Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 36
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36
Björt framtíð var stofnuð árið 2012. Með nokkurri einföldun má segja að flokkurinn hvíli á tveimur stoðum; annas vegar þeim Guð-mundi Steingrímssyni og Róberti Marshall, sem sitja nú á þingi utan
flokka, og hins vegar Besta flokknum sem
vann stórsigur í borgarstjórnarkosningunum
fyrir þremur árum. Heiða Kristín Helga-
dóttir kemur þaðan og er stjórnarformaður
flokksins. Guðmundur Steingrímsson er hins
vegar formaður flokksins.
Flokkurinn fór nokkuð rólega af stað,
fylgið mældist ekki hátt til að byrja með.
Flokkurinn kynnti frambjóðendur sína hægt
og rólega eftir því sem nær dró hátíðum og
eftir áramót tók fylgi flokksins stökk upp á
við. Það hefur síðan dalað á ný, en var þó, í
könnun Fréttablaðsins í mars, 9,1 prósent.
Það hlýtur að teljast nokkuð gott fyrir nýjan
flokk.
Heiða Kristín skipar annað
sæti listans í Reykjavík
norður, auk stjórnar-
formennskunnar. Björt
framtíð hefur gefið
út kosningaáherslur
sínar, en leiðarstefið
í þeirra málflutn-
ingi má segja að
séu breytt vinnu-
brögð í stjórn-
málum.
Þarf að hafa
góðan grunn
Heiða
Kristín
segir marga tala um breytingar og svo virð-
ist sem kjósendur vilji yfirvegaðri og sann-
gjarnari stjórnmál. Þegar á hólminn sé komið
virðist átök hins vegar ná meira í gegn. Það
sjáist í umfjöllun fjölmiðla.
„Það sem skiptir mestu máli er að við hefj-
um okkur upp fyrir það að leyfa okkur þessa
ofboðslegu vanvirðingu sem er í gangi. Ég
hef brennandi áhuga á stjórnmálum en fer
ekki út í þau af því að ég held að mögulegt sé
að við verðum sammála um alla hluti. Þannig
verður það ekki. En við verðum að geta rætt
saman.
Ég hef til dæmis ákveðnar hugmyndir um
hvernig ég vil að ríkisvaldið komi fram við
mig og hvar það sé staðsett í mínu lífi. Ég vil
ekki hafa það út um allt að segja mér hvernig
ég á til dæmis að ala upp börnin mín, en ég
vil hafa það sterkt og stöðugt og að það styðji
við þá hluti sem geta komið okkur áfram.
Aðrir hafa aðrar hugmyndir sem ég hef
áhuga á að heyra og takast á um af virðingu.“
Auka þurfi stuðning við skapandi greinar
og stuðla að aukinni fjölbreytnin í atvinnu-
lífinu. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar eigi
að vera í framtíðarsýninni, en hafi tilhneyg-
ingu til að vera að agnúast út í smáatriðin.
Það er sífellt verið að ræða tækni-
lega flókin atriði sem eru
afleiðing þess að grunnur-
inn er ekki nógu góður
og stöðugur. Ég hef í
grunninn ekki áhuga
á pólitík af því að
ég hafi svo mikinn
áhuga á verðtrygg-
ingunni. Ég hef
miklu meiri áhuga
á því að gera hvað
ég get til að búa
til samfélag þar
sem ömurlegir
hlutir eins og
verðtrygging eru
óþarfir.
Raunveruleikinn
er flókinn
En líta kjós-
endur ekki líka
til þess sem
kemur þeim best
þegar kemur að
afborgunum,
skuldum og
efnahags-
legri stöðu, til
dæmis?
„Jú. Það eru kannski 5 prósent af þjóðinni
sem hafa ofboðslegan áhuga á stjórn málum.
Hin 95 prósentin eru bara í því að sinna sínu
og á fjögurra ára fresti verða þau vör við
þetta fyrirbæri og þurfa að gera upp hug
sinn. Það er mjög eðlilegt að gera það út frá
því hvort maður stendur betur nú eða fyrir
fjórum árum.
Þú horfir á launin þín, útgjöldin, lánið sem
þú borgar af og þetta er allt glatað. Svo er
einhver þarna úti sem segir: Ef þú kýst mig
þá leysi ég þetta allt og það verður aldrei
aftur leiðinlegt. En, það er ekki alveg þannig.
Raunveruleikinn er aðeins flóknari en það.
Þessi nálgun þarf að breytast. Við þurfum
að fara að ræða stjórnmál á miklu heimspeki-
legri, víðari og opnari grunni. Hver er lang-
tímasýn stjórnmálamanna næstu tíu árin?
