Það hefur gengið vel að vinna saman því það koma dagar sem við hittumst ekki neitt þó að við séum í sama húsinu. Við erum svo hvort með sín áhugamálin, ég er á fullu í hestamennskunni og á skíðum en hann er á kafi í bílunum. Það gengur vel upp.“ Ragna á einn strák, Ívar Örn Helgason, úr fyrra hjónabandi og tvö barnabörn en Björn á tvær stelp- ur og barnabörn svo þau eru stór fjölskylda þegar allir koma saman. „Mér finnst mjög gaman að vera amma og held að ég sé ekkert verri en hver önnur í því hlutverki. Það er allt annað en að vera mamma. Maður getur dekrað þau og svo skilað,“ segir Ragna glottandi en gott samband er milli mæðginanna. „Ívar hefur séð til þess að ég er lang- tæknivæddust í vinahópnum mínum og ég hringi fyrst í hann ef það er eitthvað,“ segir Ragna og veifar nýjum Iphone sem hún notar mikið. Vill meiri samkeppni Það má segja að Ragna sé ákveðinn frumkvöðull í sminkufaginu. Hún er ekki sérstaklega lærð sminka en hefur farið nokkrum sinnum út til Danmerkur þar sem hún hefur sótt námskeið á vegum danska ríkis sjónvarpsins, meðal annars í hárkollugerð og gervum. Í smink- herberginu upp í Efstaleiti hanga einmitt tugir hárkollna sem allar eru úr smiðju Rögnu. „Ég set starfsreynslu ofar námi í þessu fagi. Reynslan sem þú sank- ar að þér í bransanum er ómetan- leg. Svo er það líka þannig að ann- aðhvort á þetta við þig eða ekki. Maður getur verið sprenglærður en kann svo ekkert að fara með það.“ Ragna hefur unnið fimm Eddu- verðlaun og verið tilnefnd til sex fyrir bæði Áramótaskaupið, Spaug- stofuna og bíómyndir. Hún gerir þó lítið úr yfirburðum sínum í faginu og viðurkennir að hún hefði gjarna viljað hafa meiri samkeppni í þess- um geira. Vinnur best ein Ragna er með yfir 30 bíómynd- ir á ferilskránni, bæði innlendar og erlendar. Ragna hefur unnið við þær erlendu bíómyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, eins og síðasta sumar er hún vann við gerð Noah eftir leikstjórann Darren Aronofsky. „Það var mjög skemmtilegt þó að ég taki samt íslenskar bíómynd- ir fram yfir útlenskar. Það er allt annað að eiga við Hollywood-leik- ara en íslenska. Miklu heimilis- legra og eðlilegra hér,“ segir Ragna brosandi en hún viðurkennir einnig að hún vinni best ein. „Mér finnst best að vinna ein því þá get ég ekki kennt neinum öðrum um ef það verða mistök. Þegar maður er að vinna í bíó- mynd verður maður einn hlekk- ur í kvikmyndakeðju sem þarf að halda gangandi. Ég er samt ekki fullkomnunarsinni og vil frekar meina að ég sé hæfilega kærulaus þegar allt kemur til alls.“ Fagmaðurinn Baltasar Djúpið var síðasta bíómynd Rögnu en hún vann einmitt sína fimmtu Eddu fyrir hana á nýafstaðinni Edduhátíð. Undanfarið hefur Ragna unnið mikið með Baltasar Kormáki en þegar hann berst í tal byrjar Ragna ósjálfrátt að brosa. „Við Baltasar erum miklir vinir enda eigum við sama afmælisdag. Ég hafði nokkrum sinnum unnið með honum er hann var að leika en Hafið var fyrsta bíómynd sem ég gerði sem hann leikstýrði. Það er frábært að vinna með honum. Hann er fagmaður fram í fingur- góma, fókuseraður og man allt sem hann segir,“ segir Ragna en ef allt gengur eftir verður þeirra næsta samstarf í sumar er Baltasar tekur upp Hollywood-myndina Everest hér á landi. Rögnu finnst gaman að geta tekið að sér bíómyndir samhliða starfi sínu hjá sjónvarpinu og líkir því við sjómann sem fer á vertíð. „Maður dettur út úr samfélaginu í nokkra mánuði. 15 tíma dagar og töku- liðið verður fjölskyldan manns. Ég er mjög þakklát stjórnendum Rúv fyrir að leyfa mér að fara í önnur verkefni inn á milli.“ Hvorki femínisti né rauðsokka Í aðdraganda Edduhátíðarinnar í ár var rýrt hlutfall kvenna í kvik- myndageiranum í umræðunni og mörgum fannst nóg um hversu fáar konur voru tilnefndar. Ragna var vör við þá umræðu en gefur lítið út á hana. „Við konur erum okkur sjálfum verstar. Ég er orðin þreytt á þessu kvennakjaftæði, við þurf- um að hætta að kvarta og kveina og framkvæma í staðinn. Það er eins og við séum búnar að ákveða að við getum ekkert áður en við prufum það,“ segir Ragna ákveðin og bætir við að hún sé hvorki femínisti né rauðsokka. „Ég er líka enginn póli- tíkus né hef ég áhuga á stjórnmál- um. Er komin með leið á því eins og það leggur sig eftir síðustu ár.“ Hestamennska og skíði eru áhugamál Rögnu þegar hún er ekki í vinnunni, en hún fer til útlanda einu sinni á ári á skíði með vinum sínum. Ragna hefur einnig fallið fyrir hestamennskunni á seinni árum en hún á merina Mónu. „Ég reyni að fara á bak tvisvar til þrisvar. Þar get ég kúplað mig út, það má eiginlega segja að það sé mín hugleiðsla,“ segir Ragna og er ekki í vafa hvað tekur við þegar starfsferillinn er á enda eftir nokkur ár. „Þá fer ég bara á bak og verð þar.“ Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Orðin þreytt á kvennakjaftæðinu Ragna Fossberg er einn elsti starfsmaður RÚV og ein af þeim sem hafa rutt brautina fyrir sminkur landsins. Á ferilskránni eru 5 Eddur og 30 bíómyndir en Rögnu var hálfpartinn ýtt út í starfið á sínum tíma. Hún gefur lítið fyrir lítinn hlut kvenna í kvikmyndabransanum og segir að konur verði að hætta að væla og byrja að framkvæma. STARFSREYNSLAN ÓMETANLEG Ragna Fossberg er menntuð hárgreiðslukona en hún segir starfsreynslu vega mikið í faginu. „Maður getur verið sprenglærður í faginu en kann svo ekkert að fara með það.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁNAR MÆÐGUR Mæðgurnar saman í pílagrímsför til Jamaíka þar sem þær heimsóttu slóðir móðursystur og nöfnu Rögnu sem lést þar í fellibyl árið 1952. Móðir Rögnu lést í fyrra, 92 ára gömul. GÓÐ GERVI Ragna sá um gervin og sminkið í mynd leikstjórans Hal Hartley, Monsters. Eins og sjá má voru mörg þeirra frekar ófrýnileg. MIKLIR VINIR Ragna og Baltasar Kormákur eru góðir vinir en hún hefur oft unnið með honum, bæði sem leikstjóra og leikara. Hér má sjá hann ásamt leikkonunni Julie Christie fyrir myndina No Such Thing eftir Hal Hartley en Ragna sá um sminkið þar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.