Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 28
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28
Hólmsheiði
Flugvöllur
Fangelsi
Vegna vatnsverndar-sjónarmiða er ein-dregið lagst gegn því að hafin verði frekari upp-bygging ferða þjónustu á Bláfjalla svæðinu áður
en mótuð hefur verið heildstæð
samgöngustefna fyrir svæðið.
Ljóst er að vegir í Bláfjöllum eru
fjarri því að uppfylla kröfur um
vegöryggi, en svæðið er viðkvæmt
með tilliti til grunnvatns mengunar.
Litið er til fyrir hugaðrar upp-
byggingar við Þríhnúkagíg, þar
sem áætlanir til næstu ára gera ráð
fyrir mörg hundruð þúsund ferða-
mönnum á ári, auk þess sem hug-
myndir eru að auka enn starfsemi
á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Sótt að vatnsverndarsvæði
Þetta kemur fram í gögnum fram-
kvæmdastjórnar um vatnsvernd á
höfuðborgarsvæðinu (FVH); árs-
skýrslu 2012 og fundar gerðum
stjórnarinnar. Eins í gögnum
frá heilbrigðisnefndum sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur H. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðis eftirlits
Hafnarfjarðar og Kópavogs, segir
að hafin sé heildarendurskoðun
vatnsverndar fyrir höfuðborgar-
svæðið á vegum Sambands sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
(SSH). Núgildandi vatnsvernd
er fimmtán ára gömul. „Það er
sótt að vatnsverndarsvæðinu og
því höfum við kallað eftir því að
gerðar séu rannsóknir sem styðja
myndu endurskoðunina og á því
hvort sé hægt að breyta áherslum
eða halda vatnsverndinni óbreyttri
frá því sem nú er.“
Heilbrigðisnefndir hafa litið
svo á að skipulag frá 1999 og
heilbrigðis samþykktir frá 1997
dugi ekki einar og sér til að
tryggja nægilega vatnsverndar-
hagsmuni höfuðborgarsvæðisins.
Útilokað er að fallast á uppbygg-
ingu fyrr en verkefninu er lokið,
áætlað er að það verði á fyrri hluta
næsta árs gangi áætlanir eftir.
Hún tekur ekki síst til skíða svæðis-
ins í Bláfjöllum og Þríhnúkagígs
og hugmyndum um ferðaþjónustu.
„Að bæta Bláfjallaveginn er mál
dagsins í dag, óháð allri
frekari uppbyggingu,“
segir Guð mundur,
sem jafnframt
e r f o r -
maður
FVH.
Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur hefur gengið lengra og sagt
í sínum umsögnum að skoða eigi
visthæfari samgöngumáta upp í
Bláfjöll en tíðkast; að hver og einn
fari á einkabíl þangað til að njóta
útivistar á svæðinu. Vegurinn upp
í Bláfjöll, sama hversu góður hann
er, er alltaf áhættuþáttur vegna
legu og veðurfars á svæðinu, að
mati heilbrigðiseftirlitsins.
Þörf er á samgönguáætlun
Á 95. fundi FVH 17. ágúst síðast-
liðinn var bókað í samhengi við
úttektir um mengunarhættu vegna
hugsanlegra óhappa á veginum
til Bláfjalla: „Vegna viðkvæmni
svæðisins og annarrar starfsemi
sem þar er og sem er í skoðun að
auka verður að mati framkvæmda-
stjórnar vatnsverndarsvæðis
höfuðborgar svæðisins að fara
fram heildstætt mat á umhverfis-
áhrifum, stjórnsýslu á svæðinu,
aukinni ferðaþjónustu og rekstri
skíðasvæðis, samgöngumann-
virkja og almennrar útivistar áður
en hægt verður að fallast á frek-
ari uppbyggingu innan svæðis-
ins. Að slíku mati er nauðsynlegt
að umráðaaðilar svæðisins komi.“
Þá segir að nauðsynlegt sé að gera
sérstaklega samgönguáætlun fyrir
Bláfjallasvæðið í þessu ljósi vegna
grunnvatnshagsmuna.
Viðkvæm vatnsból
Guðmundur segir jafnframt að
hugmyndir um uppbyggingu í Blá-
fjöllum snúist fyrst og síðast um
ferðamenn. „En við segjum að það
verði að horfa á svæðið sem heild.
Ef þetta gengur eftir er vilji til að
taka á móti ferðamönnum allt árið
um kring, og þá allt að 500 þúsund
manns. Fyrir er skíða svæðið þar
sem menn fara um skipulags lítið.
Ef menn vilja hafa þessa starf-
semi verður að bæta veginn. Hvað
öryggi varðar er hann ekki boð-
legur fyrir þá umferð sem þar er
núna, hvað þá ef við bætist hálf
milljón ferðamenn. Ef það verð-
ur olíumengunarslys, og það þarf
ekki að vera stórvægilegt, eru
vatnsbólin farin á stundinni.“
Vatn á flöskum
Guðmundur segir að sé vilji til
að byggja upp starfsemi af þess-
ari stærðargráðu, auka rekstur og
um leið viðhalda
vatns-
vernd, þurfi að vera til staðar
„plan B“ ef eitthvað fer úrskeiðis.
