Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 44

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 44
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 hef séð nokkrar kvikmyndir sem eru skrifaðar og leikstýrt af konum þar sem karlarnir fá sama hlutskipti og konurnar í main- stream-kvikmyndunum. Þeir eiga það til að verða dálítið tvívíðir og symból fyrir huggulega ídeal karl- menn. Mér finnst mjög fróðlegt að sjá það, því þá skynjar maður svo sterkt hvernig við karlmennirn- ir skrifum kvenpersónur. Þegar ég sé þessar myndir þá hugsa ég: „Gott á okkur. Nú sé ég hvað við erum að gera í níutíu prósentum af þeim kvikmyndum sem við höfum framleitt. Við erum að búa til steríót ýpur af konum sem eru yfir- leitt einhver keppikefli, „trophy wifes“.“ Í gamanmyndum eru þær mjög oft skynsama úrtölukonan sem hefur góð áhrif á ólíkindatólið sem karlmaðurinn er. Klassískasta dæmið er auðvitað Homer Simpson og Marge. Ég er alltaf að leita að verkum og sögum þar sem þetta er ekki upp á teningnum. Alltaf að reyna að sparka í rassinn á sjálf- um mér með að bæta skilninginn á kvenpersónunum og gera þær dýpri.“ Gott samkomulag Óskar og Eva María Jónsdóttir skildu fyrir rúmum fjórum árum og hafa sameiginlegt forræði yfir dætrunum þremur, sem eru hjá þeim til skiptis. Óskar segir líf sitt að miklu leyti snúast um þær. „Líf mitt snýst um stelpurn- ar mínar annars vegar og vinn- una hins vegar. Ég reyni að vera með stelpunum alltaf þegar ég er ekki að vinna en auðvitað er þetta tarnavinna þannig að það bygg- ist á góðu samkomulagi við mína fyrrverandi, sem er ekki ókunnug þessum bransa og hefur skilning á því að þetta er svona. Við reynum að leysa þau vandamál sem upp koma í sameiningu, en auð vitað eru alltaf einhverjir árekstrar, lífið er bara þannig. Eins og þýska máltækið segir: Það sem lifir, það truflar.“ Heilbrigðir vitleysingar Sagan segir að þú hafir breytt lífs- stílnum frá a-ö eftir skilnaðinn, er eitthvað til í því? „Eftir skilnaðinn hrökk ég aðeins inn í skel mína í tæp tvö ár og var dálítið út af fyrir mig. En ég er svo heppinn að þekkja frábæran hóp af karlmönn- um á mínu reki sem ég kynntist í gegnum kajaksportið hérna um árið. Þetta eru heilbrigðustu vit- leysingar sem um getur og við stundum sjósund í hverri viku, en ekki nóg með það heldur eiga sér stað alls kyns bulluppátæki eins og til dæmis að svelta sig í sólarhring áður en við förum í sjóinn, sem ég get engan veginn mælt með. Oft förum við líka í fjallgöngu fyrir vinnu, og leggj- um þá af stað fyrir klukkan sex á morgnana, keppum í skylmingum, bogfimi og skeggvexti, til dæmis. Þetta hefur hjálpað mér mikið og mín stefna eftir skilnaðinn hefur verið að leita frekar þangað en á djammið og barina. Mér finnst alveg gaman að kíkja út á lífið annað slagið, en ég reyni að gera ekki mikið af því vegna þess að það tekur sinn toll og það er margt annað í líf- inu sem heillar mig meira. Núna er ég til dæmis kominn með nýtt hobbí, sem er að gera upp fjárhús og hlöðu vestur á fjörðum. Það er við Patreksfjörðinn hjá yndislegu fólki sem rekur bændagistingu í Hænuvík. Ég hef farið til þeirra með stelpurnar mínar undanfar- in tólf sumur og við höfum alltaf gist í litlu