Tuttugu? Ekki vera alltaf að redda einhverj-
um tæknilegum atriðum sem gerðust í kjöl-
far þess að einhver klúðraði einhverju fyrir
átta árum.“
Viljum ekki 100%
En hvernig treysti ég því sem kjósandi að þið
breytið kúltúrnum ef ég kýs ykkur?
„Þetta snýst um meðvitaða ákvörðun. Það
koma upp mál sem maður getur snúið og
hlaupið með í fjölmiðla með upphrópunum,
eða valið að gera það ekki. Ætlarðu að gera
meira gagn, eða búa til meiri rugling?
Við viljum reyna að gera meira gagn, en
við lítum ekki framhjá því að stjórnmál eru
samkeppnisvettvangur. Ég stend í þessu
vegna þess að ég tel að ég hafi eitthvað fram
að færa. Það þýðir samt ekki að ég vilji að
Björt framtíð fái 100 prósent atkvæða.
Ég vil að okkar rödd fái að heyrast vegna
þess að mér finnst hún mikilvæg í samblandi
við hinar raddirnar, sem allar eiga fullan rétt
á sér. Ef þú ferð í stjórnmál með því hugar-
fari, held ég að þú sért miklu móttækilegri
fyrir málamiðlunum, en íslenskir stjórnmála-
menn hafa nú ekki fengið mikla athygli fyrir
slíkt, hvað þá verið hampað.
Þú þarft að vera móttækilegri fyrir því
að þín hugmynd, eða það sem þú ákvaðst á
landsfundinum þínum, er ekki endilega það
eina rétta. Þú getur ekki haldið ótrauð áfram
að vinna að einhverju sem þú lofaðir, ef allt
bendir til að það hafi slæmar afleiðingar. Ég
sá að Jón Ormur var að skrifa um stjórnmál á
þessum nótum í vikunni. Um mikilvægi þess
að grundvallarsýnin sé góð, frekar en að fest-
ast í loforðalistum. Ég er hjartanlega sam-
mála honum.“
Heilbrigð skynsemi
Sumir hafa sagt að ykkar hugmyndir séu full
loftkenndar, það vanti
markvissar til-
lögur. Hvað
segirðu við
því?
„Ég er ósammála. Við
höfum einbeitt okkur að
því að leggja fram yfir-
vegaða og heilbrigða sýn
á það hvernig við viljum að
þjóðfélagið sé. Við tölum um að minnka sóun.
Eins og á venjulegu heimili eiga tekjur að
duga fyrir þeirri þjónustu sem við veitum.
Ef það er til afgangur þá, er ég til í að lækka
skatta. Ég er alveg móttækileg fyrir því
að endurskoða allskonar gjöld og skatta og
einfalda. Það er til dæmis töluvert flókið að
stofna lítið fyrirtæki á Íslandi. Það er mjög
mikill óþarfi og sóun á hæfileikum og tæki-
færum.
Hluti af þeirri breytingu sem við tölum
fyrir er að það er mjög mikilvægt að sú hugs-
un ríki ekki í stjórnmálum að þú sért betur
settur ef þú hefur sest niður með hópi af fólki
og ákveðið frá a-ö hvað er að fara að gerast.
Því svo gerast alls konar hlutir sem þú hefur
enga stjórn á og raunveruleikinn blasir við
sem þú þarft að díla við. Þetta er mikilvæg
breyting og ekki loftkennd.
Þetta höfum við gert í Besta flokknum.
Mér finnst við hafa, leyst verkefnin í stórum
dráttum mjög vel. Það er mikill stöðugleiki
í Reykjavík og traust á borgarstjórn stendur
núna í 26% auðvitað viljum við hafa það
meira, en þeta er þó mun meira traust en
Alþingi nýtur. Þetta er að færast í rétta átt,
meðal annars vegna þess að það er ekki enda-
laus fréttafluttningur af borgarmálum að þar
allt logar í átökum.“
Viðræðum haldið áfram
Heiðu finnst hugmyndir um þann millileik að
kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður ala
á rugling,i sem sé óþarfur.
„Hvað á þessi millileikur að leiða í ljós? Við
erum í miðjum viðræðum sem miðar mjög
vel og viljum fá besta mögulega samning og
leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin
annað hvort hafnar honum eða tekur fagn-
andi.
Þeim sem líður illa í öðrum flokkum, af
því að þeir hafa ákveðið að setja algjörlega
lok á þetta eða leika þennan millileik, er
guð velkomið að kjósa Bjarta framtíð. Þetta
er mjög einfalt hjá okkur. Við viljum ljúka
aðildar viðræðum og ná sem bestum samningi
og höfum mikla trú á því að það sé hægt.
Þetta er spurning um langtímahugsun.