Ef illa fer þarf jafnvel að sækja
ferskvatn annað, og jafnvel upp í
Þingvallasveit. „Já, eða kaupa það
á flöskum,“ segir Guðmundur og
varar sterklega við þeim sofanda-
hætti sem einkennir umræðu um
vatnsverndarmál, eða að málið sé
talið léttvægt.
Árný Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðis eftirlits
Reykjavíkur, segir að vatns takan
sé þó einungis neyðarplan ef eitt-
hvað gerist inni á vatnsverndar-
svæðinu. „Þá væri heitavatns-
lögnin frá Nesjavöllum notuð
til að hleypa á köldu vatni til
höfuðborgar svæðisins. Þetta er
einungis skammtímalausn þar sem
þá yrði ekki heitu vatni veitt til
svæðisins á meðan. Vatnsverndar-
svæði höfuðborgarbúa í dag er
þannig upp byggt að ekki eru öll
eggin í sömu körfunni og hægt er
að taka neysluvatn frá fleiri en
einu vatnstökusvæði. Hins vegar
er verið að þrengja sífellt meira að
þessum öryggisventli.“
Í umhverfismatinu vegna Þrí-
hnúkaframkvæmdarinnar eru
allar þessar áhyggjur tíundaðar.
Mat framkvæmdaaðila er þó að
mengunarhætta sé ekki veruleg.
Þó sé það háð því að ráðist verði í
umbætur á vegum og fyllstu var-
úðar gætt á framkvæmdatímanum.
Úrbætur ekki ráðgerðar
Í umsögn Skipulagsstofnunar á
umhverfismatinu er tekið undir
það sjónarmið að hættan sé lítil
á mengunarslysi; þó sé erfitt
að greina þá áhættu sem fram-
kvæmdin hefi í för með sér með
vissu. Stofnunin tekur undir mikil-
vægi heildarúttektar á vatns-
verndarsvæðinu. Hún þurfi meðal
annars að felast í greiningu á allri
starfsemi á vatnsverndarsvæðinu
og mati á hvað sé ásættanlegt að
fari þar fram með tilliti til grunn-
vatns og vatnsbóla höfuðborgar-
svæðisins.
Eins og áður segir stendur
endur skoðunin yfir og telur Skipu-
lagsstofnun að niðurstöðu hennar
eigi að nýta við gerð skipulags-
áætlana á svæðinu, sem síðar yrðu
grunnur leyfisveitinga til fram-
kvæmda innan vatnsverndar-
svæðisins.
Í svari Vegagerðar-
innar við fyrir spurn
Fréttablaðsins segir
að engar áætlanir
eru uppi á borðum
um að byggja Blá-
fjallaveg upp.
Því ríkir óvissa
um hvenær og
hvernig verður
ráðist í úrbæt-
ur á aðkomu-
leiðu m að
Bláfjöllum og
Þríhnúkagíg.
Í ÞRÍHNÚKAGÍG Gígurinn er mikilfenglegur og áætlanir gera ráð fyrir að
aðdráttar afl hans sé mikið fyrir ferðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eins og komið hefur fram í fréttum eru uppi hugmyndir að gera Þrí-
hnúkagíg aðgengilegan fyrir ferðamenn. Hugmyndin er að leggja veg að
gígnum, byggja þjónustubyggingu og gera 300 metra löng jarðgöng inn í
gíghvelfinguna. Þar verði komið fyrir útsýnissvölum og jafnvel hringstiga
niður á botn gígsins. Spár fyrir aðsókn ganga út frá því að árið 2023 sæki
450 þúsund gestir Þríhnúkagíg heim. Fyrir liggur mat á umhverfisáhrifum
og álit Skipulagsstofnunar. Í umhverfismati er gert ráð fyrir að hefja fram-
kvæmdir í ár og að gígurinn verði opnaður fyrir ferðamenn árið 2015.
Allt framkvæmdasvæðið er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgar-
svæðisins; Þríhnúkagígur er um fjóra kílómetra vestur af skíðasvæðinu
í Bláfjöllum. Áhyggjur manna snúa að þeirri hættu sem fylgir fólksflutn-
ingum um svæðið eftir Bláfjallavegi, jafnvel þúsundum manna dag hvern
þegar mest verður.
HORFT TIL UPPBYGGINGAR
VIÐ ÞRÍHNÚKAGÍG
Sótt að viðkvæmum vatnsbólum
Tómt mál er að tala um uppbyggingu ferðaþjónustu á Bláfjallasvæðinu áður en endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgar-
svæðinu er lokið. Vegir á svæðinu standast ekki öryggiskröfur og þarf að bæta strax. Mikil fjölgun ferðamanna á áætlun.
Þríhnúkagígar
Kaldárbotnar
Myllulækjarsvæði
Vatnsendakrikar
Fossvallaklif
Straumsel Mygludalir
Gvendarbrunnar
og jaðarsvæði
Bláfj allavegur
Suðurlandsvegur
Suðvesturlína
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Hins vegar er verið
að þrengja sífellt meira að
þessum öryggisventli.
Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Heilbrigðis eftirlits Reykjavíkur
Ef það verður
olíumengunarslys, og það
þarf ekki að vera stór-
vægilegt, eru vatnsbólin
farin á stundinni.
Guðmundur H. Einarsson,
framkvæmdastjóri
heilbrigðis eftirlits
Hafnarfjarðar og Kópavogs