Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 42
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Óskar er ekki fyrr sest-ur en hann byrjar að tala fjálglega um sjón-varpsleikrit RÚV í gamla daga og hversu skemmtilegt það sé að fá að taka þátt í þeirri hefð. Áður en hann missir sig í útleggingum á mikilvægi leikins efnis í íslensku sjónvarpi er þó rétt að stoppa hann af og snúa sér að öðru. Í bili. Ertu alveg kominn í sjónvarps- myndirnar? Engin stór bíómynd á teikniborðinu? „Jú, ég er reyndar að undirbúa kvikmynd sem verður tekin í sumar. Það er hálfbanda- rískt verkefni, heitir End of Sent- ence og byrjar í Alabama en endar við Mývatn. Fjallar um feðga sem eru að fara með ösku móður son- arins á æskuslóðir hennar, til að dreifa henni yfir stöðuvatn. Vanda- málið er bara að þessir feðgar hata hvor annan. Þeir neyðast samt til að leggja í þessa ferð, þar sem þetta var hinsta ósk móðurinnar.“ Verða aðalleikararnir þá banda- rískir? „Já, og það eru viðræður í gangi núna við stór nöfn sem ég má ekki upplýsa um.“ Þetta er að verða standardsvar hjá kvikmyndagerð- armönnum. „Það er alveg ástæða fyrir því. Ef maður byrjar að blaðra of snemma í fjölmiðlum hér á Íslandi, þá ratar það út og getur dregið dilk á eftir sér þegar ekki er búið að undir rita samningana.“ Ánægður með Contraband Talandi um bandarískar kvik- myndir, hvað fannst þér um Contraband? „Mér fannst frábær- lega gaman og skemmtileg rússí- banaferð að horfa á hana. Fannst gaman að sjá hvað handritið okkar Arnaldar virkar vel í Hollywood – handritið okkar plús 25 milljónir dollara, reyndar. Balti gerði þetta mjög vel, en mér fannst svona bæði og hvort breytingarnar voru nauðsynlegar. Myndin lengdist um tuttugu mínútur og það bættust við karakterar. Ég reyni nú yfirleitt að fækka karakterum þegar ég endur skrifa, halda einfaldleikan- um, sem mér finnst vera styrkur. Það var líka ákaflega gaman að sjá velgengni myndarinnar, hvað hún náði til margra.“ Það kom aldrei til tals að þú leikstýrðir henni sjálfur? „Nei, ég pældi ekki einu sinni í því, skal ég segja þér, vegna þess að ég kann bara mjög vel við að vinna á Íslandi. Hér er mín fjölskylda, mitt umhverfi og minn vettvangur. Ég er ekkert að gera í því að reyna að koma mér til útlanda. Ég hef alveg skoðað þau mál, en ef ég ætti að ná einhverri fótfestu í L.A., til dæmis, þá þyrfti ég að búa þar og það bara kemur ekki til greina. Ég á þrjár dætur sem ég er mikið með og mig langar ekkert til að kúpla mig út úr því. Þær eru hryggsúlan í líf- inu.“ Gott á kallana Eigandi þrjár dætur, hvað finnst þér um umræðuna í kjölfar Edd- unnar um stöðu kvenna í kvik- myndabransanum? „Hvað finnst mér um hana, já? Satt best að segja finnst mér vandamálið ekki liggja eingöngu hjá okkur körlunum. Ég held að þetta tengist því að á grunnskólaárunum, þegar krakkar kveikja á hinum og þessum áhuga- málum, höfum við tilhneigingu til að segja við stelpurnar: „En hvað þú ert sæt“ eða „þú ert svo fín í þessum kjól“ en hins vegar „vá, hvað þú ert duglegur“ og „en hvað þú ert sterkur“ við strákana. Að vinna í kvikmyndagerð er dálítið matsjó. Ég var viðloðandi Flug- björgunarsveitina í stuttan tíma og vinnan í kvikmyndum minnir mig á björgunarsveitarstarf. Þetta er mikið volk, mikið óöryggi og hark sem virðist höfða meira til karla en kvenna. Auðvitað þarf það ekkert að vera þannig, það eru til dæmis alltaf fleiri og fleiri konur að koma í björgunarsveitirnar. En hjá minni kynslóð allavega hefur tilhneiging- in verið sú að konurnar hafa farið í framleiðsluna og framkvæmda- stjórnina, nokkrar í klippinguna og svo eru smink og búningar auð- vitað klassísk kvennastörf. Þetta getur vel breyst, en það gæti tekið einhvern tíma.“ Reynir að vera meðvitaður Ertu meðvitaður um þessa orð- ræðu þegar þú talar við dætur þínar? „Ég er að reyna það, já. Reyni að vera ekki svona kynja- skiptur í hvatningunum.“ Það virðist nú samt enn þá vera helsta hlutverk kvenna í kvik- myndum að vera sætar … „Ég EKKI DELLUKARL EN VERÐUR HELTEKINN Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Það sem lifir, það truflar Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóri er á fullu að klára sjónvarpsmyndina Fiskar á þurru landi sem sýnd verður á RÚV um páskana. Hann er líka að undirbúa Pressu 4, á leið til Bandaríkjanna að leikstýra kvikmynd og pabbi í hálfu starfi. Auk þess stundar hann sjósund og fjallgöngur, keppir í skeggvexti og reynir að finna handrit með bitastæðum kvenhlutverkum. LEIKSTJÓRINN Í AKSJÓN Óskar stýrir leikarahópnum í Fiskar á þurru landi af yfirvegun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eftir skilnaðinn hrökk ég aðeins inn í skel mína í tæp tvö ár og var dálítið út af fyrir mig. En ég er svo heppinn að þekkja frábæran hóp af karl- mönnum á mínu reki sem ég kynntist í gegnum kajak- sportið hérna um árið. HARKAN SEX Óskar að koma úr sjósundi í bylnum daginn sem lögreglan hvatti fólk til að halda sig innandyra. DRAUMAHÚSIÐ Hlaðan og fjárhúsið sem Óskar er að gera upp fyrir vestan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.