Hvar viljum við staðsetja okkur? Ég heyrði
stjórnmálamann lýsa því um daginn að við
ættum að vera eins og skilnaðarbarn sem
spilar á mömmu sína og pabba til að ná öllu
sínu fram. Það er ekki okkar framtíðarsýn,
við viljum aðeins fullorðnast og taka ábyrga
afstöðu og raða okkur með þjóðum sem eru
líkar okkur, hafa sömu menningarlega arf-
leifð og eru lýðræðisríki sem vinna saman
að því að ná málamiðlunum í öllu sem skiptir
okkur máli?“
Gildi málamiðlana
Þér verður tíðrætt um málamiðlanir, nokkuð
sem flokkar flíka alls ekki fyrir kosninga. Er
það dæmi um nýju vinnubrögðin ykkar?
„Þetta er bara verkefnið sem liggur
fyrir og þannig er þetta gert út um allt
í samfélaginu, í sveitarstjórnum, innan
fyrirtækja, félagasamtaka og í fjölskyldum.
Mörg mál eru kláruð í sátt. Líka á
þingi. Þetta er bara ekki mikið í
sviðsljósinu.
Auðvitað koma saman á Alþingi
63 einstaklingar frá ólíkum flokkum
og þeir munu ekki allir ná fram
vilja sínum. Það er aldrei að fara að
gerast.
Það er betra að ganga inn í verkefnið
með það fyrir augum að þú sért með
ákveðnar hugmyndir, en á þingi séu líka 62
aðrir sem einnig hafi ágætis hugmyndir.
Einhvers staðar á milli munum við finna ein-
hverja leið.
En það verða aldrei allir sáttir. Það er ekki
það sem sátt í pólitík gengur út á. Þetta snýst
um virðingu fyrir skoðunum annarra, geta
tekist á um þær og sætt sig við að það er ekki
endilega allt stórkostlegt sem maður segir.“
Að hefja sig upp yfir vanvirðingu
Björt framtíð er einn þeirra nýju flokka sem bjóða fram í vor. Fréttablaðið hitti Heiðu Kristínu Helgadóttur, stjórnar-
formann flokksins, og fór yfir helstu málin, sem snúast helst um að breyta stjórnmálamenningunni og auka virðingu.
2013
Heiða Kristín segir að það sé mikil
sóun í íslensku samfélagi sem
taka þurfi á. „Það er sóun í kerf-
inu öllu. Það er sóun á hæfileikum
þingmanna að koma 63 inn á þing
og þar er lítill farvegur fyrir heil-
brigðum skoðanaskiptum og fáum
er umbunað fyrir málamiðlanir.
Það er sóun á hæfileikum okkar
að skólakerfið geti ekki mætt
nemendum þar sem þeir eru, og
að þeir flosni upp úr námi. Það er
líka sóun á hæfileikum fólks að
hafa ekki fjölbreyttara atvinnulíf.“
BERJAST GEGN SÓUN
Kolbeinn Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
➜ Fylgi Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum
20%
15%
10%
5%
0
8-9
.2.
20
12
11
-12
.4.
20
12
23
-24
.5.
20
12
16
-17
.1.
20
13
30
-31
.1.
20
13
27
-28
.2.
20
13
13
-14
.3.
20
13
6,5% treysta for-
manni Bjartrar framtíðar,
Guðmundi Steingríms-
syni, best til að leiða
ríkisstjórn, samkvæmt
könnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2 í mars.
6,1% 5,4%
8,7%
9,1%
14,5%
16,4%
7,2%
ESB EÐA EKKI?
„Við viljum taka þetta skref
fyrir skref, en innan okkar
raða er fólk almennt mjög
jákvætt gagnvart aðild, en
fyrst er að sjá samninginn og
svo ræður þjóðin.“
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Auðlindamál
„Við erum ekki til í miklar
málamiðlanir varðandi það
hvernig auðlindunum okkar
verður ráðstafað. Við erum
ekki virkjanaflokkur og viljum
efla aðrar atvinnugreinar.“
2
Virðing
„Það hvernig stjórnmála-
menn og -flokkar ræða
hverjir við aðra ræður miklu
um það hvort við erum fús
til samstarfs. Við viljum að
fólk tali saman af virðingu.“
3
Aðildarviðræður við ESB
„Við erum tilbúin að gera
miklar mála miðlanir varð-
andi það að hætta aðildar-
viðræðunum.“
1STJÓRNAR-FORMAÐURINN Heiða Kristín Helgadóttir
segist ekki óska eft ir því að
Björt framtíð fái 100 prósent
atkvæða. Hún vill að
fjölbreytileiki ráði í stjórn-
málaskoðunum en fólk hlusti
hvert á annað af virðingu.