steinhúsi niðri á fjöru- kambinum. Þar rétt hjá eru fjár- hús og hlaða frá millistríðsárun- um sem ég hef í gegnum tíðina verið að horfa á og hugsa að þetta gæti orðið eitthvað. Í haust ræddi ég þetta svo við hjónin á bænum, Gutta og Maríu, og það var bara eins og þau hefðu beðið eftir að ég styngi upp á þessu. Í nóvember fór ég svo vestur með kerru fulla af byggingarefni og byrjaði, vann baki brotnu í tólf daga og kom miklu í verk með aðstoð hjónanna í Hænuvík, dætra þeirra og verð- andi tengdasonar. Í næsta mán- uði fer ég svo vestur og byrja að steypa og tek næstu skref. Þetta verða mörg hænu skref og á eftir að taka mörg, mörg ár.“ Ertu svona dellukarl? „Mér finnst þetta alls engin della, en jú – ég verð dálítið heltekinn af hinu og þessu. Þessa framkvæmd finnst mér ég hins vegar hafa ráð- ist í að vandlega yfirveguðu máli. Kvikmyndagerð er auðvitað dellu- áhlaupa-þráhyggjuviðfangsefni þannig að það er ágætt að hafa þann karakter til brunns að bera.“ „Við Sjón skrifuðum handritið upp úr leikriti Árna Ibsen, Fiskar á þurru landi. Við lásum ansi mörg verk, bæði sviðsverk og skáldsögur, en þetta þótti okkur skemmtilegast. Vel skrifað verk og samtölin steinliggja. Við stokkuðum leikritið töluvert upp og skrifuðum útisenur sem voru ekki í sviðsverkinu, en upphafið og endirinn eru eins og Árni skilaði frá sér og söguþráðurinn er í stórum dráttum sá sami.“ Fiskar á þurru landi fjallar um parið Gumma og Gúu, sem flytja inn á gistiheimili í litlu sjávarplássi úti á landi. Gistiheimilið er rekið af furðufuglunum Knúti og Efemíu, sem eru ekki öll þar sem þau eru séð. Gummi er á leið í fram- boð, spiluðu væntanlegar alþingiskosningar inn í valið? „Alls ekki, það er bara skondin tilviljun. Sá þáttur var reyndar ekki ofarlega á baugi í verki Árna, en þegar við Sjón fórum að skrifa útisen- urnar, sem snúast allar um tilraunir frambjóð- andans til að slá í gegn í þorpinu, fékk sá þáttur aukið vægi.“ Verkið fjallar um tvö pör, er eitthvert aðalhlut- verk? „Þetta eru tveir karlar og tvær konur og allar persónurnar eru mjög vel skrifaðar. Mér finnst kona frambjóð- andans vera í aðalhlut- verki, en Knútur gæti líka fengið þá skilgreiningu. Það voru reyndar skiptar skoðanir um það í undir- búningsvinnunni, þar sem öll hlutverkin eru álíka stór. Í heild er verkið mjög gott innlegg í umræðuna í dag. Það kemur inn á jafnrétti kynjanna, kapítalisma, heimilisofbeldi og fleira og fleira. Þannig að þegar maður fer að rýna í það er Fiskar á þurru landi mun dýpra verk en það virðist við fyrstu sýn.“ Fiskar á þurru landi Gott á okkur. Nú sé ég hvað við erum að gera í níutíu prósentum af þeim kvikmyndum sem við höfum framleitt. MYNDIR AF SETTI FISKA Á ÞURRU LANDI Myndin var tekin upp á átta dögum og það var handagangur í öskjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Opið frá kl. 11–20 alla daga Engihjalla og Granda 1.399kr. pk Kínvers kir platt ar 75 bi tar TILVALI[ Í AFMÆLI[ E[A FERMINGARVEISLUNA PLATTERS PARTÝ /Ú FÆ R[ M EIRA FYRIR PENI NGIN N Í ICEL AND 1.399kr. pk Indvers kir platt ar 75 bi tar 1.399kr. pk Eftirrétt aplatta r 75 bit ar Ótrúlegt úrval af tilbúnum smáréttum á frábæru verði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.